Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Gengur í SA 13– 18 m/s með rign- ingu eða slyddu S- og V-lands síð- degis. Mun hægari og bjart NA til. Hlýnandi. » 8 Heitast Kaldast 6°C -4°C TÖKUR hefjast bráðlega á Pressunni, nýrri íslenskri glæpaþáttaröð, sem verður sýnd á Stöð 2 öðrum hvorum megin við næstu áramót. Það eru Óskar Jónasson og Sigurjón Kjartansson sem framleiða þætt- ina ásamt Sagafilm og er áætlað að gera sex þætti sem verða þrjú korter hver að lengd. Til að skrifa handritið að þáttunum fengu Óskar og Sigurjón til liðs við sig krimmarithöfundana Yrsu Sigurðar- dóttur, Árna Þórarinsson, Pál Kristin Pálsson og Ævar Örn Jósepsson. Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Óskar Jónasson að þættirnir gerist á rit- stjórn blaðs sem sé ekki ósvipað DV. | 19 Sex íslenskir glæpaþættir Ljósmynd/Bergsteinn Björgúlfsson Mýrin Glæpasagan lifir áfram á skjánum. ÍSLENDINGAR eru eina Norðurlandaþjóð- in sem ekki er með neinar reglur sem kveða á um upplýsingaskyldu vegna viðskipta milli tengdra aðila. Þetta kemur fram í grein eftir Ólaf Karl Eyjólfsson við- skiptalögfræðing og Jón Inga Ingibergsson lögfræðing í Viðskiptablaði Morgunblaðs- ins í dag. „Í ljósi þess að íslensk fyrirtæki eru sí- fellt að auka útrás sína getur í ákveðnum tilvikum verið fremur óheppilegt að engum haldbærum leiðbeiningum um milliverð- lagningu sé til að dreifa hérlendis,“ segja þeir Ólafur Karl og Jón Ingi. Með milliverðlagningu er átt við verð- lagningu á viðskiptum tengdra aðila. Þeir Ólafur Karl og Jón Ingi segja í grein sinni að vegna þessa sé verið að auka líkur á að íslensk útrásarfélög verði tekin til skattendurskoðunar af erlendum skatt- yfirvöldum. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi haft til skoðunar hvort tilefni sé til að setja sérstök lög um milliverðlagningu. „Niðurstöður liggja ekki fyrir en það hef- ur líka verið til skoðunar hvort hægt sé að ná sömu markmiðum með því að styrkja nú- gildandi lög,“ segir hann. | Viðskipti Leiðbeining- ar vantar BAUGUR Group telur hvalveiðar Íslendinga skaða íslensk fyrirtæki erlendis og hugsanlegan áframhaldandi vöxt þeirra í framtíðinni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem fyrir- tækið sendi frá sér í gær. Þar segir að fyrirtæki hafi mörg hver átt í erfiðleikum vegna málsins því að fjölmargir hópar hafi hótað því að hætta að versla við þau nema hvalveiðum Íslendinga verði hætt hið snarasta. Aðspurður hvort Baugur eða fyrirtæki í eigu Baugs hefðu nú þegar orðið fyrir fjárhagslegum skaða af völdum veiðanna, sagði Sindri Sindra- son, talsmaður forstjóra Baugs, erfitt að segja til um hvort fjárhagslegur skaði hefði orðið eins og væri, en að ákveðnir þrýstihópar hefðu hótað að hætta að versla í íslenskum fyrirtækjum, þar á meðal í eigu Baugs. „Við teljum þetta hugsanlega geta haft mikil áhrif,“ sagði Sindri en bætti við að það væri erfitt að meta þessa hluti, enda ekki auðvelt að finna viðskiptavinina sem kæmu ekki í verslanir af þessum sökum. Sindri sagði að þrýstihóparnir væru fyrst og fremst um- hverfisverndarsamtök. Þegar Morgunblaðið innti Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra eftir viðbrögðum við yfirlýsingu Baugs sagðist hann ekki vilja tjá sig um tilkynninguna sérstaklega. Aðspurður hvaða áhrif hann teldi að atvinnuveiðar Íslendinga á hvölum hefðu á íslensk fyrirtæki sagðist Einar ekki ætla að þræta fyrir að veiðarnar kynnu að hafa valdið einhverjum óþægindum. Hann sagði talsmann Baugs hins vegar hafa lýst því mjög afdrátt- arlaust yfir í sjónvarps- fréttum í gærkvöldi að fyr- irtækið, sem væri starfandi í miklum mæli í Bretlandi og víðar teldi sig ekki hafa orðið fyrir skaða af völdum hvalveiðanna. Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík, sagði yfirlýsingu Baugs fara saman við það sem aðilar í hvalaskoðun hefðu bent á, að veiðarnar hefðu ekki bara slæm áhrif á hvalaskoðun, heldur ímynd Íslands út á við. Einar Oddur Kristjánsson, formaður ferða- málaráðs, sagði að ráðið hefði leitað til sam- gönguráðuneytisins um að unnin yrði ítarleg könnun á viðhorfum ferðamanna til hvalveiða. Hann sagði þá vinnu vera í gangi og þegar nið- urstöður úr henni lægju fyrir yrði unnt að taka afstöðu í málinu. „En allar svona fréttir eru vondar,“ sagði Einar Oddur. Baugur Group mótmælir hvalveiðum  Segja fjölmarga hópa hafa hótað því að hætta að versla við fyrirtæki erlendis í eigu Íslendinga  Ráðherra bendir á að talsmaður Baugs hafi sagt að fyrirtækið hafi ekki orðið fyrir skaða Jón Ásgeir Jóhannesson Einar K. Guðfinnsson  „Hvalveiðar …“ | 6 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LÖGREGLAN handtók tvo pen- ingafalsara á gamlársdag sem reynt höfðu að kaupa flugelda fyrir falsaða peninga. Þetta var í annað skiptið í sama mánuðinum sem þessir aðilar voru teknir fyrir pen- ingafölsun. Í fyrra skiptið voru þeir teknir eftir að bensínafgreiðslu- maður kom upp um þá og tók lög- reglan þá piltana fasta ásamt þrem- ur félögum þeirra. Um var að ræða fjóra 19 ára pilta og eina stúlku. Tekinn var af þeim peningafölsun- arbúnaður og 200 þúsund krónur í fölsuðum fimm þúsund króna seðl- um og játaði einn hinna handteknu sakir. Fólkinu var sleppt að loknum yfirheyrslum en tveir piltanna tóku þá til við fyrri iðju og tókst þeim að koma sér upp nýjum fölsunarbún- aði og byrjuðu að falsa aftur. Lög- reglan fékk spurnir af því að þeir hefðu komið á tvær flugeldasölur og reynt að kaupa varning þar fyrir falsaða seðla. Strax var farið í málið og piltarnir handteknir. Gerð var húsleit heima hjá þeim þar sem fannst skönnunar- og prentbúnað- ur. Þá þegar höfðu verið prentaðir 33 fimm þúsund króna seðlar sem lögreglan lagði hald á. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn segir piltana hafa notað lítið af fölsuðu peningunum og játuðu þeir sakir. Brot af þessu tagi getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Pilt- arnir gáfu þá skýringu á fölsuninni að þeir væru að reyna að fjármagna fíkniefnakaup með hinum nýprent- uðu seðlum. Að sögn Ómars Smára uppgötv- uðu afgreiðslumenn á báðum fyrr- nefndum flugeldasölustöðum að piltarnir væru með óhreint mjöl í pokahorninu. Segir Ómar Smári að svo virðist sem fólk sé vakandi fyrir svona brotum og það geri fölsurum erfitt fyrir. Handteknir tvisvar fyrir peningafölsun Í HNOTSKURN »Lögreglan handtók fals-arana tvisvar í desember. » Á gamlársdag voru þeirgripnir eftir að hafa reynt flugeldakaup með föls- uðum seðlum. Í SKAMMDEGINU vinna flestir myrkranna á milli í orðsins fyllstu merkingu og þarf ekki langan vinnudag til þess. Logsuðumaður einn var að laga vörugám á Ártúnshöfða í Reykja- vík í morgunmyrkri og naut við það vinnuljósa en bjarmi suðutækjanna lýsti einnig skært. Morgunblaðið/ÞÖK Logsuða í skammdeginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.