Morgunblaðið - 04.01.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.01.2007, Qupperneq 22
|fimmtudagur|4. 1. 2007| mbl.is daglegtlíf Víða eru útsölur að hefjast þessa dagana og hægt að gera góð kaup. En hvað er það sem borgar sig að kaupa? » 24 útsölur Sól, sandur og sjór í Marsa Alam gáfu Brynju Tomer aftur orkuna í kulda og vetrar- skammdegi. » 25 Egyptaland Margt gesta mætti á opn- unarhátíð heilsuræktarinnar Átaks sem nýlega var opnuð á Akureyri. » 24 bæjarlífið Lax, ýsuflök, kjúklingur, heilsu- brauð, lýsi og vínber er meðal þess varnings sem er á tilboði þessa dagana. » 24 neytendur Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is „GÓÐAN dag og gleðilegt ár. Nú ætla ég að fá þrjú kíló af ýsuflök- um. Ég ætla að gefa strákunum ýsu í raspi í hádeginu,“ sagði Ágústa Einarsdóttir, sem rekur jarðvinnufyrirtæki og þarf að elda hádegismatinn fyrir starfsmennina á vinnudögum. Það er fiskur tvisv- ar í viku. „Þótt ég búi efst í Sala- hverfinu keyri ég eftir fiskinum alla leið hingað því hér fæ ég bæði ódýrasta fiskinn og bestu þjón- ustuna,“ sagði Ágústa í samtali við Daglegt líf, sem brá sér í heim- sókn til feðganna í Fiskbúðinni í Hófgerði í Kópavogi í gærmorgun. Þeir Finnbogi Hannesson og syn- irnir Hannes og Helgi Mar voru í óða önn að undirbúa annasama daga, sem framundan eru, enda er janúar alltaf góður fiskneyslumán- uður. Siginn fiskur og grásleppa „Fiskur er allra meina bót og aldrei of oft dásamaður. Við í fjöl- skyldunni erum mikið fisk- neyslufólk. Það var hins vegar al- veg bölvað að koma fiski ofan í strákana á unglingsárunum, en nú eru þeir sólgnir í fiskinn. Það er auðvitað persónubundið hvaða fiskur fólki finnst bestur, en per- sónulega er ég hrifinn af lúðunni og Klausturbleikjan finnst mér líka algjört sælgæti. Hér fæst líka siginn fiskur og grásleppa og svo er ég kominn með hrogn og lifur,“ segir Finnbogi, sem er vélvirki að mennt og starfaði sem slíkur til ársins 1986 að hann fór út í fisk- bransann. Sonurinn Hannes, sem er lærður trésmiður, er kominn á fullt með föður sínum í reksturinn, en Helgi Mar, sem er í Iðnskól- anum í Hafnarfirði að læra að verða pípari, kemur af og til í íhlaupastörf. „Kúnnarnir koma alls staðar að og hér ræðir fólk um landsins gagn og nauðsynjar. Það ríkir oft hálfgerð félagsheimilisstemning hjá okkur seinnipartinn enda þarf aldrei að bíða eftir kaffi- og mat- artímum.“ Fiskur engin lúxusvara Fiskkaupmennirnir kaupa allan sinn fisk hjá Íslandsmarkaði þar sem þeir setjast niður við tölvu í fiskbúðinni kl. 13.00 á daginn og bjóða í óséðan fisk vítt og breitt um landið. Í fiskborðinu má t.d. sjá heila ýsu á 480 kr. kg, roð- lausa og beinlausa ýsu á 1.080 kr. kg, nætursaltaða ýsu á 950 kr. kg og ýsu í raspi á 1.150 kr. kg. „Fiskur er engin lúxusvara. Hann er í raun mjög ódýr þegar á það er litið að roðlausa og beinlausa ýsan, sem er ekkert nema „filet“, kostar rétt yfir þúsund krónurnar á meðan filet af kjöti er aldrei undir þrjú þúsund krónunum.“ Auk heilla fiska og flaka prýða fiskboðið alls konar tilbúnir réttir, sem þeir feðgar búa til frá grunni, til að létta viðskiptavinunum mat- seldina í erli dagsins. Sérstakt orðspor hefur farið af fiskbollum þeirra feðga sem eru fullsteiktar og tilbúnar til upphit- unar, ýmist á pönnu eða í ofni. Þeir neita þó algjörlega að láta uppskriftina af hendi þar sem þeir segja að hún sé fjölskylduleynd- armál. Í sárabætur fær blaðamað- ur uppskrift að plokkfiski, sem er sívinsæll og ávallt til í borðinu ásamt öðrum girnilegum „til- búnum“ fiskréttum, sem runnu út eins og heitar lummur í fiskbúð- inni í gær. „Fiskbollurnar eru fjölskylduleyndarmál“ Morgunblaðið/Ásdís Línuýsan Fisksalinn Hannes Finnbogason flakar hér glænýja ýsu af línu- bátnum Gunnari afa sem er frá Ólafsvík. Sérstakt orðspor hefur farið af fiskbollum þeirra feðga sem eru full- steiktar og tilbúnar til upphitunar, ýmist á pönnu eða í ofni. Þeir neita þó algjörlega að láta uppskriftina af hendi þar sem þeir segja að hún sé fjölskyldu- leyndarmál. Í sárabætur fær blaðamaður uppskrift að plokkfiski sem þeir segja að sé sívinsæll og ávallt til í fiskborðinu hjá þeim. 500 g ýsa eða þorskur 2 dl mjólk 1 laukur hveiti 50 g smjörlíki ½ dl fisksoð salt og pipar eftir smekk og annað krydd, til dæmis karrí eða sí- trónupipar Fiskurinn soðinn og soðið tekið frá. Laukurinn fínsaxaður og settur í pott með mjólk, soði, pipar og kryddi eftir þörfum. Þá er búin til smjör- bolla úr hveitinu og smjörlíkinu og bætt út í eftir að suðan er komin upp í pottinum. Að endingu er fiskurinn settur saman við og soðnar kartöflur brytjaðar niður og settar líka saman við. Sumir kjósa þó að hafa kartöfl- urnar sér. Feðgaplokk- fiskurinn Jóna Guðmundsdóttir hefur settsér að yrkja limru á dag á bloggi sínu www.jona-g.blog.is. Og fyrsta limran var ort 30. desember um dauðadóm Husseins: Hann hefur vart hugsað til enda er til Helvítis ætlar að senda grályndan Huss – einn galvaskur Bush að þar sjálfur mun líklegast lenda Og Jóna orti daginn eftir þegar geisladiskur barst frá Alcan inn á heimili Hafnfirðinga: Ég veit að ég mikils hef misst af menningarauka og list að fá ekki Bó sem um bréflúgur fló á kostnað Rannveigar Rist. Og á nýársdag orti hún meðal annars um hækkun á aðgangseyri í sund: Vilhjálmur léttur í lund loforðin efndi um stund. En góðverkum fækkar því fljótlega hækkar um fjórðung gjaldið í sund. Svo heyrði hún af því að umræðuþátturinn Kryddsíldin hefði verið styrktur af Alcan þetta árið. Jafnframt að stjórnmálamenn í þættinum hefðu hneykslast á því. Hún veltir því upp hvort þeir hafi aldrei heyrt hið orðkveðna: „There is no such thing as a free lunch“ og yrkir: Síst er það sannleikur nýr og setningin um það er skýr, (þótt sumir því gleymi): „Í gjörvöllum heimi fæst enginn málsverður frír“ pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Limra á dag HEIMÞRÁ á háu stigi getur orðið að virkilegum veik- indum. Margt ungt fólk þjáist svo ákaflega af heimþrá að það hefur heilmikil áhrif á daglegt líf þeirra og gjörðir. Þeir sem verða helteknir af heimþrá eiga það til að hætta að borða eðlilega og svefninn vill líka rask- ast verulega. Eins einangrast þessir einstaklingar fé- lagslega og lærdómurinn fer oft fyrir ofan garð og neð- an hjá þeim sem eru í skóla fjarri heimili sínu og fyrirmyndar nemendur hrapa niður í einkunnum. Svo segir á vefmiðli MSNBC þar sem skýrt er frá nið- urstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Banda- ríkjunum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar er bent á nokkur at- riði fyrir lækna og foreldra til að þekkja þá þætti sem geta valdið sjúklegri heimþrá, en ungt fólk sem er að fara að heiman í fyrsta sinn er þar í mestri áhættu. Hvort sem heimþráin gæti gripið um sig í sum- arbúðum, á skólaheimavist eða á sjúkrahúsi, þá er full ástæða til að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir. Þau börn sem hafa aldrei gist annarsstaðar en heima hjá sér eru í mikilli hættu með að verða haldin sjúklegri heimþrá og sama er að segja um þau börn sem hafa litl- ar væntingar til þess staðar sem þau eru að fara á og ráða litlu um aðstæðurnar sem þau eru sett í. Til að auðvelda langtíma aðskilnað og draga úr hættu á heimþrá, er best að undirbúa barnið vel. Gott er að æfa barnið í því að dvelja fjarri heimili sínu og leyfa því að vera með í öllum ákvörðunartökum í tengslum við fjarveruna. Sjúkleg heimþrá Morgunblaðið/Ásdís Vanlíðan Margir hafa sig vart undan sænginni vegna mikillar heimþrár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.