Morgunblaðið - 04.01.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 04.01.2007, Síða 25
 Frásagnir og ummæli um ýmsa ferðamannastaði (á ensku): www.tripadvisor.com.  Ferðir um Egyptaland: www.touregypt.com.  Þýskar ferðaskrifstofur sem skipuleggja ferðir til Egyptalands: www.jahnreisen.de www.tui.de. www.tce.reisen.de.  Um köfun í Rauðahafinu: www.diving-world.com/redsea- mersa_alam.html.  Um Kahramana-hótel (skelfileg tónlist fylgir vefsíðunni): www.kahramanaresort.com/  Til að skoða hótelið sem rætt er um í greininni þarf að velja: Kahr- amana beach resort. Það var nístingskuldi og niða-myrkur þótt næstum værikomið hádegi. Auðvitað varþetta í janúar og vitaskuld á Íslandi. Ég hugsaði landnáms- mönnum þegjandi þörfina fyrir að hafa látið sér detta í hug þá enda- leysu að nema hér land, á hjara ver- aldar. Við því var þó lítið annað að gera, fannst mér, en skipuleggja flótta í átt að miðbaug, þar sem sólin skín og veðrið er gott allan ársins hring. Marsa Alam er ekki jafn þró- aður ferðamannastaður og Sharm El Sheik og Hurighuada, sem eru vin- sælir baðstrandarbæir í Egyptalandi. Verið er að byggja svæðið upp af tals- verðum krafti og er áhersla lögð á hótel í háum gæðaflokki. Sérvitrir Þjóðverjar og Ítalir, ásamt áhuga- mönnum um köfun, vita af þessum stað sem liggur sunnarlega við Rauða hafið, skammt frá Súdan. Ekki í göngufæri Við ákváðum að kaupa ferð með þýskri ferðaskrifstofu, töldum víst að Þjóðverjum væri treystandi, enda þekktir fyrir að láta ekki bjóða sér hvað sem er. Og ekki klikkuðu Þjóð- verjarnir, allt stóðst sem þeir höfðu lofað og þjónustulipurð ásamt ótal- mörgum brosum egypska starfs- fólksins voru ánægjuleg viðbót. Kahramana-hótelið er við sjóinn, í himnesku umhverfi. Lítil veröld hef- ur verið byggð upp í kringum hótelið og voru það mikil vonbrigði fyrsta kvöldið að átta sig á því að ekki var hægt að fara í gönguferð „niður í bæ“. Það er enginn bær í göngufæri og það eina sem er í boði er gervi- þorpið sem byggt hefur verið upp í kringum erlenda ferðamenn; versl- anir, veitingastaðir og barir. Draumurinn um rómantíska kvöld- göngu í alvöru egypsku þorpi varð, í einu vetfangi, að engu. Við vorum innikróuð – eyðimörkin á aðra hönd og Rauðahafið á hina. Allir regnbogans litir í sjónum Daginn eftir vorum við ákveðin í að sætta okkur við „tilbúna“ heiminn og njóta til fullnustu þess sem í boði var. Í ljós kom að það var býsna margt, ólíkt því sem við höfðum gert okkur í hugarlund. Við snorkluðum t.d. í fylgd sér- fróðs Egypta sem leiddi okkur um undirheima innan um fiska, kóralrif og risaskjaldbökur. Sá heimur sem tilheyrir Rauðahafinu er með ólík- indum. Litadýrðin neðansjávar er einstök og sú tilfinning að synda með gulum fiskum, bláum og rauðum, inn- an um kóralrifin, er þess eðlis að henni verður ekki lýst með orðum. Dagsferð til El Quesir, þorps í rúmlega 100 kílómetra fjarlægð frá Marsa Alam, kostaði um 5.000 krón- ur með bíl og bílstjóra sem hótelið út- vegaði. Bíllinn var nýlegur og bíl- stjórinn kunni ágæt skil á því helsta sem varðaði líf þorpsbúa og sögu þeirra. Raunar voru tilraunir hans til að fá okkur til að versla við vini og vandamenn svolítið aumkunarverðar, en að öðru leyti reyndist hann prýð- isgóður fararstjóri. Við fórum á úlföldum inn í eyði- mörkina í fylgd fararstjóra, og feng- um einnig að reyna okkur í eyðimerk- urreið á baki arabískra hesta gegn vægri þóknun eða sem samsvarar nokkur hundruð krónum. Ein vika leið of hratt, svo næst þegar við förum verðum við lengur. Tvær vikur í tilbúnum heimi er senni- lega hæfilegt. Hvað kostar ævintýrið? Heildarkostnaður við Egypta- landsferð af þessu tagi er á bilinu 400–500.000 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu frá Íslandi og er um fjórð- ungur verðsins falinn í flugi héðan til Þýskalands. Ég mæli með því að menn kaupi sér ferð þar sem allur matur er innifalinn, því kostnaður við vatn, snarl og aðrar „nauðsynjar“ er tiltölulega hár á þessum slóðum. Áhugamenn um vín ættu að róa á önnur mið, Egyptar eru múslimar og neyta ekki áfengis sjálfir, sem verður hverjum manni ljóst sem bragðar á egypsku víni, enda er þar á ferðinni nánast ódrykkjarhæft glundur. Þeir sem velja þriggja stjörnu hót- el í Evrópu ættu að velja 4–5 stjörnu hótel í Egyptalandi. Hótelherbergi sem snúa að sjónum eru nokkru dýr- ari en önnur, en sá aukakostnaður er vel þess virði, enda óviðjafnanlegt að sofna og vakna við öldugjálfur. Hraðbankar hafa ekki náð sömu útbreiðslu í Marsa Alam og í Evrópu og erfitt getur verið að nálgast reiðufé með kreditkorti. Hraðbank- inn á Kahramana-hótelinu var t.a.m. bilaður allan tímann sem við vorum þar, þótt starfsmaður hafi sagt á fyrsta degi að hann yrði kominn í lag eftir hálftíma. Tímaskynið er ekki hið sama alls staðar í heiminum. Til- gangslaust er að hafa með sér far- tölvu, því ómögulegt er að komast í netsamband. Vegabréfsáritun er afgreidd við komu til landsins og kostar nokkur hundruð krónur. Mjög strangar regl- ur gilda um inn- og útflutning. Um innflutning áfengra drykkja gilda svipaðar reglur og á Íslandi, og stranglega er bannað að taka með sér kórala eða aðrar náttúruminjar úr landi. Töskur eru gegnumlýstar þeg- ar farþegar fara úr landi og ströng viðurlög eru við útflutningi á frið- lýstum náttúruminjum. Í Egypta- landi tíðkast að gefa bílstjórum og þjónum þjórfé og þeir eru jafnglaðir hvort sem þeir fá egypsk pund eða evrur. Þjónar og annað starfsfólk í Marsa Alam talar ágæta ensku, þýsku og ítölsku, svo framarlega sem umræðuefnið er þeim að skapi, því þegar þeim hugnast ekki umræðan eru þeir snöggir að gleyma öllu nema því sem raunar er mikilvægast: að brosa. Sérstakt Hönnun Kharamana-hótelsins er skemmtileg. Hér er eins og ein af þremur sundlaugum hótelsins renni saman við Rauða hafið. Stefnumót við sólina Þar sem myrkur og rysjótt veðrátta eru einkenni ís- lenskra vetra telur Brynja Tomer að menn hafi gott af stefnumóti við sólina yfir háveturinn. Hún trúir á mátt sólar og hvetur vinnuveitendur til að gefa þeim starfsmönnum sjö daga vetrarfrí sem kjósa að sækja sér orku og þrek í sólarljós á suðrænum slóðum. Frumlegt Í Bedúínatjaldi, sem er einn af veitingastöðum hótelsins, er öll- um boðið upp á te og vatnspípu. Ferðamenn fá milt tóbak með hunangs- keim, en heimamenn reykja kolsvart og sterkt tóbak úr þessum pípum. Ljósmynd/Brynja Tomer Notalegt Hótelherbergin eru um fimmtíu fermetrar og eru í þessum hús- um sem byggð eru úr náttúrulegum efnum úr nágrenninu. Gróðurinn er þá fallegur og ströndin þykir skemmtileg. ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 25 Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com NNFA QUALITY Páskaferð til Orlando GB-ferðir standa fyrir tíu daga páskaferð til Orlando í Flórída dag- ana 30. mars til 9. apríl 2007. Gist verður á glæsihótelinu Omni Orlando Resort at Champions- Gate. Hótelið þykir barnvænt og því fylgja tveir átján holna golf- vellir, sem hannaðir voru af Greg Norman auk níu holu æfingavallar. Allir vellirnir eru í göngufæri frá hótelinu. Walt Disney World er í aðeins í tíu mín. fjarlægð frá hótelinu og eru ferðir í skemmtigarðinn í boði. Almennt verð á mann í tvíbýli er 163 þúsund krónur, en MasterCard- verð á mann í tvíbýli er 153 þúsund kr. Tilboð þetta miðast við að bók- að sé í ferðina fyrir 1. febrúar. Kínaklúbburinn í vorferð Unnur Guðjónsdóttir verður leið- sögumaður í 22 daga ferð um Kína dagana 19. apríl til 10. maí nk. á ári gríssins, samkvæmt kínversku tímatali. Farið verður vítt og breitt um landið og farið í fjórar flug- ferðir innanlands og með skipum og langferðabílum. Í Peking verður Forboðna borgin skoðuð. Gengið verður um stærsta torg í heimi, Torg hins himneska friðar. Lama Búdda klaustrið verður heimsótt og Hof Konfúsíusar, en þar getur að líta risastórar steintöflur sem fræði Konfúsíusar eru höggvin í. Farið verður í RITAN, Garð sól- arinnar og Hof himinsins heimsótt, en aðalbygging þess þykir vera með sérstæðustu byggingum heims. Sumarhöll keisaranna verð- ur heimsótt og Ming-grafhvelfing frá 17. öld. Gengið verður á Kína- múrnum, sem er í 50 km fjarlægð frá Beijing. Stórborgin Zian verður heimsótt svo og Guilin í Suður- Kína. Í Sjanghæ verður nátt- úrugripasafnið og eitt besta forn- minjasafn landsins skoðað og farið veriður til Suzhou, miðpunkts silki- iðnaðarins. Morgunblaðið/Sverrir vítt og breitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.