Morgunblaðið - 04.01.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.01.2007, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÆSTIRÉTTUR Íslands staðfesti um miðjan seinasta mánuð úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að eftirlif- andi börn Sigurjóns heitins Sigurðs- sonar, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, gætu borið fram kröfu um opinbera rannsókn vegna um- mæla Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, fyrrv. utanríkisráðherra, um Sig- urjón. Í héraðsdómi, sem Hæsti- réttur staðfesti, er tekið fram að ekki sé tekin afstaða til þess hvort Jón Baldvin hafi gerst sekur um meið- yrði. Börn Sigurjóns lögðu fram kæru til ríkissaksóknara 18. október vegna ummæla Jóns Baldvins í Kastljóss- þætti 10. október um Sigurjón, sem hafi rætt um hann sem „lögreglu- stjórann alræmda“ en Jón Baldvin var þar að fjalla um meintar njósnir og hleranir á síma hans á árinu 1993 þegar hann gegndi embætti utanrík- isráðherra. Lögmaður Jóns Baldvins krafðist þess að opinber rannsókn á hendur Jóni Baldvini vegna meintra ærumeiðinga yrði felld niður. Hér- aðsdómur hafnaði þeirri kröfu og Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð með dómi 15. desember. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir m.a.: „Í XXV. kafla almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum er að finna ýmis ákvæði um ærumeiðingar og brot gegn frið- helgi einkalífs. Sóknaraðili kveður að lögreglurannsókn sú sem um ræðir í þessu máli lúti að því hvort ærumeið- ing hafi beinst að látnum manni, sem óumdeilt er að var opinber starfs- maður. Í b. lið 2. töluliðar 1. mgr. 242. gr. laganna kemur fram, að hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða hef- ur verið opinber starfsmaður og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti eða öllu það starf hans, skuli slíkt mál sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans. Eftirlifandi börn hins látna, sem ærumeiðing á að hafa beinst að, geta borið fram kröfu um opinbera rannsókn sam- kvæmt ákvæðinu, sbr. 3. mgr. 25. gr. laganna. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.“ Mismunun þjóðfélagshópa Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður, sem er lögmaður Jóns Baldvins, segir dóm Hæstaréttar merkilegan að því leyti að rétturinn líti svo á að rétt sé að mismuna tveimur þjóðfélagshópum. „Hæsti- réttur telur að börn látinna embætt- ismanna hafi aðra réttarstöðu en börn annarra látinna manna, þegar reynir á hugsanleg meiðandi um- mæli um hinn látna,“ segir Ragnar. Að sögn hans hefur ekki reynt á þetta áður með beinum hætti fyrir dómi en þegar svona hafi staðið á, hafi afkomendur höfðað einkarefsi- mál. Ragnar segir að nauðsynlegt hefði verið að Hæstiréttur rökstyddi þessa afstöðu. Það hafi ekki verið gert heldur hafi Hæstiréttur tekið afstöðu án þess að rökstyðja hvers vegna heimilt væri að ganga gegn jafnræðisreglu stjórnskipunarinnar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Geta krafist rannsóknar á ummælum „Börn látinna embættismanna með aðra réttarstöðu en börn annarra“ Í HNOTSKURN »Eftirlifandi börn látinsembættismanns, sem æru- meiðing á að hafa beinst að, geta krafist opinberrar rann- sóknar skv. dómi Hæstaréttar. »Ragnar Aðalsteinsson hrl.segir gengið gegn jafnræð- isreglu stjórnarskrárinnar. SKÁKÞING Reykjavíkur – Skelj- ungsmótið – hefst sunnudaginn 7. janúar nk. kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk að jafnaði 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Um- ferðir verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 19 og á sunnudögum kl. 14. Verðlaun í Skeljungsmótinu hafa aldrei verið hærri, verða alls 245 kr. þúsund. Í aðalkeppninni verða verð- launin fyrir þrjú efstu sætin 100.000 kr., 60.000 kr. og 40.000 kr. Sigur- vegarinn hlýtur auk þess nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2006 og farandbikar til varðveislu í eitt ár. Verðlaun fyrir bestan árangur skákmanna undir 2.000 elóstigum (íslensk skákstig), bestan árangur kvenna og fyrir bestan árangur ung- linga undir 16 ára verða 15 þúsund krónur. Þátttökugjöld verða 3.500 kr. fyrir 16 ára og eldri og 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri. Skákþingið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Skráning er á heimasíðu TR www.skaknet.is og þar verður að finna nánari upplýsingar og kepp- endalista. Einnig er hægt að skrá sig í síma 895-5860 (Ólafur) eða í net- fangið rz@itn.is (Ríkharður). Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 28. janúar. 245 þúsund krónur í verðlaun SIGMAR B. Hauksson, varaformað- ur Astma- og ofnæmisfélags Ís- lands, segir ýmsa lungnasjúklinga hafa orðið illa úti á gamlárskvöld þegar svifryksmengun fór í 1.963 míkrógrömm á rúmmetra og hefur aldrei mælst meiri. Til viðmiðunar eru heilsuverndarmörk í Reykjavík 50 míkrógrömm á rúmmetra. „Aðstæðurnar voru nokkuð sér- stakar á gamlárskvöld, veður var mjög stillt þannig að reykur frá flugeldum og blysum lá mjög þétt yfir svæðunum og sjúklingar urðu því fyrir talsverðum óþægindum,“ segir Sigmar. „Það má þó segja að þetta sé smáræði miðað við þann vanda sem þetta fólk á við að stríða hvað varðar reykingar, sem fer verst með fólk. Þess vegna er gríð- arlega mikill áfangasigur að reyk- ingar skuli hafa verið bannaðar á veitingastöðum.“ Sigmar segir ýmislegt hægt að gera í þeirri viðleitni að minnka óþægindi öndunarfærasjúklinga á gamlárskvöld. „Reykur í skottertum og blysum er mjög slæmur og í hon- um eru ýmis efni sem engum eru holl. Ugglaust væri þó afar erfitt að takmarka notkun þessara hluta en hins vegar þyrftu yfirvöld að fara yfir það hvort takmarka ætti sölu á öflugustu skoteldunum sem eru sí- fellt að verða stærri og menga gríð- arlega. Eins þyrfti að kanna efnisinnihald þessara vara, því mér er tjáð að oft séu ekki mjög nákvæmar innihalds- lýsingar í flugeldum. Það væri kannski fyrsta skrefið að gera strangari kröfur að þessu leyti. Ef þetta verður verulegt vandamál þá mætti huga að því hvort aðeins mætti sprengja stærri tertur á ákveðnum stöðum.“ Veðurstofan vari fólk við mengun „Eins yrði mjög til bóta ef Veð- urstofan gæfi út viðvaranir vegna mengunar þannig að lungnasjúk- lingar gætu varast slæmar aðstæð- ur og verið heima við eða aukið lyfjainntöku. Nú eru gefnar út að sumri til töl- ur um frjókorn í náttúrunni sem gagnast mörgum vel en frjóofnæmi er sívaxandi vandamál. Það væri því mjög til bóta ef Veðurstofan gæfi út viðvaranir þegar líkur eru á mikilli mengun. Svo vill nefnilega til að astma- og ofnæmissjúklingum fjölg- ar og talað er um að þessi hópur sé 5–8% af þjóðinni,“ segir Sigmar. Morgunblaðið/Ómar Fallegt en mengar Hvatt er til að efnisinnihald flugelda verði skoðað vegna hættu á reykmengun af þeirra völdum. Gamlárskvöld var öndun- arfærasjúklingum erfitt Í HNOTSKURN »Veður var mjög stillt ný-liðið gamlárskvöld með þeim afleiðingum að flug- eldamengunarský hélst yfir borginni. »Svifryksmengunin vargríðarleg og fór í tæplega 2.000 míkrógrömm á hvern rúmmetra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.