Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 45 dægradvöl Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Pamplona á Spáni. Sigurvegari mótsins, rússneski ofurst- órmeistarinn Alexander Morozevich (2.747), hafði hvítt gegn landa sínum Dmitri Jakovenko (2.671). Morozevich hafði reynt í 40 leiki að tryggja sér sig- ur með drottningu gegn hrók og hafði hann því tíu leiki til viðbótar áður en skákin yrði jafntefli vegna 50 leikja reglunnar. Það gat hann gert með því að leika 111. 111. De5! Kg1 (svartur lendir í leikþröng eftir 111. … Kg2 112. De1) 112. Kg3 Hg2+ 113. Kh3 og hvít- ur vinnur. Í stað þessa lék ofurst- órmeistarinn 111. Kf3?? og því var svarað með 111. … Hf2+! og nú er staðan jafntefli þar sem annaðhvort verður svartur patt eða þráskákar. 112. Ke3 He2+ 113. Kd3 Hd2+ 114. Kxd2 patt. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Þú átt út. Norður ♠K4 ♥G1095 ♦D7 ♣KDG43 Vestur Austur ♠ÁG986 ♠1072 ♥43 ♥6 ♦64 ♦KG832 ♣Á765 ♣10982 Suður ♠D52 ♥ÁKD872 ♦Á1095 ♣– Suður spilar 6♥. Það er góð tilfinning að eiga út gegn slemmu með tvo ása, en í þessu spili má hvorugum lyfta í upphafi. Lauf- ásinn snargefur slemmuna og spaðaás- inn reyndar líka, því sagnhafi getur hent tígli í spaðadrottningu og tromp- að þrjá tígla. Treysti maður andstæð- ingunum til að vita sínu viti er rétt að vera á varðbergi í svona stöðum. Hér vakti suður á einu hjarta, vestur stakk inn spaðasögn og norður sýndi sterka hækkun í hjarta með því að melda ofan í spaðann. Suður taldi slemmu góðan kost ef norður ætti fyrirstöðu í spaða og kom þeim skilaboðum á framfæri með stökki í fimm hjörtu, sem norður lyfti hlýðinn í sex. Heljarstökkið í fimm hjörtu er eins og auglýsing á laufeyð- unni og vestur ætti að spila hlutlaust út trompi og bíða átekta með ásana tvo. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 dramb, 8 hrá- slagaveður, 9 stjórnar, 10 söngflokkur, 11 bágindi, 13 fífl, 15 gljái, 18 blæja, 21 litla tunnu, 22 kaka, 23 heldur vel áfram, 24 hryssingsleg orð. Lóðrétt | 2 eyja, 3 karl- fugls, 4 gabba, 5 grjót- skriðan, 6 lof, 7 vex, 12 gyðja, 14 andi, 15 opi, 16 frægðarverk, 17 skraut, 18 stíf, 19 fæðunni, 20 kvenmannsnafn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 tálkn, 4 benda, 7 lýgur, 8 ræman, 9 tek, 11 iðni, 13 frír, 14 loppa, 15 full, 17 rugl, 20 orf, 22 getur, 23 or- lof, 24 nunna, 25 kenna. Lóðrétt: 1 tálmi, 2 lögun, 3 nart, 4 bark, 5 nemur, 6 ann- ir, 10 espir, 12 ill, 13 far, 15 fegin, 16 látin, 18 ullin, 19 lyfta, 20 orga, 21 fork. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Sendiherra Íslands í París var ámeðal farþega í Flugleiðavélinni sem lenti í ókyrrð og féll tugi metra. Hvað heitir hann? 2 Nýr framkvæmdastjóri Samein-uðu þjóðanna tók við embætti um áramótin. Hvað heitir hann? 3 Aftaka Saddams Husseins, fyrr-verandi einræðisherra í Írak, olli mikilli reiði hjá súnní-aröbum, ekki sízt af því að hún fór fram nóttina fyr- ir eina mestu trúarhátíð múslíma. Hvað heitir hún? 4 Rússneskt ríkisfyrirtæki, semframleiðir og selur olíu og gas, hefur komið mikið við sögu í deilum við nágrannalönd Rússa. Hvað heitir það? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Kaupþing banki auglýsir í tilefni af nafn- breytingu sinni og hefur fengið frægan breskan gamanleikara til liðs við sig. Hver er hann? Svar: John Cleese. 2. Veitt voru verðlaun, alls 600 þúsund kr., úr Rithöf- undasjóði Ríkisútvarpsins á gamlársdag. Hver hlaut þau að þessu sinni? Svar: Jón Kalman Stefánsson. 3. Reading rótburst- aði West Ham um helgina. Íslendingur sem leikur með Reading skoraði fyrsta markið. Hver var það? 4. Svar: Brynjar Björn Sigurðsson. 4. Hvar fæddist fyrsta barn nýja ársins hér á landi? Svar: Á fæð- ingardeild Landspítalans í Reykjavík. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    STRAX í upphafi tónleika Hrafn- hildar Björnsdóttur sóprans og Martyns Parkes píanóleikara í Hjallakirkju á laugardaginn var ljóst að söngkonan er með fallega rödd. Hún er í senn tær og breið og naut sín ákaflega vel í ríkulegum hljómburði kirkjunnar. Auðheyrt var líka að fagmaður sat við píanóið; leikur Parkes var mjúkur og áreynslulaus og rann fullkomlega saman við sönginn. Eftir áhrifamikið upphafsatriði tónleikanna, sem var Bist du bei mir eftir Bach, tilkynnti Hrafnhildur að efnisskráin væri einskonar ferðalag umhverfis jörðina á 45 mínútum. Ég er ekki viss um að það hafi verið heppileg líking; jú, þarna var tónlist eftir frönsk, þýsk, amerísk, íslensk og ítölsk tónskáld – en ekkert meira en það. Rússneskur ljóðasöngur er ekki síður merkilegur en sá þýski og til eru undurfagrar spænskar aríur sem maður heyrir aldrei á tón- leikum hér á landi. Svo ekki sé minnst á tónlist frá ýmsum löndum Suður-Ameríku og Asíu. Það sem boðið var upp á hér stóð þó ágætlega fyrir sínu og ég er ekki frá því að franska tónlistin hafi kom- ið hvað best út. Hrafnhildur söng tvö lög eftir Fauré, Apres un reve og Notre amour, og gerði það með eindæmum vel. Einleiksatriði pían- istans, Clair de lune eftir Debussy, var líka frábært; áslátturinn var þokukenndur en samt ávallt með skýrt mótaðri laglínu sem olli því að rauði þráðurinn slitnaði aldrei. Í heild var flutningurinn skemmtilega hömlulaus og hápunkturinn var sér- lega glæsilegur. Vissulega er Clair de lune með útjaskaðri tónsmíðum, en samt virkaði lagið merkilega ferskt í þessari óvenjulega mús- íkölsku túlkun. Eins og áður sagði var framlag Parkes sem meðleikara líka af- burðagott og var það ekki síst hon- um að þakka hve lög eftir Richard Strauss voru seiðandi, sérstaklega Die Nacht og Morgen. Hér saknaði ég reyndar litanna í rödd söngkon- unnar, sem var kannski í barnslegra lagi fyrir þessa tónlist. En píanóleik- urinn var fullkominn; hver einasti tónn var hárrétt mótaður og þrung- inn merkingu. Varla er hægt að gera betur. Almennt talað er Hrafnhildur ekki með sérlega öfluga rödd, en það er auðvitað allt í lagi. Söngvarar þurfa ekki alltaf að vera einhverjir gettóblasterar. Verra er að söng- urinn var stundum dálítið einsleitur, auk þess sem neðra sviðið hefði á köflum mátt vera hljómmeira. Margt var þó prýðilega gert; Caro Nome úr Rigoletto eftir Verdi var t.d. verulega vel sungið, og gaman var að I Could Have Danced All Night úr My Fair Lady eftir Loewe. Þrátt fyrir smávegis annmarka verður því ekki annað sagt en að Hrafnhildur sé efnileg listakona sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Syngjandi umhverfis jörðina Jónas Sen TÓNLIST Hjallakirkja Tónlist eftir Bach, Fauré, Verdi, Strauss og fleiri í flutningi Hrafnhildar Björns- dóttur sópran og Martyn Parkes píanó- leikara. Laugardagur 30. desember. Söngtónleikar Hrafnhildur Björnsdóttir Hin 44 áraDemi Moore segist vilja eignast börn með eiginmanni sínum Ashton Kutcher sem er 28 ára. Fyrir á Moore þrjár unglings- dætur með fyrr- verandi eiginmanni sínum Bruce Willis, það eru Rumer 18 ára, Scout 15 ára og Tallulah 12 ára. Það hefur komið mörgum á óvart að Moore skuli vilja fleiri börn enda hefur hún nóg að gera í kvikmynda- leik auk þess sem aldurinn færist yf- ir. „Þar sem ég er þegar komin með þrjú börn skiptir ekki máli þótt ég bæti einu eða tveimur við í viðbót. Það sem skiptir máli er að ég hugsi vel um börnin mín,“ sagði Moore. En auðvitað er ekki auðvelt fyrir Moore að vera móðir þriggja ung- lingsstúlkna, sérstaklega þar sem sú elsta er farin að hanga með Lindsay Lohan. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.