Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2002, Síða 14

Andvari - 01.01.2002, Síða 14
12 SIGURÐUR RAGNARSSON ANDVARI unum Barði, Hamarskoti og Kotá og frá 1895 voru allar þessar jarðir komnar í lögsagnarumdæmi Akureyrar. Þau Júlíus og María eignuðust síðar Barð og bjuggu þar til æviloka. Þar bjó einnig alla tíð Kristrún, föðursystir Einars, betur þekkt sem Rúna í Barði. Hún starfaði um ára- tugaskeið við ræstingar á húsi Gagnfræðaskólans og síðar Menntaskól- ans á Akureyri, og minntist Sigurður Guðmundsson skólameistari hennar fagurlega við skólaslit 1937 á 25 ára starfsafmæli hennar.2) María Flóventsdóttir, amma Einars, var kona hagmælt og höfðingja- djörf. Hún var málvina Matthíasar Jochumssonar, en skáldið var tíður kaffigestur í litla eldhúsinu hjá Maríu á gönguferðum sínum um brekk- una á Akureyri. Hann launaði henni gestrisnina með því að yrkja til hennar kvæði á sjötugsafmæli hennar árið 1918. Mjög náið var með þeim Einari og Maríu, ömmu hans, og enga konu dáði hann meir. Til marks um það er, að allt til dánardags bar hann á sér örlitla, snjáða mynd hennar. Þegar þau Júlíus og María fluttust í Barð var þar lítill torfbær, en sumarið 1900 varð þar breyting á. Laust fyrir aldamótin dvöldust danskir vísindamenn á Akureyri við norðurljósarannsóknir, og reistu þeir litla rannsóknarstöð í því skyni. Þegar þeir fóru af landi brott sum- arið 1900 var haldið uppboð á rannsóknarstöðinni. Keypti Olgeir Júlí- usson húsið og reisti það að Barði, tvö herbergi og örlítið eldhús. Aður en þau Olgeir og Solveig gengu í hjónaband hafði Solveig verið í vist hjá Jóni Norðmann kaupmanni á Akureyri og Jórunni konu hans, uppeldissystur sinni á Hraunum. Olgeir hafði nurnið bakaraiðn hjá C. Hinrik Schiöth á Akureyri og einnig dvalist um eins árs skeið í Noregi við nám og störf í iðn sinni. Hann hafði einnig haft afskipti af verkalýðsmálum, er hann tók þátt í að stofna Verkamannafélag Akur- eyrar (hið eldra) árið 1897 og varð ritari í fyrstu stjórn þess. Það félag er trúlega fyrsta félag almennra verkamanna, sem stofnað var hér á landi. Arið 1902 varð Olgeir verkstjóri hjá nýju fyrirtæki, Brauðgjörð- arfélaginu á Akureyri, og starfaði þar næstu árin. En hugur Olgeirs stóð til að verða sjálfs sín herra. Því réðst hann í það í árslok 1907 að kaupa húseign og rekstur Brauðgjörðarfélagsins. Hér var mikið í fang færst, og því kom það sem reiðarslag, er eldur kom upp í brauðgerðarhúsinu þann 5. júlí árið 1908. Fjölskyldan og aðrir íbúar hússins sluppu lifandi úr eldinum, en tjónið var afar tilfinnanlegt: húsið óíbúðarhæft og ekki hægt að baka brauð lengur. Olgeir stóð frammi fyrir þeim kalda veru- leika, að hann var gjaldþrota. Við þessar aðstæður var ekki unnt að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.