Morgunblaðið - 04.01.2007, Side 2

Morgunblaðið - 04.01.2007, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag fimmtudagur 4. 1. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Úrvalsdeildin í körfuknattleik karla er hálfnuð >> 4 RAGNAR TIL LIÐS VIÐ NIMES FENGINN TIL AÐ LEYSA AF HÓLMI BESTA LEIKMANNINN Í FRANSKA HANDKNATTLEIKNUM FRÁ OG MEÐ NÆSTU LEIKTÍÐ >> 3 Morgunblaðið/Kristinn Hress Það var létt yfir Sigfúsi Sigurðssyni og Vigni Svavarssyni á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins á þessu ári Laugardalhöll í gær. Þeir verða á meðal þeirra sem standa í eldlínunni þegar flautað verður til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Þýskalandi síðari í þessum mánuði. ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik karla hélt til Danmerkur í morg- un hvar það tekur þátt í fjögurra þjóða móti sem hefst á morgun og lýkur á sunnudag. Ísland leikur við Noreg í Hróarskeldu á morgun, mætir síðan Pólverjum í Farum á laugardag og heimamönnum í Bröndby-höllinni í Kaupmannahöfn á sunnudag. Allar eiga þjóðirnar fjórar það sameiginlegt að vera að búa landslið sín undir þátttöku á heimsmeistaramótinu í handknatt- leik sem hefst í Þýskalandi 19. jan- úar. Þátttaka í mótinu í Danmörku er fyrsti liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir mótið ef undan er skilin æfing undir stjórn Guðmundar Þórð- ar Guðmundssonar aðstoðarlands- liðsþjálfara í Laugardalshöll í gær- morgun. Þar komu saman átján af nítján landsliðsmönnum en sá nítjándi, Ragnar Óskarsson, kemur til móts við landsliðshópinn í Dan- mörku í dag eins og Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari. Létt var yfir lands- liðsmönnum á æfingunni í gær eins venjulegt hjá þeim hópi. Frá keppni í þrjá mánuði? Einar Hólmgeirsson fór í aðgerð um hádegið í gær hér á landi en með henni er þess freistað að laga slitið liðband í þumalfingri vinstri handar sem er sérlega bagalegt þar sem Einar er örvhentur. Liðbandið slitn- aði í kappleik Grosswallstadt og Kiel í þýsku 1. deildinni á laugardag. Varð Einar fyrir vikið að draga sig út úr íslenska landsliðinu fyrir HM. Talið var að Einar yrði frá keppni í 8–10 vikur vegna þessara meiðsla en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telja læknar í Þýskalandi, sem litið hafa á meiðsli Einars, að hann verði að taka sér hlé frá hand- knattleik í þrjá mánuði. Alfreð hittir hópinn í Höfn HARALDUR Freyr Guðmundsson, Keflvíkingur og leikmaður norska knattspyrnuliðsins Aalesund, slas- aðist tals- vert á hendi á nýársnótt þegar flug- eldur sprakk er hann ætlaði að skjóta honum upp. Hann var fluttur á Landspít- alann þar sem saum- uð voru 26 spor í hönd- ina. Haraldur kom til Noregs á þriðjudag eftir jólafrí- ið og sagði frá atvikinu í samtali við staðarblaðið Sunn- mörsposten. „Ég notaði stjörnuljós til að kveikja í flugeldinum og það áttu að líða fimm til sekúndur þar til hann færi upp. En um leið og ég kveikti í með hægri hendinni, rauk hann upp og beint í vinstri höndina á mér. Sem betur fór hitti hann ekki í andlitið á mér eða ofar á handlegginn, og fór beint í lófann þannig að fingurnir sköðuðust ekki. Ég var stálheppinn en fólk í kringum okkur var mjög óttasleg- ið. Það var farið með mig til Reykjavíkur þar sem gerð var að- gerð á hendinni um klukkan fjögur um nóttina. Ég missti mikið blóð og þurfti að fá súrefni,“ sagði Har- aldur við blaðið og tók fram að kunningjahópurinn hefði notað hlífðargleraugu þegar flugeld- unum var skotið upp. Félagi hans úr liði Aalesund, bandaríski mark- vörðurinn Adin Brown, var í heim- sókn hjá Haraldi um áramótin og varð vitni að atvikinu. Samkvæmt Sunnmörsposten get- ur Haraldur byrjað að æfa með liði Aalesund í næstu viku. Liðið vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á nýliðnu ári og Haraldur var kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu en hann átti mjög gott tímabil í hjarta varnarinnar. Haraldur er 25 ára og hefur spilað með Aalesund í tvö ár en hann á tvo A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Haraldur Freyr Haraldur Freyr í flugelda- slysi fimmtudagur 4. 1. 2007 viðskipti mbl.isviðskipti Loksins kom stelpa og fjórða barnabarnið er á leiðinni » 16 SJEIK Í RAUÐUM BOL MOHAMMED BIN RASHID AL MAKTOUM ER SJEIK, FORSÆTISRÁÐHERRA OG VILL KAUPA LIVERPOOL >> 12 ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1,84% í gær og var 6.528 stig við lokun markaða. Bréf Landsbank- ans hækkuðu um 3,77%, en bréf Tryggingamiðstöðvarinnar lækk- uðu um 1,59%. Krónan styrktist um 1,87% í miklum viðskiptum á gjaldeyr- ismarkaði í gær. Alls var veltan 29,2 milljarðar króna en samkvæmt upplýsingum frá Glitni var um jöklabréfaútgáfu að ræða í dag sem væntanlega hefur ýtt undir styrk- ingu krónunnar. Uppsveifla í ársbyrjun Breytingar Kauphöllin tekur á morgun upp heitið OMX Nordic Exchange á Íslandi en hún er orðin hluti af norrænu kauphallarsamstæðunni OMX. » 8 Morgunblaðið/Kristinn ÍSLENDINGAR eru eina Norð- urlandaþjóðin sem ekki er með neinar reglur sem kveða á um upplýsingaskyldu vegna viðskipta milli tengdra aðila. Þetta kemur fram í grein eftir Ólaf Karl Eyj- ólfsson viðskiptalögfræðing og Jón Inga Ingibergsson lögfræðing hér í blaðinu. „Í ljósi þess að íslensk fyrirtæki eru sífellt að auka útrás sína getur í ákveðnum tilvikum verið fremur óheppilegt að engum haldbærum leiðbeiningum um milliverðlagn- ingu sé til að dreifa hérlendis,“ segja þeir Ólafur Karl og Jón Ingi. „Er það óheppilegt vegna þess að erlend skattyfirvöld eru sífellt að auka áherslu á eftirlit með við- skiptum yfir landamæri milli tengdra aðila.“ Með milliverðlagningu er ein- mitt átt við verðlagningu á við- skiptum tengdra aðila. Þá segja þeir Ólafur Karl og Jón Ingi í grein sinni að þar sem hér á landi séu ekki í gildi hinar svo- nefndu milliverðlagningarreglur sé ekki aðeins verið að torvelda ís- lenskum skattyfirvöldum eftirlit með viðskiptum milli tengdra að- ila, heldur sé einnig verið að auka líkur á að íslensk útrásarfélög verði tekin til skattendurskoðunar af erlendum skattyfirvöldum. Til skoðunar hjá ráðuneytinu Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, segir ráðuneytið hafa haft til skoðunar hvort tilefni sé til að setja sérstök lög um milliverðlagningu. „Niðurstöður liggja ekki fyrir, en það hefur líka verið til skoð- unar hvort hægt sé að ná sömu markmiðum með því að styrkja núgildandi lög. Þannig er skatt- yfirvöldum heimilt samkvæmt 57. grein tekjuskattslaga að grípa inn í sölu á milli landa þegar um óeðli- lega hátt eða lágt verð er að ræða og meta hvað skuli teljast eðlilegt verð. Með því að styrkja þessi lagaákvæði er hugsanlega með einfaldari hætti hægt að ná þeim markmiðum sem lögum um milli- verðlagningu er ætlað að ná,“ seg- ir Baldur Guðlaugsson. » 9 Skattendur- skoðun í útlönd- um hugsanleg Engar haldbærar leiðbeiningar um verðlagningu viðskipta tengdra aðila FÉLAG Hannesar Smárasonar, Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf., hefur fært allan hlut sinn í FL Group, 19,77%, yfir í annað eign- arhaldsfélag, Oddaflug BV í Hol- landi. Viðskiptin fóru fram á geng- inu 25,2. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Oddaflug BV er dótturfélag í 100% eigu Eignarhaldsfélagsins Oddaflugs ehf. Það félag er að öllu leyti í eigu Fjárfestingafélagið Primus ehf. sem er að öllu leyti í eigu Hannesar Smárasonar, for- stjóra FL Group. Þessi flutningur á eignarhlut fé- lags Hannesar í FL Group er af svipuðum toga og flutningur FL Group á meirihluta eignarhlut síns í Glitni banka til Hollands, sem greint var frá fyrir áramót. Hannes flytur eignir til Hollands Yf ir l i t                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                       Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Staksteinar 8 Umræðan 28/30 Veður 8 Skák 31 Úr verinu 11 Minningar 30/37 Erlent 14/18 Leikhús 42 Menning 19, 40/44 Myndasögur 44 Höfuðborgin 20 Dagbók 45/49 Akureyri 20 Staður og stund 46 Landið 21 Víkverji 48 Austurland 21 Bíó 46/49 Daglegt líf 22/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Flugstoðir og Félag íslenskra flugumferðarstjóra undirrituðu samkomulag um lífeyrisréttindi í gærkvöldi. Reiknað er með að full þjónusta verði veitt á íslenska flug- stjórnarsvæðinu þegar líður á dag- inn. » Forsíða  Baugur Group hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið mót- mælir hvalveiðum Íslendinga. Segir í tilkynningunni að veiðarnar skaði íslensk fyrirtæki og að fjölmargir hópar hafi hótað því að hætta að versla við þessi fyrirtæki nema hval- veiðum verði hætt hið snarasta. » Baksíða  Brjóstakrabbameinsmiðstöð mun fá inni á nýjum Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Þar mun skimun, leit og meðferð við brjósta- krabbameini verða öll á sama stað. » Forsíða  Peningafalsarar voru handteknir á gamlársdag er þeir reyndu að kaupa flugelda fyrir falsaða peninga. Þetta var í annað skiptið sem sömu tveir menn voru handteknir fyrir peningafölsun. » Baksíða  Lögreglan leitar nú þriggja manna sem talið er að hafi framið fólskulega líkamsárás á tveimur mönnum í Garðastræti aðfaranótt nýársdags. Hefur lögregla birt myndir úr eftirlitsmyndavél af mönnunum og biður þá sem hafa upplýsingar um þá að hafa samband. Erlent  Yfirvöld í Kenýa hafa lokað landamærum landsins að Sómalíu til að hindra að fleiri flóttamenn geti komist til Kenýa, að sögn utanrík- isráðherra landsins í gær. Fyrr um daginn létu yfirvöld í Kenýa flytja 420 sómalska flótta- menn aftur yfir landamærin, að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. » 14  Nouri al-Maliki, forsætisráð- herra Íraks, sagði í viðtali sem birt var í gær að sér líkaði ekki embættið og kvaðst helst vilja láta af störfum áður en kjörtímabilinu lyki. » 18  Sameinuðu þjóðirnar segjast ætla að rannsaka ásakanir um að her- og lögreglumenn í frið- argæsluliði samtakanna og aðrir starfsmenn þeirra í Suður-Súdan hafi nauðgað börnum. » 18 Viðskipti  Íslendingar eru einir Norð- urlandaþjóða án reglna um upplýs- ingaskyldu vegna viðskipta á milli tengdra aðila. Það að leiðbeiningar skortir um verðlagningu í við- skiptum tengdra aðila er talið geta ýtt undir að íslensk útrásarfélög verði tekin til skoðunar af erlendum skattayfirvöldum. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is AÐEINS einu sinni hefur verið hagnaður af því að selja lambakjöt í verslunum Whole Foods en það var árið 2004 þegar gengi Bandaríkjadals var tiltölulega hagstætt og aðrar aðstæður eins og best verður á kosið. Hagnaðurinn það ár dugar hvergi til þess að vinna upp tap á árunum 2001–2006. Framkvæmdastjóri Norðlenska hf., sem er eini framleiðandinn sem selur kjöt til verslan- anna, telur ekki forsendur til að halda útflutn- ingnum áfram og var kominn á þá skoðun löngu áður en hvalveiðar voru leyfðar í atvinnuskyni. Í haust seldi Norðlenska um 62,1 tonn af unnu lambakjöti í verslunum Whole Foods en það samsvarar um 120 ígildistonnum, þ.e. 120 tonn af skrokkum þurfti til að framleiða kjötið fyrir Whole Foods. Þetta skilaði tæplega 50 milljóna króna tekjum en kostnaðurinn var hins vegar umtalsvert meiri, að sögn Sigmundar Ó. Einarssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska. Tekjurnar dugðu raunar ekki fyrir breytilegum kostnaði, þ.e. innkaupsverði, launum o.þ.h. og þá var eftir að reikna fastan kostnað sem er um- talsverður. Í fyrra var velta Norðlenska um þrír milljarðar. „Þetta er mjög lítill hluti af veltu okkar en það fer því miður mjög mikið púður í þetta,“ segir Sigmundur. Framleiðslukostnaður sé mikill, Bandaríkjamenn vilji aðeins sérvalið úr- valskjöt og við bætist ýmsar tæknilegar hindr- anir sem geri útflutning, sérstaklega fyrir litla útflytjendur, afar erfiðan. Samkvæmt samningi ríkisins við sauðfjár- bændur hvílir á bændum útflutningsskylda sem er mismikil eftir árum. Í aðalsláturtíðinni var útflutningsskyldan 10% og var miðað við að út- flutningsverð væri 220 krónur á kíló, um 100 krónum lægra en verð fyrir kjöt sem fór á inn- anlandsmarkað. „Þetta verkefni lifir á útflutn- ingsskyldunni,“ segir Sigmundur. Væri skila- verð til bænda vegna útflutnings til Bandaríkjanna hið sama og á innanlandsmark- að væri tapið enn meira. Þá hefði raunar einnig verið tap á útflutningnum árið 2004. Hvort kveðið verði á um útflutningsskyldu í næsta sauðfjársamningi, sem tekur væntanlega gildi á næsta ári, eigi eftir að koma að í ljós. Færeyjar eins og heimamarkaður Norðlenska hefur einnig flutt út lambakjöt til Noregs og Bretlands en besti markaðurinn er í Færeyjum og þangað voru seld um 80 tonn (ígildistonn) af lambakjöti í fyrra. Að sögn Sig- mundar eru Færeyjar nánast eins og heima- markaður. Þar er kjötið þekkt og vinsælt og salan þangað hefur alltaf skilað einhverjum hagnaði. Útflutningsskylda Norðlenska í haust var um 180 tonn en útflutningur fyrirtækisins var hins vegar 350 tonn. Kjötið sem fór til Bandaríkj- anna hefði mátt selja fyrir betra verð annars staðar, t.d. hér á landi. Sigmundur bendir á að Norðlenska hafi greint frá því sl. vor að fyrirtækið hefði miklar efasemdir um forsendur fyrir útflutningnum til Bandaríkjanna og talið að ekki væri hægt að leggja það á eitt fyrirtæki að halda við markaði þar ef það væri fyrirséð að áfram yrði tap á þeim viðskiptum. „Við höfðum áhuga á að hætta í fyrra en við sögðum líka að við vildum ekki eyðileggja verkefnið,“ segir Sigmundur. Þar sem enginn hefði viljað eða getað tekið við út- flutningnum til Whole Foods hefði Norðlenska ákveðið að bíta á jaxlinn og halda viðskiptunum áfram í eitt ár til viðbótar. „Við viljum ekki halda áfram, við sjáum ekki tækifærin. Okkur finnst fullreynt.“ Tap á viðskiptum við Whole Foods Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útflutningsskyldan forsenda fyrir kjötsölu Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Reykjavíkurborg af kröfum afkomenda Jóhannesar S. Kjarvals, fyrir hönd dánarbús hans, um að fá viðurkennt eign- arhald yfir munum sem fluttir voru úr vinnustofu listmálarans, í Sig- túni 7, haustið 1968 og eru í vörslum borgarinnar. Lögmaður afkomenda Kjarvals segir líklegt að málinu verði áfrýjað og telur rétt að láta Hæstarétt taka afstöðu í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að þegar litið er til þeirra gagna sem lögð voru fyrir dóminn þyki fram komin sönnun þess að Jóhannes Kjarval hafi gefið Reykjavíkurborg þá muni sem af- komendur hans krefja borgina um. Því til stuðnings er m.a. vísað í dag- bókarfærslu Guðmundar Alfreðs- sonar sem var skv. henni staddur á vinnustofu Kjarvals hinn 7. nóv- ember 1968, þá átján ára gamall, og aðstoðaði föður sinn Alfreð Guð- mundsson, sem síðar varð for- stöðumaður Kjarvalsstaða, við að ferja kassa og annað úr vinnustof- unni. Í dagbókinni segir: „Í dag kl. 14 afhenti Jóhannes Kjarval Geir [Hallgrímssyni] borgarstjóra að gjöf nokkra tugi teikninga ásamt gömlum kössum ofan af háalofti hjá sér sem í eru bækur, blöð, flat- kökur, ýmis skrif og riss, fara þess- ir munir allir til minjasafns Reykja- víkurborgar.“ Einnig er framburði Þorvaldar Þorvaldssonar sem áður keyrði leigubíl fyrir BSR og ók Kjarval alloft – auk þess sem með þeim tókst vinskapur – gefið töluvert vægi samkvæmt niðurstöðu dóms- ins. Þorvaldur sagði fyrir dómi að Kjarval hefði alltaf rætt um að gefa Reykjavíkurborg myndir til að sýna á Kjarvalsstöðum, en einnig að hann hefði afhent myndir sem færu niður í skjalasafn borgarinnar ásamt einu og öðru dóti, ofan af efra loftinu. Kristbjörg Stephensen, lögmað- ur borgarinnar, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Hún sé sigur í málinu og fram hafi komið sönnun á að gjöfin hafi verið gefin, rétt eins og borgin hafi haldið fram alla daga síðan haustið 1968. Vantaði í niðurstöðuna Kristinn Bjarnason, lögmaður dánarbús Kjarvals, segir niðurstöð- una hins vegar vonbrigði og telur ýmislegt vanta í niðurstöðu dóms- ins sem hefði átt að leiða til þess að sönnunarmatið sem varð ofan á næði ekki fram að ganga. „Mín ráð- gjöf verður sú að áfrýja þessu máli. Ég tel að það sé mikill vafi um þessa niðurstöðu og það sé rétt að láta æðsta dómstól þjóðarinnar taka afstöðu í málinu,“ sagði Krist- inn. Morgunblaðið/G. Rúnar Vonsvikinn Ingimundur Kjarval, sonarsonur Jóhannesar Kjarvals listmálara, gengur út úr héraðsdómi í gær. Munir Kjarvals gjöf til Reykjavíkurborgar Héraðsdómur sýknar borgina af kröfum niðja Kjarvals Í HNOTSKURN » Héraðsdómur komst aðþeirri niðurstöðu að 7. nóvember 1968 hefði Jóhann- es S. Kjarval listmálari gefið Reykjavíkurborg málverk og muni af vinnustofu sinni í Sig- túni 7. » Gjöfina gaf Kjarval GeirHallgrímssyni, þáverandi borgarstjóra, munnlega en engin skrifleg gögn liggja fyr- ir um gjörninginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.