Morgunblaðið - 04.01.2007, Síða 5

Morgunblaðið - 04.01.2007, Síða 5
Um áramótin sameinuðust öll lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu í eitt embætti. Miklar breytingar verða á lögreglunni og þjónusta við borgarbúa eykst til muna. Hvers vegna nýtt lögregluembætti? Liðsauki í hverfið þitt Endurskipulagningin miðar að því að nýta betur krafta lögreglunnar. Með breyttu skipulagi eykst fjöldi lögreglumanna sem sinna lög- gæslu á þínu svæði þannig að aðgengi að lögreglunni batnar og þjónusta við hverfið þitt eykst. Sýnilegri lögregla Lögreglan á að vera sýnileg og þátttakandi í daglegu lífi borgara. Við sameininguna eflist hverfa- og grenndarlöggæsla, forvarna- starf verður áberandi og umferðareftirlit verður aukið á þeim stöðum þar sem slys eru tíð eða háskaakstur þekkist svo fátt eitt sé nefnt. Skilvirkari rannsóknir á sakamálum Sérhæfing við rannsóknir stærri og flóknari sakamála verður aukin og verður m.a. stofnuð sérstök deild til að rannsaka kynferðisafbrot. Þannig komast forgangsmál fyrr í réttan farveg og málsmeðferðar- tími styttist í kjölfarið. Mun betri þjónusta við þig Þjónustuver svarar fyrirspurnum bæði símleiðis og í gegnum tölvu- póst. Áhersla er lögð á að þú getir fengið þær upplýsingar sem þú þarft fljótt og örugglega. Betri nýting á fjármunum Með sameiningu lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt embætti nýtist það fjármagn sem varið er til löggæslu mun betur. Þeim fjármunum sem þannig sparast verður varið til að efla enn frekar og styrkja löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Meiri samskipti á vefnum Á næstunni verður opnaður nýr og endurbættur vefur lögreglunnar þar sem meðal annars verður hægt að fræðast um hverfastarf, koma með uppástungur og skrá sig á póstlista. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.