Morgunblaðið - 04.01.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 04.01.2007, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KERFIÐ Á ÁRINU 2007 Árum saman hefur fyrirkomulagafsláttarkorta Trygginga-stofnunar vegna læknisþjón- ustu verið gagnrýnt fyrir að vera flókið og notendafjandsamlegt. Gagnrýnin hefur ekki sízt verið af tvennum toga. Annars vegar að miðað skuli við almanaksárið, þegar réttur fólks til afsláttar af læknisþjónustu er reikn- aður út. Það þýðir að t.d. sá, sem slas- ast eða veikist í desember fær engan afslátt þótt hann sé farinn að nálgast 18.000 króna útgjöldin, sem miðað er við, um áramót. Þá fellur réttur hans niður og hann þarf að eyða 18.000 til viðbótar á nýja árinu áður en hann á rétt á afsláttarkorti. Ýmsir hafa orðið til að benda á að nær væri að miða við tólf mánaða tímabil, í stað almanaks- ársins. Hins vegar þarf fólk með ærinni fyrirhöfn að bera sig sjálft eftir af- sláttarkortunum. Safna þarf saman kvittunum frá læknum, sjúkrahúsum og heilsugæzlustöðvum og standa í biðröð hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þar koma 250–300 manns daglega til að sækja um afsláttarkort eða fá end- urgreiðslu á tannlæknareikningum. Það er ekki að furða að spurt hafi verið hvort í rafrænu viðskiptaum- hverfi nútímans væri ekki hægt að koma því þannig fyrir að Trygginga- stofnun héldi utan um greiðslur sjúk- linga með rafrænum hætti og sendi þeim afsláttarkortið sjálfkrafa þegar þeir væru komnir upp í tilskilin út- gjöld vegna heilbrigðisþjónustu. Fólk myndi svo væntanlega ráða því sjálft hvort það notaði afsláttinn eða ekki. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur meðal annars gengið eftir þessu á Al- þingi. Fyrir meira en tveimur árum hét Jón Kristjánsson, þáverandi heil- brigðisráðherra, því að útvega Tryggingastofnun þær heimildir sem þyrfti til að koma þessu í kring. Nú fyrir áramótin tilkynnti TR að á þessu ári yrðu gefin út afsláttarkort sjálfkrafa fyrir þá, sem hefðu áunnið sér rétt til afsláttarins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi, að sú út- gáfa byggist eingöngu á upplýsingum frá sérfræðilæknum, en ekki heilsu- gæzlustöðvum eða göngudeildum. Það er von að Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir segi í pistli á heimasíðu sinni, sem til var vitnað Morgun- blaðinu í gær: „Hagræðingin er því lítil, því fólk gæti verið komið með réttinn til afsláttarkorts fyrir löngu án þess að Tryggingastofnun hefði hugmynd um það, ef viðkomandi hef- ur verið að greiða fyrir aðra þjónustu en hjá sérfræðingum … Það er ótrú- legt að árið 2007 skuli ekki vera hægt að halda utan um þennan kostnað og afgreiða afsláttarkortin sjálfkrafa þegar hámarki er náð.“ Það myndi vafalítið spara bæði Tryggingastofnun og viðskiptavinum hennar mikla fyrirhöfn og tíma, ef haldið væri utan um þessar upplýs- ingar rafrænt. Hvers vegna er það ekki hægt árið 2007? HEGGUR SÁ ER HLÍFA SKYLDI Ekki er annað hægt en fyllast við-bjóði og hryllingi þegar frá- sagnir breska dagblaðsins The Daily Telegraph í gær af meintum svívirði- legum níðingsverkum og kynferðis- glæpum friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna gagnvart börnum í suður- hluta Súdans eru lesnar. Samkvæmt frásögn blaðsins er tal- ið að þessi óhæfuverk friðargæsluliða í suðurhluta Súdans hafi staðið í um tvö ár, eða allt frá því að sveit frið- argæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna var send þangað til þess að aðstoða við uppbyggingu og friðar- gæslu eftir 23 ára borgarastyrjöld. Um 10 þúsund manna friðargæslu- sveit Sameinuðu þjóðanna af fjöl- mörgu þjóðerni er í landinu. Auðvitað er það alltaf svo að það er misjafn sauður í mörgu fé, það á við um frið- argæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem aðra. En þeir sem reynast ekki rísa undir þeim kröfum sem gerðar eru þurfa einfaldlega að víkja og þeim ber að refsa sem gerst hafa brotlegir með jafn alvarlegum og mannfjandsamlegum hætti og friðar- gæsluliðarnir í Súdan eru nú ásakaðir um. Það er kaldhæðnislegt, að daginn eftir að nýr framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, tekur við starfi og lýsir því yfir að ástandið í Darfur í Norðvestur-Súdan verði efst á framkvæmdalistanum skuli jafnöm- urlegar ásakanir á hendur friðar- gæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Súd- an koma fram. Ban Ki-moon þarf að gera það að forgangsmáli að hreinsa til innan Sameinuðu þjóðanna; virkja starfs- krafta sína og liðsmanna sinna í að hreinsa Sameinuðu þjóðirnar af hvers konar óværu og leggja þar með sitt af mörkum við að endurreisa tiltrú þjóða heims á þessa sameigin- legu stofnun jarðarbúa. Hér er um slíkar ásakanir að ræða að ekki verður við annað unað en ít- arleg og nákvæm rannsókn á óhugn- aðinum fari fram og að þeir sem reyn- ast sökudólgar verði látnir sæta fullri ábyrgð. Það er engin nýlunda að friðar- gæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóð- anna séu sakaðir um þátttöku í vafa- sömu, jafnvel glæpsamlegu athæfi, svo sem smygli, misnotkun á börnum og skipulögðu vændi. Hér þarf að bregðast við af fullri hörku og hefja allsherjarhreinsun meðal friðar- gæsluliða Sameinuðu þjóðanna, svo óværu sem þessari verði útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Háleitasta markmið Sameinuðu þjóðanna er og hefur allt frá stofnun verið að tryggja þjóðum heims frið. Það er því ekki einungis að friðar- gæsluliðar á vegum samtakanna ráð- ist gegn börnunum í Súdan með því að nauðga þeim, svívirða og særa – sömu börnum og þeir hafa verið send- ir til að vernda og hjálpa í hvívetna – heldur ráðast þeir einnig gegn og að rótum þeirrar hugsjónar sem starf Sameinuðu þjóðanna á að grundvall- ast á. Hér heggur sá er hlífa skyldi. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Stefnt er að því að virkjanirí neðri hluta Þjórsár verðisettar í útboð í haust. Ísumar er ætlunin að leggja vegi, rafmagnsleiðslur og ljósleiðara á fyrirhuguðu virkj- anasvæði. Miðað er við að bygg- ingaframkvæmdir hefjist í lok þessa árs. Forsenda fyrir þessum tímasetningum er að gengið verði frá endanlegum raforkusamningi við Alcan, en búið er að ná sam- komulagi milli Alcan og Lands- virkjunar um orkuverðið. Áformað er að reisa þrjár virkj- anir í neðri hluta Þjórsár, Hvammsvirkjun (80 MW), Holta- virkjun (50 MW) og Urriðafoss- virkjun (125 MW). Landsvirkjun ætlar að reisa allar þrjár virkj- anirnar á sama tíma og að þeim verði að mestu lokið árið 2011, en þá er gengið út frá því að fram- kvæmdir hefjist í lok þessa árs. Orkan á að fara til Alcan Fyrirhugað er að nota orkuna frá virkjunum til að knýja stækkað álver Alcan í Straumsvík. Um miðj- an desember undirrituðu stjórn- endur Alcan og Landsvirkjunar samkomulag sem felur í sér form- lega staðfestingu á að samninga- nefndir fyrirtækjanna hafi náð samkomulagi um rafmagnsverð. Endanlegur samningstexti liggur ekki fyrir en stefnt er að því að klára hann á næstu vikum. Í fram- haldinu verður samningurinn lagð- ur fyrir stjórnir Alcan Inc. og Landsvirkjunar til samþykktar. Stjórnendur Landsvirkjunar og Alcan hafa einnig undirritað samn- ing um skiptingu kostnaðar vegna undirbúnings virkjana í Þjórsá. Alcan mun greiða 2/3 kostnaðar, en fær þann kostnað endurgreiddan verði af stækkun álversins. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa ekki lokið umfjöllun um stækkun álversins, en fyrirhugað er að gefa bæjarbúum færi á að greiða at- kvæði um stækkunina samhliða al- þingiskosningum í vor. Verði ekki af stækkun álversins í Straumsvík munu framkvæmdir við virkjanir í neðri hluta Þjórsár frestast. Það eru hins vegar fleiri aðilar sem óskað hafa eftir að kaupa raforku af Landsvirkjun og því bendir allt til að orkan fari til uppbyggingar á öðrum iðjukostum ef áform Alcan verða ekki að veru- leika. 22 ferkílómetrar af landi undir vatn Undirbúningur að virkjununum þremur hefur staðið í mörg ár. Bú- ið er að meta umhverfisáhrif og kæruferli vegna umhverfismatsins lauk 2004. Sveitarstjórnir á svæð- inu hafa fjallað um framkvæmd- irnar í tengslum við skipulagsmál. Unnið hefur verið að jarðfræði- rannsóknum á svæðinu, en þeim verður haldið áfram á þessu ári. Að stærstum hluta er vatns- magni til virkjananna stjórnað af stíflum ofar í Þjórsá. Engu að síður fer talsvert landsvæði á kaf. Um 4,6 ferkílómetrar lands fara á kaf vegna Hvammsvirkjunar, álíka mikið vegna Holtavirkjunar og um 12,5 ferkílómetrar vegna Urriða- fossvirkjunar. Samtals eru þetta um 22 ferkílómetrar og 75–80% þessa lands er í farvegi árinnar. Til samanburðar má nefna að Blöndu- lón er um 56 ferkílómetrar að stærð og Hálslón verður um 58 fer- kílómetrar. Hefur áhrif á landgæði á 30–40 jörðum Hönnun virkjananna er ekki lok- ið. Helgi Bjarnason, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, segir að þess vegna sé ekki hægt að fullyrða endanlega um hversu mikil skerð- ing verði á landgæðum við Þjórsá. T.d. sé ekki búið að hanna vegi að stöðvarhúsum og ekki liggi fyrir hvaða mótvægisaðgerðir verði far- ið út í. Virkjanirnar í neðri hluta Þjórs- ár hafa áhrif á landgæði á 30–40 jörðum. Helgi segir að 4–5 jarðir verði fyrir mestu raski. Hann nefn- ir t.d. Herríðarhól þar sem um 70 hektarar af landi gætu farið á kaf. Helgi segir að hægt sé að verja þetta land með því að koma fyrir varnargarði með fram ánni og dæla vatni frá aðliggjandi svæði. Það sé nú til skoðunar að gera slíkan varnargarð. Á bænum Akbraut þarf að flytja bæði íbúðarh fjós vegna byggingar stöðv Holtavirkjunar. Helgi segir að það sé ma virkjunar að hægt verði að búskap áfram á öllum jörð Þjórsá þó að virkjanirnar v reistar. Hann dregur samt því að það sé missir fyrir b að tapa landi undir vatn. Landsvirkjun kynnti sve arstjórnum og landeigendu irhugaðar virkjanir á árun og 2001. Málið var einnig k heimamönnum í tengslum umhverfismats. Samningav við landeigendur um bætu röskunar á jörðunum eru a ast. Helgi segir stefnt að þ ljúka þeim á þessu ári, en e Undirbúningsframk við Þjórsá hefjast í s Landsvirkjun áformar að setja þrjár virkjanir í Þjórsá Virkjanir Fyrirhugað er að reisa þrjár virkjanir neðarlega í Þjór Urriðafossvirkjun. Þær gætu verið farnar að framleiða rafmagn             !    " #                                                „MÉR fannst Landsvirkjun koma hreint fram þ verið að kynna þessar framkvæmdir fyrir 4–5 á mér finnst menn vera dálítið seinir núna. Virkj að fara í hönnun og það er ekkert búið að tala v bændur,“ segir Einar Haraldsson, bóndi á Urri þegar hann er spurður hvernig honum finnist L virkjun hafa staðið að málum gagnvart landeig Það fer ekkert land undir vatn á Urriðafossi ar segir að laxveiði í Þjórsá verði fyrir skaða af virkjunarinnar og hann muni krefjast bóta veg þessa. Einar segist ekki geta ímyndað sér að bændu heimila vegaframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á jörðum sínu ar nema að búið sé að ganga frá samkomulagi um bætur. Það sé þv synlegt að flýta þessum viðræðum við bændur. Renate Hanneman, bóndi á Herríðarhóli, er sammála Einari um Landsvirkjun sé of sein að ræða við landeigendur. Hún segir að bú kynna málið fyrir bændum á Herríðarhóli, en engar viðræður séu um bætur fyrir landspjöll. Allt að 70 hektarar lands fara á kaf af la Herríðarhóls ef ekki verður gripið til mótvægisaðgerða, þ.e. gerð argarðs. Renate segir bændur í mikill óvissu um það sem framund Landsvirkjun of sein að ræða við bændur Einar Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.