Morgunblaðið - 04.01.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 04.01.2007, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LANDSSAMBAND lögreglumanna (LL) er afar óánægt með ákvörðun aðalfundar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) að hækka ið- gjöld aðildarfélaga til reksturs bandalagsins úr 0,30% af grunnlaunum félagsmanna í 0,32% og segir formaður LL að þessi aðgerð geti orðið til þess að lögreglumenn segi sig úr BSRB. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sveinn Ingi- berg Magnússon, formaður LL, að forsaga máls- ins væri sú að aðildarfélög BSRB hefðu greitt í vinnudeilusjóð BSRB og þá hefði framlag félag- anna numið 0,35% af grunnlaunum félagsmanna. Lögreglumenn, sem ekki hafa verkfallsrétt, hefðu lagt það til á síðasta þingi BSBR að ekki yrði leng- ur skylda að borga í sjóðinn heldur myndi aðild- arfélögunum vera í sjálfsvald sett hvort þau söfn- uðu í slíkan sjóð. Þessi tillaga hefði verið samþykkt á þinginu og því hefðu hann og fleiri tal- ið sjálfgefið að iðgjald félaganna til BSRB myndi lækka sem næmi framlögum í vinnudeilusjóðinn eða úr 0,35% í 0,30%. Tekist á um aðild LL að BSRB Ákvörðun um upphæð iðgjalds er ekki á valdi þings BSRB heldur aðalfundar sem haldinn var í desember. „Á aðalfundinum var svolítið komið í bakið á mönnum því þá kom í ljós að formaður BSRB vildi að hluti þess sem áður hafði runnið inn í vinnu- deilusjóð myndi renna til reksturs BSRB,“ sagði Sveinn. Um þetta hefðu orðið töluverð átök á fund- inum en niðurstaðan orðið sú að 33% af því sem hefði áður runnið í vinnudeilusjóðinn færi nú til reksturs BSRB. Meðal lögreglumanna hefur töluvert verið tek- ist á um hvort LL ætti að vera aðili að BSRB og fyrir um tveimur árum var naumlega felld tillaga um að lögreglumenn segðu sig úr sambandinu. Sveinn sagði að eitt þeirra atriða sem menn væru mjög ósáttir við væri hversu mikið fé rynni úr vös- um lögreglumanna og í sjóði BSRB en um 30% af félagsgjöldum LL fara til BSRB. Sveinn sagði al- veg ljóst að þessi ákvörðun BSRB myndi styrkja þá sem teldu að LL væri best borgið utan banda- lagsins. Lögreglumenn hefðu þegar lagt til að hjá BSRB færu menn í naflaskoðun og skilgreindu betur hvaða þjónustu bandalaginu væri ætlað að veita. Hún væri illa skilgreind nú. Lögreglumenn ósáttir við gjaldtöku BSRB ERLENT par hugðist takast áhendur allóvenjulegt ferðalag ábílaleigubíl snemma í gærmorgun þegar parið lagði af stað norður Kjöl en festi lítinn jeppa sinn rétt norðan Bláfellsháls. Kjalvegur er merktur sem ófær vegur með skilti en það mun ekki hafa náð athygli ferðafólksins. Eftir að jeppinn fest- ist lögðu þau af stað gangandi til baka og gengu þá fram á vel búinn jeppa á leið á Langjökul sem tók þau upp í. Þá þegar höfðu björg- unarmenn frá Reykholti í Bisk- upstungum verið kallaðar út en sneru við þegar fólkið var komið í annan bíl. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var hér um að ræða furðulegt ferðalag fólks á erfiðum slóðum um hávetur. Bíll þeirra er ennþá uppi á Kili og mun bílaleigan annast flutn- ing hans til byggða. Ætluðu yfir Kjöl á smájeppa SEXTÁN ára ísfirsk stúlka liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Nor- egi eftir að hafa lent þar í slysi á skíðum daginn fyrir gamlársdag. Stúlkan var í skíðaferð í Noregi með Skíðafélagi Ísfirðinga þegar slysið varð. Hún fór út úr brautinni, lenti á tré og slasaðist illa, hrygg- brotnaði, auk þess sem, bringubein og rifbein brotnuðu og hún fékk innvortis blæðingar. Hún var flutt á sjúkrahús í Osló og liggur þar, en vonast er til þess að stúlkan komi heim til Íslands á morgun og leggist inn á sjúkrahús í Reykjavík. Slasaðist illa á skíðum JEPPLINGUR valt út af þjóðveg- inum í Öxnadal í gær og slösuðust þrír farþegar en meiðsli þeirra þóttu þó ekki alvarleg, að sögn lög- reglunnar á Akureyri. Tilkynning um slysið barst lög- reglu rétt upp úr klukkan 18 en til- drög þess voru þau að jeppling- urinn mætti vörubifreið á veginum og rákust bílarnir saman með þeim afleiðingum að jeppinn fór út af veginum og valt. Farþegarnir slösuðust ekki al- varlega við veltuna en voru þó fluttir á slysadeild á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri til að- hlynningar. Ökumaður vörubifreiðarinnar slasaðist ekki en vörubifreiðin var óökuhæf eftir áreksturinn og þurfti að gera við hana á staðnum. Jepplingurinn var hins vegar gjörónýtur. Að sögn lögreglu var mikil hálka á veginum þar sem óhappið varð. Þrír slösuðust í bílveltu Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is „GOLFARAR taka alltaf vel við sér eftir hátíðirnar, sérstaklega ef veðrið er gott, eins og það var í [gær],“ segir Garðar Eyland, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja- víkur, en vel var mætt á golfvöllinn við Bása í gær og eins og mynd- irnar bera með sér voru vallar- gestir duglegir við að æfa sveifluna í góða veðrinu. Garðar segir að golfarar séu oft þyrstir í að komast undir bert loft eftir allar matarveislurnar um há- tíðirnar. Mjög vinsælt yfir vetrartímann „En þetta hefur verið mjög vin- sælt yfir vetrartímann þegar veðrið er þannig,“ segir Garðar en tekur fram að það sé töluvert færra fólk sem mæti á veturna en yfir sum- armánuðina. „Fólk kemur mikið í hádeginu á veturna en svo minnkar þetta yfir miðjan daginn en eykst aftur eftir klukkan fjögur, það er svona kúrf- an í þessu,“ segir Garðar. Aðspurður hvernig sveiflan og getan hafi verið hjá golfurum eftir hátíðirnar segir hann að það hafi verið mesta furða, menn hafi verið furðu lunknir við höggin. Slæm tíð í haust Haustið hefur ekki verið golf- urum hagstætt og segir Garðar að ekki hafi verið mikil ásókn það sem af er vetri. Þó sé einn karlahópur sem mæti alla morgna á völlinn, sama hvernig viðrar og spili níu holur. „Svo koma þeir inn rétt fyrir há- degi og fá sér kaffi og kex. Þetta eru menn sem eru hættir að vinna og þeir eru nánast að spila í öllum veðrum. Þeir láta sig hafa það að slá sama hvernig veðrið er, þannig að þó það sé svartasta skammdegi er líf á vellinum,“ segir hann. Venjulega fer að verða full að- sókn á vellina í maímánuði, að sögn Garðars en í góðu ári getur það verið í lok apríl. „Þannig að það styttist í vertíð- ina með hverjum deginum,“ segir hann og bætir við að nú sé allt á fullu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur við að undirbúa sumarið. Morgunblaðið/Kristinn Sveiflan Guðbjörn Gunnarsson gerir sig kláran fyrir upphafshöggið við Bása en Sigurvin Ármannsson fylgist með. Golf í góða veðrinu í gær Og … Eftir góða sveifluna fylgdust þeir afar spenntir með. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu leitar nú þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Garðastræti á nýársnótt. Þremenningarnar eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið og hefur lögregla sent fjölmiðlum myndir sem teknar voru af árásar- mönnunum við vettvanginn. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu í gærkvöldi hafði talsvert af vísbend- ingum borist og var einn maður í við- tali við lögreglu en hann hafði ekki verið handtekinn, að sögn lögreglu. Árásin virðist hafa verið algerlega tilefnislaus og eru árásarmennirnir sagðir hafa sparkað ítrekað í fórn- arlömb sín. Þeir sem hafa upplýsing- ar eða vitneskju um árásarmennina eru beðnir að hafa samband við lög- reglu í síma 444 1000. Lögreglan leitar þriggja manna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.