Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 33 ✝ Guðrún Sigríð-ur Pétursdóttir frá Ökrum fæddist í Stykkishólmi hinn 14. ágúst 1916. Hún lést á sjúkraheim- ilinu Kumbaravogi eftir stutta sjúkra- legu að morgni að- fangadags 24. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Einarsson úr Stykk- ishólmi, f. 19.8. 1885, d 12.1. 1961, og Jóhanna Jóhannsdóttir úr Öx- ney á Breiðafirði, f. 24.11. 1889, d. 31.12. 1970. Guðrún var næstelst níu systkina. Hin eru: Svava Hall- dóra, f. 8.1. 1915, d. 15.1. 1992; Jó- hann, f. 18.2. 1918, d. 3.4. 2006; Ásgerður Ágústa, f. 11.4. 1919; Einar Jón, f. 6.7. 1920, d. 5.5. 1998; Arnbjörg, f. 30.9. 1921; Sig- valdi, f. 26.6. 1923, d. 30.3. 2004; Ingibjörg Eygló, f. 17.1. 1927, d. 23.3. 2000; og Lára Karen, f. 6.10.1931. Eftirlifandi eru þrjár systur: Ásgerður, Arnbjörg og og tvíburarnir Ásrún Svava og Birna Vala. f. 31.8. 2006. Seinni kona Jóhanns Egils er Helga Jónsdóttir, f. 14.9. 1957, bankastarfsmaður. Börn þeirra eru Sigríður Ragna, f. 30.3. 1980, og Haukur, f. 2.2. 1984. Sonur Sig- ríðar Rögnu og Ragnars Más Svanssonar, f. 5.8.1981, er Egill Valur, f. 21.2. 2000. Guðrún giftist 24.9. 1994 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Stein- dóri Halldórssyni, f. 24.9. 1927. Foreldrar hans voru hjónin Hall- dór Friðgeir Sigurðsson, f. 26.1. 1880, d. 17.11. 1960, skipstjóri á Ísafirði, og Svanfríður Alberts- dóttir, f . 26.10. 1895, d. 20.6. 1966. Guðrún fór fimm ára gömul í fóstur í Skíðsholt og var þar í sjö ár, en þá fór hún í Heyrnleysingja- skólann í Reykjavík og var þar í tvö ár. Að þeim tíma loknum fór hún að Hæli í Lundarreykjadal og dvaldist þar til tvítugs. Þá fór hún heim til foreldra sinna að Ökrum í Stykkishólmi og bjó hjá þeim þar til hún vistaðist á Kópavogshæli árið 1960. Guðrún bjó þar til árs- ins 1994. Síðustu átta árin bjó hún ásamt eiginmanni sínum á Kumb- aravogi á Stokkseyri. Útför Guðrúnar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verð- ur í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Lára Karen. Hinn 14.7. 1948 eignaðist Guðrún einkason sinn, Jó- hann Egil Hólm, mat- svein á sjúkrahúsinu Vogi. Faðir hans var Markús Viðhólm Þórðarson, f. 17.8. 1910, d. 7.5. 1990. Barn Jóhanns og Margrétar Svein- björnsdóttur, f. 31.10. 1951, er Guð- mundur Þór, f. 22.8. 1972, kvæntur Lilju Sigurjónsdóttur, 15.7. 1972. Sonur þeirra er Alexander, f. 13.2. 1998. Jóhann kvæntist Önnu Lilju Sig- urðardóttur, f. 15.8. 1955. Þau skildu. Fyrir átti hún Atla Má Guðmundsson, f. 3.12. 1973, í sam- búð með Jóhönnu Þórisdóttur, f. 25.8. 1974. Þau eiga þau tvo syni: Magnús, f. 24.11. 2002, og Þóri Snæ, f. 6.11. 2006. Dóttir Jóhanns og Önnu Lilju er Guðrún Hulda, f. 6.9. 1975. Dætur hennar og Hólm- ars E. Hreggviðssonar, f. 5.3. 1977, eru Anna Lára, f. 6.8. 2004, Hún Gunna tengdamóðir mín hef- ur hvatt þennan heim 90 ára að aldri. Gunna bjó lengst af á Kópavogshæli þar sem hún undi vel hag sínum. Þar kynnist hún Steina sínum. Guðrún var dugleg kona og gekk í mörg verk á heimilinu. Hún átti erfiða æsku og markaði sú reynsla hana fyrir lífið. Hún var ekki eins og fólk er flest en ég hef þá trú að ef hún hefði fæðst á okkar tímum hefði hún getað lært meira og lifað sjálfstæðara lífi. Gleði- gjafinn í lífi hennar var einkasonur- inn Jóhann Egill, sem ólst upp hjá foreldrum hennar og síðar systur. Hún var alltaf mjög stolt af honum og sagði öllum sem heyra vildu að þetta væri sonur hennar. Ég kynntist Gunnu minni fyrst þegar við Egill fórum að búa saman árið 1981. Hún var ákaflega glaðlynd og orðheppin kona. Hún tók mér ein- staklega vel og hún var börnum okk- ar mjög góð. Gunna spurði mikið um börnin og barnabörnin, og lang- ömmubörnin. Það er hverjum manni þroskandi að kynnast vistmönnum á Kópavogshæli og ég leit á það sem forréttindi fyrir mig og mín börn að kynnast þessum einstaklingum. Gunna var ákaflega heimakær, en hafði einnig gaman af að heimsækja fólk. Oftar en ekki vildi hún komast heim jafnharðan og hún var komin til okkar. Hún vildi helst alltaf hafa mikið af fólki í kringum sig og þurfti sinn tíma til þess að aðlagast þegar þau Steini stofnuðu heimili árið 1994. Mjög kært var með þeim Steina og var það okkur mikil gleði að hún skyldi finna sér félaga. Við sam- glöddumst þeim svo innilega á brúð- kaupsdaginn þeirra. Ekki mátti á milli sjá hvor var stoltari, Egill eða Steini, þegar þau urðu loksins hjón fyrir Guði og mönnum. Steina þótti mikið til þess koma að fá Gunnu sína í afmælisgjöf, en brúðkaupið bar upp á afmælisdag hans. Gunna vildi sífellt hafa eitthvað fyrir stafni og það fór mikið af garni um hendur hennar. Það voru margir púðar, húfur, tuskudýr, sokkar og treflar sem hún gaukaði að litlu greyjunum, eins og hún kallaði börn- in gjarnan. Hún var eins og stórt barn á margan hátt, en samt svo þroskuð. Hún naut þess að hlusta á útvarp og tónlist og varð oft mikið niðri fyrir þegar tækin hennar voru ekki í lagi. Gunna var mjög trúuð kona og kvaddi yfirleitt með þessum orðum: Ég bið fyrir ykkur, eða ykkur er guðvelkomið að koma aftur. Hún var mjög sátt við lífið á Kumbaravogi þótt þeim hafi reynst erfitt að flytja þangað í fyrstu. Gunna mín var sem betur fer ekki lengi veik og var hún hin hressasta nokkrum dögum fyrir jól þegar Egill heimsótti þau með jólasendinguna þann 19. desember. Hún var mikið jólabarn og hlakkaði til jólanna eins og endranær. Fljótt skipast veður í lofti og tveimur dögum síðar var hún mikið veik og lögst banaleguna. Gunna vissi að hverju stefndi og kveið engu. Hún var þess sannfærð að foreldrar hennar og systkini myndu taka á móti henni. Það var mikill friður og ró yfir henni þegar við kvöddum hana að kvöldi Þorláks- messu. Hún yfirgaf þennan heim snemma að morgni aðfangadags jóla. Elsku Steini, nú verður lífið ein- manalegt fyrir þig. Megi algóður Guð blessa þig og styrkja í sorg þinni og söknuði. Starfsfólki á Kópavogshæli og Kumbaravogi þökkum við alla um- hyggjuna. Blessuð sé minning þín, elsku Gunna mín. Þín tengdadóttir, Helga Jónsdóttir og fjölskylda. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi allt. Í lífsins bók það lifir samt í minnum og letrað skýrt, á eitt hvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Elsku Gunna. Það er óhætt að segja að tilveran verður fátækari án þín. Þú varst einstök kona sem við ættum öll að taka okkur til fyrir- myndar. Þú barst 90 aldursárin þín ótrúlega vel og kvartaðir sjaldan þó líkaminn væri farinn að gefa sig. Okkar fyrstu kynni hófust þegar þið Steini giftust og fóruð að búa saman. Það hefur verið dásamleg lífsreynsla að fylgjast með sambandi ykkar og finna ástúðina, kærleikann og hlýjuna sem þið gáfuð hvort öðru. Vinátta og virðing verður ekki skil- greind á betri veg. Allar yndislegu stundirnar sem við áttum með ykkur á Kumbaravogi síðustu árin ykkar saman, eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Elsku Steini. Við vitum að sökn- uður þinn er mikill. Það verður erfitt fyrir þig að aðlagast þeim breyting- um sem verða við fráfall Gunnu þinn- ar. Við, vinir þínir og ættingjar, verðum að vera dugleg að hjálpa þér og styrkja þig, þar til þið Gunna hitt- ist á ný. Sú minning sem kemur svo sterkt upp í hugann eru orðin sem Gunna sagði alltaf þegar við kvöddum eftir heimsóknir. Þau segja allt um ástúð hennar og umhyggju fyrir okkur vin- um hennar og verða það lokaorðin hér. „Þið vitið að þið eruð alltaf guð- velkomin.“ „Guð veri með ykkur.“ Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kærar þakkir til starfsfólks Kumbaravogs fyrir góða umönnun þeirra beggja. Elfa Dís, Málfríður og Arnór. Guðrún Sigríður Pétursdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og tengdaamma, BIRNA ÞURÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR frá Skipalóni, Höfnum, til heimilis á Suðurgötu 15-17, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 31. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 9. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Kirkjuvogskirkjugarði, Höfnum. Þórunn Sveinsdóttir, Jóhann G. Sigurbergsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Ólaf Clausen, Jón Sveinsson, Eunice Sveinsson, Þuríður Sveinsdóttir, Bjarni M. Jóhannesson, Sveinn Sveinsson, Kristín Nielsen, Auður Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, HARALDUR AÐALSTEINSSON frá Svalbarði, Djúpavogi, síðast til heimilis í Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi föstudagsins 29. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Sævar og Hörður. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR frá Sauðadalsá, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga mánudaginn 1. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Elín Þormóðsdóttir, Þórður Skúlason, Þóra Þormóðsdóttir, Heimir Ágústsson, Eggert Óskar Þormóðsson, Arndís Helland, Guðbjörg Erna Þormóðsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR læknir, Bergþórugötu 9, Reykjavík, lést af slysförum laugardaginn 30. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásta Ásbjörnsdóttir, Hulda Ásbjörnsdóttir, Jónína Ósk Pétursdóttir, Pétur Björnsson, Margrét Þorvaldsdóttir, Hólmsteinn Björnsson, Þorgerður Ása Tryggvadóttir, Guðrún R. Björnsdóttir, Lilja V. Björnsdóttir, Jón Ómar Finnsson, Birna Björnsdóttir, Ríkharður Reynisson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR frá Eiði, Eyrarsveit, Rósarima 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni þriðjudagsins 2. janúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 9. janúar kl. 13.00. Bryndís Theodórsdóttir, Guðni E. Hallgrímsson, Þröstur Theodórsson, Áslaug Árnadóttir, Lilja Theodórsdóttir, Birgir Guðmundsson, Hrönn Theodórsdóttir, Davíð Heiðberg, Freyja Theodórsdóttir, Sveinn Theodórsson, Ellen María Þórólfsdóttir og barnabörn. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKAFTI JÓHANNSSON, hefur verið jarðsunginn í Kaupmannahöfn en minningarathöfn fer fram í Garðakirkju föstudaginn 5. janúar kl. 16:00. Susanne Feldbæk Nielsen, Finnbjörg Skaftadóttir, Guðjón Ólafsson, Jóhann Skaftason, Anna Helgadóttir, Halldóra Skaftadóttir, Bjarni Ingvarsson, Íris Hvanndal Skaftadóttir, Halldór Geirsson, Jesper Feldbæk Skaftason, Christina Feldbæk Skaftason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LÁRA BENJAMÍNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður til heimilis í Völvufelli 48, andaðist mánudaginn 1. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Fjölskylda hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.