Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 37 ✝ Áslaug Stef-ánsdóttir frá Mörk fæddist 13. maí 1922. Hún lést á hjúkrunardeildinni í Hlíð sunnudaginn 24. desember síðast- liðinn. Áslaug var elst af sjö börnum hjónanna Stefáns Tryggvasonar og Hólmfríðar Sigurð- ardóttur á Hallgils- stöðum. Árið 1941 giftist Áslaug Arnþóri Guðnasyni frá Lundi, f. 25. apríl 1908, d. 25. maí 1978. Bjuggu þau í Mörk þar til Arnþór lést. Börn þeirra eru fimm, þau eru: 1) Stef- án, fyrri kona Rebekka Jóhann- esdóttir, þau eiga tvær dætur. Seinni kona Kristjana Kristjánsdóttir. 2) Guðríður Herdís, gift Kristjáni Jóns- syni, þau eiga fjög- ur börn. 3) Guðni Þorsteinn, kvæntur Guðrúnu Jóns- dóttur, þau eiga fimm börn. 4) Gunn- hildur, gift Davíð Herbertssyni, þau eiga sex börn. 5) Fríða. Langömmubörn Áslaugar eru 27. Útför Áslaugar verður gerð frá Hálsi í Fnjóskadal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kærleik- urinn býr. (Davíð Stefánsson) Margs er að minnast við fráfall Ásu frá Mörk, og á þessum tíma- mótum vil ég þakka gæsku hennar við mig og dætur mínar. Í mínum huga var hún mikil og góð amma, alltaf gott að koma í Mörk og njóta hlýju og ómældrar gestrisni hennar. Ekkert var of gott fyrir barna- börnin og rúsínu-, sveskju- eða súkkulaðibirgðir heimilisins hurfu fljótt ofan í stelpurnar ásamt íseign ömmu. Eldri stelpan vaknaði eitt sinn upp kl. 12 að kvöldi og bað ömmu sína um ís, næstum heill ís- pakki hvarf ofan í stelpuna áður en hún datt út af – sjaldan sagði amma nei við barnabörnin. Það rifjast líka upp þegar nafna hennar litaði hárið á ömmu, ekki tókst betur til en svo að síða fallega hárið hennar varð bleikt, og þannig varð amma að koma í skírnarveislurnar það árið, mikið var hlegið að þessu uppátæki en mest hló þó amma sjálf. Fjörugt var í Markareldhúsinu þegar Ása var að rifja upp einhver prakkarastrik barna eða barna- barna. Þá minnist ég þess þegar stofuklukkan endaði frammi í skúr, því Hellustelpa gat ekki sofið fyrir klukkuslætti. Áslaug var líka einstök handa- vinnukona og eitt árið saumaði hún upphluti á átta barnabörn og mikið var gaman að sjá stelpurnar í þess- um skartklæðum. En hláturinn í eldhúsinu er þagnaður fyrir mörg- um árum og ættmóðirin, sem átti börn, systkini og venslafólk á öðrum hverjum bæ, flutti burt úr dalnum sem hún unni svo mjög, en allir voru búnir að gera sitt besta, ein þó mest, til að hún gæti verið í sveitinni sem lengst, en allt tekur að lokum enda. Ása í Mörk var vinur vina sinna og ég var svo heppin að vera í þeim hópi, en hún var ekki allra og hafði sterkar skoðanir um menn og mál- efni, þannig sópaði að henni eins og hennar frændgarður er þekktur fyr- ir. Alltaf verð ég þakklát Ásu þegar ég flaug norður eftir uppskurð þar sem stelpurnar voru komnar til hennar, þá sá ég best hvað hún var hjartastór og mikið var notalegt að leggjast í rúmið og njóta aðhlynn- ingar hennar. Kannski sá ég í henni þá móður sem mig vantaði í upp- vexti mínum og alltaf mun ég blessa minningu hennar. Góð kona er gengin, guð blessi hana. Sendi börnum, barnabörnum og ættingjum samúðarkveðjur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Rebekka Jóhannesdóttir. Kæra amma, ég vaknaði við það á aðfangadagsmorgun að mamma hringdi til að segja mér að þú hefðir verið að deyja. Það er svo skrítið að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur, drekka með þér sterkt kaffi og spjalla um lífið og tilveruna eins og við gerðum stundum við eld- húsborðið í Mörk. Það var alltaf mikill gestagangur hjá þér en alltaf hafðir þú samt tíma til að spjalla við okkur ömmubörnin. Á eldhúsborð- inu voru oftast prjónar eða önnur handavinna sem þú greipst í þegar þú tylltir þér niður og alltaf var til eitthvert góðgæti með kaffinu. Við vorum oft mörg barnabörnin í einu hjá þér og þú lánaðir okkur nauð- synlegustu áhöld sem við þurftum til sílaveiða, þar á meðal stóra plast- sigtið, þrátt fyrir mótmæli mæðra okkar, sem reyndist afar happa- drjúgt í þeim efnum. Elsku amma, ég á sennilega eftir að hugsa oft til þín þegar ég sé bóndarós, sykruð jarðarber eða drekk sterkt kaffi. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Áslaug. Áslaug Stefánsdóttir ✝ Jóhanna MaríaJóhannsdóttir fæddist í Holtum á Mýrum á Hornafirði 16. september 1920. Hún lést á sjúkra- húsinu í Neskaup- stað 22. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jóhann Árna- son búfræðingur, f. 4.11. 1897, d. 12.9. 1950, og Jónína Kristín Benedikts- dóttir, f. 31.1. 1888, d. 19.8. l981. María ólst upp á Kirkjubóli á Fáskrúðsfirði elst fimm systkina. Hin eru Sigríður, f. 8.3. l923, Álfheiður, f. 31.1. 1926, d. 24.1. 1996, Ármann, f. 1.8. 1928, og Ásdís, f.10.1. 1933, d. 21.10. 1959. Hinn 28. maí 1950 giftist María Óskari Valdórssyni, f. 10.10. 1915, d. 5.12. 1981. Allan sinn búskap bjuggu þau á Ósi á Reyðarfirði. Eftir andlát Óskars byggði María sér parhús við Árgötu 3 og átti þar heima til æviloka en síðasta æviárið dvaldi hún að mestu á hjúkr- unarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðs- firði. María lærði kjóla- saum í Reykjavík og vann við saumaskap mikinn hluta ævinn- ar. Auk þess vann hún við fisk- vinnslu. Hún hafði mjög góða söngrödd og söng með kirkjukórum fyrst á Fáskrúðsfirði og síðan á Reyð- arfirði. Útför Maríu verður gerð frá Reyðarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Maja, þú sem varst okkur svo kær ert nú farin frá okkur eftir langa og farsæla ævi. Við systur- dætur þínar vorum svo heppnar að fá að njóta samvista við þig oft á ári jafnvel þó þú byggir hinum megin á landinu. Við heimsóttum þig á sumr- in og alltaf tókstu jafn vel á móti okkur. Í minningunni var alltaf gott veður hjá þér á Reyðarfirði og ynd- islegt að ganga um blómum skrýdda garðinn þinn og rölta upp með ánni. Hvert vor í kringum afmæli mömmu og alltaf í sláturtíðinni á haustin komstu til okkar. Það var gaman hjá okkur. Sérstaklega var gaman þegar þær systur Maja og Sigga sungu fyrir okkur, fóru með gamlar þulur og sögðu sögur. Það var alveg sama hvort þú varst að vinna við sláturgerðina eða í saumaskap alltaf varst þú jafn fín og vel til höfð. Það var ómetanlegt fyrir okkur að eiga þig að og geta leitað til þín. Elsku Maja, takk fyrir samfylgd- ina. Við minnumst þín með þakklæti í hjörtum. Þínar Jóhanna og María. Sveitungarnir heima kveðja einn af öðrum, gjöfulir góðvinir og kærir kunningjar bernsku, æsku og full- orðinsára hverfa í tímans hyl og skilja eftir sig ákveðið tóm í hug- anum en jafnframt munabjartar minningar. Hún er ljúf í huganum minningin um hana Maju á Ósi eins og okkur var svo tamt að kalla hana. Þar fór mannkostakona, hógvær og hæv- ersk með hlýtt bros á vörum þegar fundum bar saman, enda átti gleðin góð þar gott athvarf. Hún var fríð kona, lágvaxin og nettvaxin og bauð af sér hinn bezta þokka. Hún lét ekki mikið fyrir sér fara, en hún var ákveðin í skoðunum, prýðisgreind eins og þau önnur Kirkjubólssystkin og henni lágu orð létt á tungu. Hún var með afbrigðum myndvirk enda léku saumnálin og saumavélin í höndum hennar og fjölmarga flíkina fullgerði hún með fáguðu hand- bragði, listahög kona sem hafði af saumaskap sínum, atvinnu, og eng- inn svikinn af hennar handverki. Hún Maja var lengi einn næsti ná- granni okkar og hún var granni eins og þeir gerast beztir. Það má alveg segja frá því að garðurinn okkar í Sandhólum blasti við neðan frá Ósi og ef Maja sá óboðna ferfætlinga í garðinum árla morguns eða í annan tíma hringdi hún til að láta vita, svo ekki yrðu frekari spjöll af þeirra völdum. Svona var hjálpsemi hennar í öllu þar sem hún kom að málum. Hún átti sannarlega góðan eigin- mann, þar fóru samhent og samvalin hjón, eignuðust kyrrlátt og elskulegt heimili, hann Óskar fór aðeins alltof fljótt héðan af heimi, henni sannur harmdauði. Það var gott að líta inn hjá þeim hjónum á sínum tíma, Óskari og Maju, alltof sjaldan þó, þar var hjartahlýjan í öndvegi og heimilið fallegt og smekklegt. Það var gaman að spjalla við þau hjónin, Óskar með sína hárfínu kímni og hún með sínar yndislegu athugasemdir um lífið og tilveruna, smástríðin og glettin, ekki sízt þegar talið barst að stjórnmál- um. Við minnumst hennar Maju með miklu þakklæti fyrir gengnar, góðar stundir og biðjum henni allrar bless- unar á ókunnum leiðum eilífðarinn- ar. Systkinum hennar eru sendar einlægar samúðarkveðjur. Jóhanna Þóroddsdóttir, Helgi Seljan. Jóhanna María Jóhannsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA STEINGRÍMSDÓTTIR, Hjallaseli 55, Seljahlíð, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 13.00. Edvard K. Kristensen, Kristín Kristensen, Guðmundur H. Jónsson, Ingibjörg Árný Kristensen, Steinunn Kristensen, Tómas Stefánsson, Jón Valgeir Kristensen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐMUNDU SJAFNAR SÖLVADÓTTUR, Einigrund 4, Akranesi. Jakob Sigtryggsson, Sölvi F. Jóhannsson, Sólveig Hólm, Anna S. Ólafsdóttir, Úlfur Úlfarsson, Trausti Ægir Ólafsson, Silja Sjöfn Sölvadóttir, Sara Mist Sölvadóttir, Telma Sif Sölvadóttir, Kristján Jakobsson, Guðbjörg Jakobsdóttir, Steindór Jakobsson, Guðlaug M. Jónsdóttir, Ásgeir Sölvason, Ingibjörg Sölvadóttir, Lilja Sölvadóttir, Guðbjörn Sölvason. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Tjarnargötu 25, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. janúar kl. 14.00. Vilmar Guðmundsson, Margrét Vilmarsdóttir, Reynir Guðjónsson, Alexander Vilmarsson, Lilja Friðriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA AUÐUNSSONAR skipstjóra og skipaskráningarmanns, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 4. janúar kl. 15.00. Blóm afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hins látna, láti Slysavarnafélagið Landsbjörg eða Umönnun, félag langveikra barna, njóta þess. Gunnfríður Ása Ólafsdóttir, Ólafía Ingbjörg Gísladóttir, Ari Jónsson, Auðun Pétur Gíslason, Viggó Kristinn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, MAGNÚS E. BALDVINSSON úrsmíðameistari, Hvassaleiti 58, Reykjavík, sem lést laugardaginn 30. desember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 5. janúar kl. 11.00. Unnur H. Benediktsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Örn Þórhallsson, Guðrún Magnúsdóttir, Jón Sveinsson, Þuríður Magnúsdóttir, Björn Á. Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.