Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LOKSINS FÁANLEG AFTUR Á ÍSLANDI BÓKIN SEM BREYTT HEFUR LÍFI MARGRA TIL HINS BETRA Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is DYNJANDI lófaklapp við lok fé- lagsfundar Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra í gær endurspeglaði skýran vilja fundarmanna til að veita stjórn FÍF óskorað umboð til að undirrita samkomulag félagsins við Flugstoðir ohf. en upp úr viðræðum FÍF og Flugstoða slitnaði á þriðju- dagskvöld eftir að náðst hafði nið- urstaða um lífeyrisréttindi flugum- ferðarstjóra. Einnig ítrekuðu Flugstoðir að flugumferðarstjórum yrðu tryggð sömu kjör og réttindi og þeir höfðu meðan þeir voru starfs- menn Flugmálastjórnar Íslands. Stjórn FÍF vildi hins vegar ekki mæla með því að félagsmenn gengju til liðs við Flugstoðir nema bera nið- urstöðurnar undir félagsfund og fékkst úr því skorið í gær með því að afstaða félagsfundarins var mjög skýr; stjórn FÍF var veitt samnings- umboð. „Við fengum umboðið og nú er ekkert því til fyrirstöðu að við getum skrifað undir samkomulagið standi það enn þá,“ sagði Loftur Jóhanns- son, formaður FÍF, eftir fundinn í gær. Hann bætti þó við að engin trygging væri samt fyrir því að sam- komulagið stæði FÍF enn til boða í gær. „Ég er tilbúinn til að skrifa undir samninginn og nú þarf ekki þann fyrirvara sem við þurftum í gær [þriðjudag].“ Loftur var að reyna að ná sambandi við Ólaf Sveinsson, stjórnarformann Flugstoða, strax að loknum fundinum sem lauk um klukkan 15, til að bera honum tíð- indin. „Við vissum hvað félagsmenn FÍF vildu og vorum tilbúnir til að gera samning við Flugstoðir í samræmi við það, en þurftum samt að fá sam- þykki félagsfundar fyrir því sem við vorum að gera.“ Á félagsfundinum var farið yfir samkomulagið og síðan greidd at- kvæði um samningsumboð stjórnar FÍF. „Þetta er auðvitað tímamóta- fundur ef Flugstoðir eru tilbúnar til að skrifa undir samninginn sem þær voru tilbúnar að skrifa undir í gær,“ sagði Loftur. Stjórn FÍF fékk óskorað umboð félagsmanna Samkomulag var síðan undirritað í gærkvöldi Morgunblaðið/Ásdís Fundað Flugumferðarstjórar hittust í gærdag en í gærkvöldi undirritaði Félag íslenskra flugumferðarstjóra samkomulag við Flugstoðir ohf. FULLT tungl var í gær en sem kunnugt er hefur tunglið fjölþætt áhrif á líf okkar og er nærtækast að nefna sjávarföllin. Glæstur vetrarmáninn skein yfir Jarlhettum við Langjökul og varpaði dulúðugri birtu yfir landið. Máninn hátt á himni skín Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson DR. ÓLÖF Ein- arsdóttir, pró- fessor og skorar- formaður við efnafræði- og líf- efnafræðideild Kaliforníuhá- skóla (University of California) í Santa Cruz í Bandaríkjunum hefur verið heiðr- uð af Samtökum bandarískra raun- vísindamanna (Amerian Association for the Advancement of Science – AAAS). Var Ólöf útnefnd sérstakur félagi í samtökunum. Þessi samtök eru stærst slíkra samtaka í heim- inum, stofnuð árið 1848, og gefa m.a. út tímaritið Science sem er út- breiddasta tímarit í heimi fyrir rit- rýndar vísindagreinar á sviði raun- vísinda. Viðurkenningu þessa hlaut Ólöf fyrir rannsóknir sínar á mikilvægu ensími eða lífhvata í öndunarkeðj- unni sem nefnist „sýtókróm oxídas“ og gegnir því hlutverki að vinna orku úr matarsameindum. Braut- ryðjendastarf Ólafar felst í þróun tæknilegrar aðferðar sem beitt er til þess að hrinda af stað efnahvarfi þessa lífhvata og súrefnis með leysi- geisla. Með því að taka rófrit af hvarfinu með leifturhraða, allt að einum hundrað milljarðasta hluta úr sekúndu, hefur Ólöfu og samstarfs- mönnum hennar tekist að finna leið- ir til þess að kortleggja þau efna- hvörf og sameindabreytingar sem liggja að baki þessu grundvallarferli í orkubúskap lífvera. Ólöf er dóttir hjónanna Svövu Ágústsdóttur og Einars Sigurðsson- ar útgerðarmanns. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands í efnafræði árið 1980 og lauk doktorsprófi frá Col- orado State University í Bandaríkj- unum árið 1986. Hún hefur starfað við efna- og líffræðideild University of California í Santa Cruz í Banda- ríkjum síðan 1989. Ólöf er gift David Deamer pró- fessor og eiga þau tvær dætur. Heiðruð fyrir vísindastörf Rannsakaði lífhvata í öndunarkeðjunni Dr. Ólöf Einarsdóttir BAUGUR Group sendi frá sér eft- irfarandi tilkynningu í gær vegna hvalveiða Íslendinga: „Ekki er langt síðan sjávarút- vegur var okkar eina útflutnings- grein. Efnahagur Íslendinga var al- gerlega undir þessum iðnaði kominn og var því ekki óeðlilegt að afstaða okkar til hvalveiða hafi verið í eina átt, þær væru nauðsynlegar. Gríðarleg útrás fyrirtækja En tímarnir breytast og þarfirnar með. Útrás íslenskra fyrirtækja hef- ur verið gríðarleg á undanförum ár- um og fer vaxandi hvort sem um ræðir á sviði tísku, lyfjaframleiðslu, matvöru, bankastarfsemi eða tónlist- ar svo fátt sé nefnt. Þessi þróun er rétt hafin og aðeins tímaspursmál hvenær þessar greinar munu færa okkur jafn miklar tekjur og sjávar- útvegurinn gerir nú. Breytingarnar hafa gert það að verkum að nú þurf- um við að horfa til fleiri þátta en þeirra sem snúa einungis að sjávar- útveginum. Mikil andstaða í heiminum Mikil andstaða er gagnvart hval- veiðum í heiminum í dag hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Fólk í ferðaþjónustu hér á landi hefur ótt- ast mjög þau áhrif sem hvalveiðar Íslendinga kunna að hafa en sam- kvæmt Samtökum ferðaþjónustunn- ar hafa fjölmargir afpantað bókanir hingað til lands vegna ákvörðunar stjórnvalda um að hér skuli hvalir veiddir. En það er ekki bara ferðaþjónust- an sem á í vanda. Fyrirtæki erlendis í eigu Íslendinga hafa mörg hver átt í erfiðleikum vegna málsins því fjöl- margir hópar hafa hótað því að hætta að versla við þessi fyrirtæki nema hvalveiðum Íslendinga verði hætt hið snarasta. Hvalveiðar eru því farnar að skaða íslensk fyrirtæki og hugsanlegan áframhaldandi vöxt þeirra í framtíð- inni. Færa þarf fórnir Sjávarútvegurinn er og verður Ís- lendingum ávallt mikilvægur. Hins vegar hafa aðrar greinar verið að ryðja sér rúms í alþjóðlega við- skiptasamfélaginu og það með góðu gengi. Við getum öll verið sammála um að best sé að útflutningstekjur þjóð- arinnar komi frá fleiri en einum geira, enda hefur áhættan hingað til verið töluverð. Ekki ætti að koma á óvart að einhverju þurfi að fórna til að svo verði. Hefur Baugur Group því tekið þá ákvörðun að lýsa yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga.“ „Hvalveiðar farnar að skaða íslensk fyrirtæki“ FLUGSTOÐIR ohf. hafa kært mann til lögreglu fyrir að hafa truflað fjar- skipti við farþegaflugvél í aðflugi að Akureyrarflugvelli í fyrradag. Maðurinn, sem gegndi starfi flug- umferðarstjóra á Akureyrarflugvelli til nýliðinna áramóta, er grunaður um að hafa komist inn á samskipta- rás Fokker-farþegaflugvélar Flug- félags Íslands þegar hún var að bú- ast til lendingar á Akureyri í hádeginu í fyrradag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins heyrði flugmaður annarrar nærstaddrar flugvélar einnig þegar einhver kom inn á samskiptarásina og viðhafði miður falleg orð um þá sem voru við störf í flugturninum. Þessi óvænta innkoma á samskipta- rásina mun ekki hafa heyrst í flug- turninum. Flugstjóri Fokker-flugvélarinnar gaf síðan skýrslu um atvikið í flug- turninum eftir lendingu. Beindist strax grunur að fyrrgreindum ein- staklingi. Varðstjóri í flugturninum mun síðan hafa kært atvikið til lög- reglu enda talið að það bryti í bága við lög. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Akureyri í gær höfðu engar yfirheyrslur þá farið fram vegna málsins. Enginn verið yfir- heyrður Truflun á fjarskipt- um flugvélar kærð RANNSÓKNIN á brunanum í fisk- mjölsverksmiðju Ísfélags Vest- mannaeyja er í fullum gangi og verð- ur haldið áfram af fullum krafti þrátt fyrir synjun Hæstaréttar um heim- ild til lögreglunnar að skoða sms- sendingar á tilteknum tíma 16. des. sl. Karl Gauti Hjaltason sýslumaður segir að þeir muni nú einbeita sér að öðrum þáttum málsins. Rannsóknin sé á fullu og nú séu tveir rannsókn- arlögreglumenn frá Reykjavík lög- regluyfirvöldum í Vestmannaeyjum til aðstoðar og ekkert verði til sparað til þess að upplýsa málið. Lagður hafi verið mikill mannafli í rannsókn- ina og þessi beiðni um úrskurð vegna sms-sendinga hafi bara verið einn þáttur rannsóknarinnar. „Við leggj- um allt kapp á að leitast við að upp- lýsa þetta,“ sagði Karl Gauti. Rannsókn í fullum gangi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.