Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.01.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2007 41 menning Þú gengur í Bónusklúbbinn og færð einn tíma með einkaþjálfara sem kennir þér á tækin og lætur þig fá æfingaprógram. Einnig færð þú bol, vatnsflösku og Mættu til að vinna kortið.     Láttu árið 2007 verða æfingaárið þitt! Hreyfing hjálpar þér að ná markmiðum þínum. 31. janúar er síðasti skráningardagur. Vertu með!                Þú mætir a.m.k. einu sinni í viku út mánuðinn og færð vandað sporthandklæði. Þú heldur áfram að mæta a.m.k. einu sinni í viku næsta mánuð og færð flott hálsband fyrir lykla eða gsm-síma. Þú mætir áfram a.m.k. einu sinni í viku þriðja mánuðinn og færð í lokin vandaða íþróttatösku. Að þessu loknu ertu komin/n yfir erfitt byrjendatímabil og komin/n á beinu brautina í líkamsrækt. Leitaðu frekari upplýsinga á www.hreyfing.is eða í síma 414 4000. RÚSSNESKA listmálaranum Was- sily Kandinsky er eignað fyrsta óhlutbundna málverk módernism- ans árið 1911. Hann hafði þá leitað leiða til að ná álíka hughrifum í mál- verki og hann hafði fundið í tónlist. Þ.e. að gera málverk sem er laust við frásögn og rökræna túlkun og gefur neytandanum frelsi til að túlka út frá eigin ímyndunarafli og kenndum. Gekk Kandinsky þá ein- göngu út frá samsetningu á litum og formum sem mynduðu hrynjandi á myndfleti líkt og í tónverki. Þróun abstraktmálverksins á tón- list mikið að þakka og segir Banda- ríski myndlistargagnrýnandinn Dave Hickey m.a. í bók sinni „Air guitar“ (Luftgítar) að abstrakt ex- pressjónismi eftirstríðsáranna hefði aldrei komið til nema fyrir tilurð djassins, þá aðallega Bebop- tónlistar. Hins vegar hafi abstrakt expressjónisminn ekki skipt þróun djassins nokkru máli. En að mati Hickeys var tónlist mikilvægasta listgrein 20. aldarinnar. Sigurbjörn Jónsson er listmálari sem hefur lengi sótt innblástur í tónlist. Í fígúratífum málverkum hefur hann oft gert hljóðfæri og/eða hljóðfæraleikara að fyrirmyndum sínum. En fyrir málverkasýningu í 101 galleríi hefur hann gengið að verkunum óhlutbundnum og málað rytmakennda litafleti í ætt við ab- strakt expressjónismann þar sem form fljóta á myndfletinum og skapa takt og titring sín á milli. Sig- urbjörn skilur jaðar myndanna eftir ómálaðan þannig að myndflöturinn virkar eins og gluggi sem maður annaðhvort horfir inn í eða út um þannig að litir og form birtast manni í skömmtum. Bjartir fletir eða form eru þá sem skærir eða há- ir tónar og dökkir fletir eru sem djúpir eða holir tónar og jafnvel þagnir þegar komið er út í svart. Jafnframt nýtir listamaðurinn gegnsæi efnisins svo að litir sem liggja að baki virka sem endurómur af ráðandi tónum. Það er óhætt að segja að Sig- urbjörn leiki fimlega á skúfinn. Hann er teknískur, taktfastur en samt spunakenndur svo að form- gerðin (eða melódían) er lífleg og sí- breytileg þótt hún komi manni ekki endilega á óvart. Helst er það þó lit- rófið sem nær ekki að njóta sín sem skyldi. Það virðist flatt á köflum og tekst þar af leiðandi ekki alltaf að fylgja líflegri melódíunni eftir. Engu að síður ganga verkin ágæt- lega upp, svona þegar á heildina er litið, og ánægjuleg upplifun að standa í miðju rýminu og láta sig líða áfram eftir ítónun litanna og hrynjandi formanna. Ítónun lita og hrynjandi forma Morgunblaðið/G.Rúnar 101 „Sigurbjörn Jónsson er listmálari sem hefur lengi sótt innblástur í tónlist. Í fígúratífum málverkum hefur hann oft gert hljóðfæri og/eða hljóðfæraleikara að fyrirmyndum sínum.“ MYNDLIST 101 gallerí Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 14–17. Sýningu lýkur 11. janúar. Aðgangur ókeypis. Sigurbjörn Jónsson Jón B.K. Ransu HLJÓMSVEITIN Grasrætur spilar á tónleikum á skemmtistaðnum Dil- lon við Laugaveginn í kvöld. Gras- rætur er sveit úr Hafnarfirði sem er skipuð ungum drengjum, en söngvari hennar er Andri Eyjólfs- son. Aðrir meðlimir eru þeir Steinarr Logi, Eiður, Stefán og Pálmar. Þeir félagar leika blústónlist. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 21.30 og er að- gangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Grasrætur leika blús á Dillon www.myspace.com/grasraetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.