Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞETTA VAR SVAKALEGT KVÖLD! SÁST ÞÚ KOSSINN? JÁ JÆJA, GÓÐA NÓTT GÓÐA NÓTT SÁST ÞÚ KOSSINN? JÁ, JÁ... ÉG SÁ KOSSINN HVERNIG GENGUR AÐ SMÍÐA FUGLAHÚSIÐ KALLI? ÉG ER HRÆÐILEGUR SMIÐUR, ÉG GET EKKI NEGLT BEINT, SAGAÐ BEINT OG MÉR TEKST ALLTAF AÐ SKEMMA SPÝTURNAR... ÉG ER STRESSAÐUR. ER EKKI MEÐ NEITT SJÁLFSÖRYGGI. ÉG ER HEIMSKUR OG GÆTI EKKI HANNAÐ GLASAMOTTU... ÞANNIG AÐ MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ, ÞÁ GENGUR BARA VEL ANNAÐ HVORT ÞUFUM VIÐ AÐ FINNA EINHVERN TIL AÐ GRÍPA EÐA ÞÚ ÞARFT AÐ LÆRA AÐ KASTA AF HVERJU ER SNATI ALLTAF AÐ TAKA AF OKKUR SÆNGINA? HANN ER AÐ REYNA AÐ NÁ ATHYGLI OKKAR ÉG HELD AÐ HANN ÞURFI AÐ KOMAST ÚT HUNDA- SÝNING VONDUR HUNDUR SJÁÐU ALLT ÞETTA RUSL MAMMA! AF HVERJU NOTAR FÓLK EKKI RUSLA- TUNNURNAR? KANNSKI ER ÞETTA RUSL EKKI HÉÐAN ÞAÐ GÆTI TIL DÆMIS EINHVER HAFA HENT ÞESSARI FLÖSKU Í SJÓINN Á SPÁNI OG HÚN SÍÐAN FLOTIÐ ÞÚSUNDIR KÍLÓMETRA VÁ! ÞAÐ ÞARF EKKIMEIRA GEFÐU Í, LÖGGAN ER ALVEG AÐ NÁ OKKUR HÚN ER Í BOTNI ÉG HELD VIÐ HÖFUM STUNGIÐ ÞÆR AF KANNSKI ÞAÐ... EN VIÐ ERUM SAMT EKKI EINIR Raunvísindadeild HáskólaÍslands stendur í dag fyr-ir málstofu um kennsluog kennsluhætti. Mál- stofan er hluti af dagskrá á vorönn helgaðri bótum á kennslu og kennsluháttum við háskólann. Hörður Filippusson er deild- arforseti raunvísindadeildar: „Á síð- asta ári fór fram ítarleg stefnumót- un við Háskóla Íslands, bæði fyrir háskólann í heild og fyrir einstakar deildir. Hver deild setti sér meg- inmarkmið í helstu málaflokkum, eins og rannsóknum, kennslu og samskiptum og stjórnun,“ segir Hörður. „Einnig ákváðu kennslu- málanefnd háskólaráðs og kennslu- miðstöð háskólans að nota tækifærið til að hvetja til umræðna um kennslu og kennsluhætti við HÍ. Haldinn var fundur í byrjun desember þar sem fram fóru almennar umræður og á vorönn munu einstakar deildir standa fyrir málstofum þar sem sér- staklega er fjallað um kennslu og kennsluhætti við hverja deild og ríð- ur raunvísindadeild nú á vaðið.“ Gæðamenning og gæðamat Fyrstur tekur til máls Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu háskólans og gæðastjóri: „Hann hefur kynnt sér gæðamál mjög ítarlega, sérstaklega í tengslum við Bologna-ferlið svo- kallaða, um samvinnu háskóla og stöðlun háskólastarfs í Evrópu. Mun Magnús Diðrik fjalla um gæðamenn- ingu í starfi háskólans,“ segir Hörð- ur. „Þá mun Magnús Tumi Guð- mundsson fjalla um helstu niðurstöður nefndar sem hann veitti forsvar, um kennsluhætti. Nefndin var á vegum raunvísindadeildar en deildin hefur nokkrum sinnum áður skipað slíkar kennsluháttanefndir, en nefnd Magnúsar Tuma skilaði niðurstöðum sínum fyrir rösku ári.“ Loks mun Hörður sjálfur flytja erindið „Hvað segir ytri úttekt á raunvísindadeild um kennslu- hætti?“: „Hluti af nýjum áherslum í evrópsku háskólasamstarfi er ytra gæðaeftirlit og hefur raunvís- indadeild nýlega farið í gegnum slíkt eftirlitsferli. Deildin samdi svokall- aða sjálfsmatsskýrslu um helstu þætti í starfi deildarinnar og var skýrslan metin af ytri gæðanefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sem einnig átti viðtöl við fulltrúa og starfsmenn deildarinnar,“ segir Hörður. „Almennt gaf ytri úttektin deildinni prýðilega einkunn og þar komu ekki fram neinir stórvægilegir gallar á starfi raunvísindadeildar sem virðist vera af svipuðu tagi og í hliðstæðum háskólum. Hins vegar kom matshópurinn með fjölda áhugaverðra ábendinga, m.a. um fjölbreyttari kennsluhætti en við höfum haft hingað til og um aukna áherslu á að veita nemendum ýmsa hagnýta færni til viðbótar fræðilegri þekkingu, t.d. í upplýsingatækni, skipulagi og framkvæmd rannsókna, gagnavinnslu og munnlegri og skrif- legri tjáningu fræðilegs efnis.“ Málstofa raunvísindadeildar er haldin í stofu 101 í Odda kl. 15 og stendur til 17. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Kennsla | Málstofa á vegum raunvísinda- deildar í stofu 101 í Odda í dag kl. 15 Sóknarfæri í kennsluháttum  Hörður Filipp- usson fæddist í Reykjavík 1944. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964, B.Sc. Hons.-prófi í lífefnafræði frá háskólanum í St. Andrews í Skotlandi 1971 og dokt- orsprófi frá sama skóla 1971. Hörð- ur starfaði við meinefnafræðistofu Landspítalans frá 1971 til 1975 þeg- ar hann hóf störf sem dósent í líf- efnafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Árið 1996 varð hann dósent við raunvísindadeild, nú prófessor, og deildarforseti frá árinu 2001. Hörður er kvæntur Margréti Odds- dóttur dagskrárstjóra og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. ÞAÐ er varla hægt að kvarta yfir úrvalinu hjá þessum blaðasala á Khan- markaðnum í Nýju-Delhí á Indlandi. Á markaðnum er bæði hægt að láta klippa á sér hárið fyrir um 50 ís- lenskar krónur og kaupa Swarovski-kristal á rúmar 400 þúsund krónur, – svo er náttúrlega hægt að lesa sér til um allt þar á milli. Reuters Kennir ýmissa grasa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.