Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 27 Sex doktorsnemar kynna rann-sóknir sínar í fyrsta sinn áráðstefnu um rannsóknir ílíf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í Öskju á morgun. Annars vegar er um að ræða vegg- spjaldakynningu kl. 11.20–13 og hins vegar verða flutt stutt erindi um rann- sóknirnar í sal 132 kl. 16.30–17. Allir eiga vísindamennirnir sex það sameig- inlegt að verkefni þeirra eru styrkt af Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Öll hlutu þau styrk til ýmist tveggja eða þriggja ára, en sem kunnugt er var í fyrsta sinn úthlutað úr Há- skólasjóði Eimskipafélags Íslands undir lok marsmánaðar á síðasta ári. Að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, sérfræðings í lyflækningum og smit- sjúkdómum, dósents við læknadeild Háskóla Íslands og leiðbeinanda eins doktorsnemans, hefur tilkoma Há- skólasjóðs Eimskiptafélagsins gjör- breytt öllu rannsóknarumhverfinu hérlendis og skapað kjölfestu fyrir rannsóknir. „Kjölfesta allra rann- sókna er að þú getir tryggt fjármagn til að greiða laun,“ segir Magnús og heldur áfram: „Með því að fá svona myndarlegan styrk sem er veittur til þetta langs tíma skapast ákveðin ró og ákveðið svigrúm til þess að sinna þessu almennilega. Þá þarf rannsak- andinn ekki endalaust að standa í stöðugum reddingum eins og oft er, afla fjármagns til að dekka einhverjar vikur eða mánuði og lenda í tómarúmi þess á milli,“ segir Magnús og tekur fram að aðrir náms- styrkir hérlendis hafi verið afar lágir. „Fjárhæð- irnar eru mjög lágar þó að ferlið og umgjörðin um hið faglega mat sé til fyr- irmyndar og mikil vinna lögð í styrk- umsóknirnar sjálfar og allt sem lýtur að því. En þegar kemur að upphæð- unum sjálfum eru þær að jafnaði lág- ar,“ segir Magnús og nefnir í því samhengi styrki frá t.d. Rannsókn- arsjóði Háskóla Íslands og Rannís. „Háskólasjóður Eimskipafélagsins er því afar kærkomin viðbót.“ Samkeppnin var mikil Aðspurður kveður Magnús dokt- orsnemana sex í flestum tilvikum hafa verið komna nokkuð áleiðis í rannsóknum sínum þegar þau fengu styrkina. „Það skýrist einfaldlega af því að samkeppnin var það mikil og eitt af því sem tekið er tillit til þegar umsóknir voru metnar er árangur og ferill fram að styrkumsókn. Þeir sem voru komnir vel á veg, farnir að koma með áhugaverðar og spenn- andi niðurstöður höfðu að sjálfsögðu ákveðið forskot á aðra umsækj- endur.“ Styrkurinn skapar kjölfestu í rannsóknum Morgunblaðið/Eyþór Úthlutun styrkja Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands, ásamt styrkþegum þegar úthlutað var úr sjóðn- um í fyrsta sinn í marsmánuði á síðasta ári. Styrkþegar eru allir nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Magnús Gottfreðsson Sex styrkþegar úr Háskólasjóði Eimskipa- félags Íslands kynna doktorsverkefni sín á vísindaráðstefnu í Öskju á morgun. Silja Björk Huldudóttir kynnti sér málið og ræddi við tvo doktorsnema. hús og varhúss at Lands- ð stunda um við verði t ekki úr bændur eit- um fyr- num 2000 kynnt við gerð viðræður r vegna að hefj- því að ekki sé hægt að gera það fyrr en búið sé að hanna virkjanirnar og ljóst sé hversu mikið landgæði einstakra jarða raskist. Seldu vatnsréttindin til Títanfélagsins Í viðræðum við landeigendur er byggt á kaupsamningum Tít- anfélagsins á vatnsréttindum flestra jarða sem hlut eiga að máli. Títanfélagið, sem Einar Benedikts- son skáld hafði frumkvæði að því að stofna, hafði uppi áform um að byggja virkjanir í Þjórsá. Ekkert varð úr áformum félagsins, en það gerði þó samninga við landeig- endur um vatnsréttindin. Félagið keypti vatnsréttindin af bændum og ábyrgðist jafnframt að greiða fullar bætur vegna röskunar á landi sem hlytist af virkjunum í ánni. Landeigendur munu hafa fengið greiddar um 45 milljónir króna fyrir vatnsréttindin miðað við verðlag í dag. Samningarnir voru gerðir fyrir um 90 árum en ríkið keypti þá af Títan árið 1952. Helgi segir að Landsvirkjun muni greiða landeigendum við Þjórsá bætur í samræmi við fyr- irliggjandi fordæmi og úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta. Hann segir hugsanlegt að ekki ná- ist samkomulag við alla, en þá hafi aðilar rétt til að leggja málið undir matsnefndina. Aðspurður segir Helgi að einstakir landeigendur geti ekki stöðvað framkvæmdir á þeim forsendum að þeir séu þeim andsnúnir. Ríkið eigi í þessu tilviki 94% af vatnsréttindum jarða við ána auk þess að hafa rétt til nýt- ingar á því landi á þessum jörðum, sem þarf til að nýta vatnsaflið, og þá gegn eðlilegum og sanngjörnum bótum til landeigenda fyrir skerð- ingu á landi. kvæmdir sumar á í útboð í haust Morgunblaðið/RAX rsá; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og n árið 2011.  #     Í HNOTSKURN »Landeigendur við Þjórsáseldu Títanfélaginu vatns- réttindin fyrir um 90 árum. Rík- ið eignaðist þessi vatnsréttindi árið 1952. »Landsvirkjun stefnir að þvíað hefja undirbúnings- framkvæmdir við Þjórsá í sum- ar, en þær felast m.a. í vega- gerð og lagningu ljósleiðara og raflína. »Samkomulag hefur tekistmilli Landsvirkjunar og Alcan um raforkuverð, en end- anlegur samningstexti liggur ekki fyrir. RANNSÓKN á sýklum sem ræktuðust úr blóði sjúklinga á sjúkrahúsum hér á landi á árunum 1991–2006 leiðir í ljós að tæplega 20% blóðsýkinga af völdum Candida- gersveppa orsakast af útbreiðslu skyldra stofna og megi því rekja til lítilla faraldra innan veggja spít- alanna. Þetta segir Lena Rós Ásmundsdóttir, dokt- orsnemi við læknadeild HÍ og styrkþegi úr Háskólasjóði Eimskipafélagsins, sem á morgun kynnir niðurstöður sameindaerfðafræðilegrar rannsóknar á algengi far- aldra sveppasýkinga í blóði. Að sögn Lenu valda gersveppir oft alvarlegum sýk- ingum inni á sjúkrahúsum sem geta borist úr blóði til innri líffæra og er dánartíðni sjúklinga með slíkar sýkingar afar há. Segir hún að hin ráðandi kenning hafi verið sú að yfirleitt sé um sýkla frá sjúk- lingnum sjálfum að ræða, en sú staðreynd að sumir sveppastofnanna séu erfðafræðilega eins eða skyldir gefi hins vegar til kynna að sýkingin geti borist til sjúklingsins úr umhverfinu, t.d. af höndum starfsfólks, vegna mengunar í innrennslisvökvum eða með djúpum æðaleggjum. Aðspurð segir Lena að í rannsókninni hafi faraldur verið skilgreindur þegar erfða- fræðilega eins eða skyldir stofnar ræktist frá tveimur eða fleiri sjúklingum á sama sjúkrahúsi með mest þriggja mánaða millibili. Spurð hvort hlutfall sveppasýkinga af völdum lítilla faraldra komi á óvart svarar Lena því til að í raun hafi aldrei verið kannað áður hversu stór hluti sýkinganna orsakist af faröldrum. „Flestar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar til að greina og staðfesta afmarkaða faraldra á einstökum sjúkradeildum. Það hafa ekki verið gerðar rannsóknir áður þar sem skyld- leiki þessara skæðu sýkla er skoðaður fyrir heila þjóð og yfir langt tímabil eins og gert er í okkar rannsókn,“ segir Lena og tekur fram að í því felist sérstaða rannsóknarinnar. Spurð um framhaldið segir Lena að gera þurfi framskyggnar rannsóknir til að kanna betur smitleiðir og áhættuþætti. „Lokatakmark rannsóknarinnar felst í að nýta vitneskjuna til að bæta sýk- ingavarnir á sjúkrahúsum og finna leiðir til að hefta útbreiðsluna.“ Skyldleiki sveppastofna Lena Rós Ásmundsdóttir „VONANDI munu niðurstöður rannsóknanna verða grundvöllur að frekari þróun bólusetninga nýbura með ónæmisglæðinum LT-K63 en sá glæðir nýtist afar vel við bólusetningu gegnum slímhúð nefsins, og gefur betri árangur heldur en bólusetning með stungu undir húð,“ segir Stefanía P. Bjarnarson doktorsnemi og styrkþegi úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands, sem kynnir doktorsverkefni sitt á vísindaráðstefnu HÍ á morgun. Að sögn Stefaníu sýna rannsóknir hennar að ónæm- isglæðirinn LT-K63 yfirvinnur takmarkanir í myndun kímmiðja og mótefnaseytandi frumna í nýburamúsum. Segir hún reynsluna hafa sýnt að erfitt og flókið geti reynst að bólusetja nýbura innan við eins mánaða aldur. Ástæðan er sú að fyrir þann aldur er ónæmiskerfi barna það óþroskað að það myndar ekki mótefni í nægjanlega miklu magni og því þarf að endurtaka bólusetn- inguna síðar meir eigi hún að framkalla öfluga vörn. „Við höfum sýnt fram á að ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur mótefnamyndun gegn próteintengdri pneumókokkafjölsykru og vernd gegn pneumókokkasýkingum í nýbura- músum,“ segir Stefanía og bendir á að að árlega deyi um ein milljón barna yngri en 5 ára vegna pneumókokkasýkinga. Flest deyja börnin í Afríku, og mörg áður en þau eru bólusett eða ná að mynda verndandi ónæmi. Því er, að sögn Stefaníu, til mikils að vinna að þróa aðferðir til bólusetninga sem nýtist börnum á fyrstu vikum ævinnar og veitt er í gegnum slímhúð. Að sögn Stefaníu er talsvert fengið með því, bæði veldur slík bólusetning minni sársauka, ekki er hætta á smiti með óhreinum nálum, auk þess sem bólusetning um slímhúð líkir eftir venjulegri smitleið sýkinga og virðist veita öflugri vörn í formi framleiðslu mótefna. Tilraunir með bólusetningar Stefanía P. Bjarnarson VEGLEG dagskrá er í boði á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigð- isvísindum við HÍ. Alls verða rúmlega 260 framlög, þar á meðal fimm gestafyrirlestrar, 151 stutt erindi og yfir 100 kynningar á veggspjöldum. Ráðstefnan stendur bæði í dag og á morgun milli kl. 9 og 17.40. Erindin verða flutt samhliða í stofum 130, 131 og 132 í Öskju. Auk Lenu og Stefaníu kynna doktorsverkefni sín styrkþegarnir Bryndís Björnsdóttir, sem fjalla mun um eiginleika peptíðasa í seyti fisksýkilsins Moritella viscosa, Brynhildur Thors, sem fjalla mun um tvær boðleiðir til þess að miðla boðum thrombíns til örvunar eNOS í æðaþeli, Ólafur Andri Stefánsson fjallar um áhrif sviperfðabreytinga í BRCA1-geni, sem skoðuð voru með CGH-örflögutækni, en umrætt gen er annað af tveimur genum sem tengjast áhættu á brjóstakrabbameini, Sveinn Hákon Harðarson sem kynnir rannsókn á mælingum á súrefnismettun í sjónhimnu sjúklinga með bláæðastíflu í augnbotni og áhrif leysimeðferða á mettunina. Fjölbreytt dagskrá þegar var árum en junin er við iðafossi, Lands- gendum. , en Ein- f völdum gna ur muni um í sum- ví nauð- m að úið sé að hafnar andi varn- dan er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.