Morgunblaðið - 04.01.2007, Page 43

Morgunblaðið - 04.01.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 43 menning Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Kerti úr sama pakka geta brunnið mismunandi hratt og á ólíkan hátt. Munið að slökkva á kertunum i Gleðilegt ár! Kennsla hefst 8. janúar Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 12-17 www.schballett.is fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Christopher Warren-Green Einsöngvari ::: Þóra Einarsdóttir Vínartónlist eftir Strauss-feðga o.fl. tónleikar í háskólabíói Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL.19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 5. JANÚAR KL.19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 6. JANÚAR KL.17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS Vínartónleikar Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru í huga margra jafn ómissandi hluti af því að fagna nýju ári og flugeldar og brennur. Líklega verður uppselt á Vínartónleika og því er ráðlegt að tryggja sér miða í tíma á www.sinfonia.is Nýverið bárust fregnir af þvíað konungar draumaverk-smiðjunnar, þeir Steven Spielberg og George Lucas, væru að undirbúa fjórðu myndina um fornleifafræðinginn góðkunna Indiana Jones. Stefnt er að frum- sýningu myndarinnar í maí árið 2008, en hún hefur hlotið vinnuheit- ið Indiana Jones and the Ravages of time.    Orðrómur um að til stæði aðgera myndina hefur verið á kreiki um nokkurt skeið, en á fréttavef BBC kemur fram að þar sem aðstandendur Indiana Jones séu komnir af léttasta skeiði hafi þeir ekki viljað taka þátt í gerð myndarinnar nema handritið væri sérstaklega gott. Þegar talað er um aðstandendur myndarinnar er væntanlega fyrst og fremst átt við Indiana Jones sjálfan, það er að segja leikarann Harrison Ford. Kappinn er fæddur árið 1942 og verður því 65 ára á þessu ári. Eins og margir eflaust vita er Indiana Jones enginn venjulegur fornleifa- fræðingur því hann þeysist um heiminn, heggur mann og annan, bjargar dýrgripum og endar svo á því að vinna hjarta einhverrar stál- heppinnar stúlku.    Fjölmargir 65 ára menn myndueflaust hugsa sig tvisvar um áður en þeir legðust í slík ævintýri. Harrison Ford sagði hins vegar í október að hann væri í góðu formi og gæti því vel hugsað sér að leika Indiana Jones á ný. Hann hefur ef til vill ekki viljað vera minni maður en Sylvester Stallone sem lék box- arann Rocky Balboa í samnefndri mynd fyrir stuttu. Stallone er orð- inn sextugur og því kominn af létt- asta skeiði, en ákvað samt sem áður að leika í sjöttu myndinni um Rocky – 30 árum eftir að fyrsta myndin var gerð. Margir settu spurning- armerki við þessa ákvörðun leik- arans enda hljómar kvikmynd um sextugan hnefaleikamann ekki lík- lega til vinsælda. Annað kom á dag- inn því Rocky Balboa komst í þriðja sæti bandaríska vinsældalistans og hlaut góða dóma gagnrýnenda. Stallone ætlar ekki að láta þar við sitja því að hann er nú að búa sig undir tökur á fjórðu myndinni um stríðshetjuna John Rambo, Rambo 4: The Serpent’s Eye. Þeir Indiana Jones, Rocky Bal-boa og John Rambo kalla ekki allt ömmu sína og eiga það sameig- inlegt að vera allir í mjög góðu lík- amlegu formi. Leikarar á þrítugs- eða fertugsaldri væru því senni- legri í hlutverk þeirra heldur en menn á sjötugsaldri. Líklegt verður því að teljast að tölvutæknin verði nýtt til hins ýtrasta í nýjustu mynd- unum um kappana, til dæmis við að yngja Harrison Ford upp og auð- velda Stallone hreyfingarnar. Þá má ekki gleyma áhættuleikurum í Hollywood sem eiga trúlega gós- entíð í vændum.    Það er spurning hvar þetta endarallt saman, hvort þeir Stallone og Ford geti haldið áfram að leika þessar hetjur til dauðadags með hjálp tölvutækninnar, sem verður fullkomnari með hverju árinu sem líður. Þá gætu jafnvel fleiri leikarar nýtt sér tæknina, til dæmis gæti Clint Eastwood endurvakið nafn- lausa kúrekann úr spagettí- vestrunum, eða jafnvel sjálfan Dirty Harry. Aðstandendur Harry Potter-myndanna geta líka gleymt áhyggjum sínum af því að aðalleik- ararnir þrír verði orðnir of gamlir þegar síðustu myndirnar um galdrastrákinn verða gerðar. Þótt þau Daniel Radcliffe, Emma Wat- son og Rupert Grint verði komin á þrítugsaldurinn þegar síðasta myndin verður gerð ætti ekki að vera mikið mál að yngja þau aðeins upp í tölvu.    En hvað sem bæði tölvutækni ogaldri leikaranna líður skiptir auðvitað mestu máli að umræddar kvikmyndir verði eins góðar og forverarnir. George Lucas hefur lýst því yfir að fjórða myndin um Indiana Jones verði sú besta hingað til og ekki er hægt annað en að von- ast til þess að það reynist rétt. Við sjáum hvað setur í maí á næsta ári. Endurkoma ellismella Gamlar glæður Sean Connery og Harrison Ford í Indiana Jones and the Last Crusade sem gerð var fyrir 18 árum. AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson » Þeir John Rambo,Indiana Jones og Rocky Balboa kalla ekki allt ömmu sína og eiga það sameiginlegt að vera allir í mjög góðu líkamlegu formi. jbk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.