Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2002, Page 139

Andvari - 01.01.2002, Page 139
andvari NIETZSCHE í GRJÓTAÞORPINU 137 Organistinn fullyrðir að siðferði sé ekki til. Ýmsar aðrar athugasemdir hans lúta að því sama, til að mynda um lauslæti og fjölskylduna. Hann hafnar al- veg hefðbundnum hugmyndum um siðferði og deilir á hefðbundna siðgæð- isverði. Dæmið um Dobúana segir alla sögu. Siðferði getur falist í hatri og gerir kannski alltaf.23 Ahugavert er að velta fyrir sér tengslum hugmynda organistans við hug- myndir frægasta „siðleysingja“ síðari alda, Friedrichs Nietzsches. Halldór Laxness las hann á unga aldri og hreifst mjög af.24 Nýlega hefur Róbert H. Haraldsson bent á að Nietzsche sé andvígur siðferðinu sem slíku en ekki öllu siðferði. „Siðleysi“ Nietzsches tengist hugmyndum hans um að skapa sjálf- an sig á skáldlegan hátt í stað þess að taka þakklátur við gildum frá öðrum. Siðferðislegt ágæti geti aldrei markast af tali um siðferði. Nietzsche lagði allt ^aPP á að afhjúpa siðapostula sem blaðra um eigið siðferði, nota það til að breiða yfir eigin veikleika og eru fullir sjálfumgleði. Þar var hefðbundið kristilegt siðferði framarlega í flokki. Andóf Nietzsches gegn siðferðinu var kyrst og fremst andóf gegn kennivaldi þess tíma og innantómu siðferði þess.25 því leyti er organistinn hliðstæður honum. Segja má að í verki sé skáldleg sjálfssköpun svar organistans við siðferð- 'nn en hann nefnir það ekki sjálfur til heldur teflir hann fram hálfgerðri nytja- stefnu gegn siðferðinu: maðurinn getur aldrei vaxið frá nauðsyn þess að lifa í hagkvæmu samfélagi. Það er al- veg sama hvort menn eru kallaðir vondir eða góðir: við erum allir hér; nú; það er aðeins einn heimur og í honum rfkir annaðhvort hagkvæmt eða óhagkvæmt ástand fyrir þá sem lifa. (120) Að þessu leyti er organistinn ekki arftaki Nietzsches sem hafði lítið álit á nytjastefnunni og lagði meiri áherslu á fegurð en nytsemi - og ekki endilega fegurð hins smáa. Orðræða organistans minnir eigi að síður heldur meira á þennan umdeilda þýska heimspeking en enska starfsbræður hans. Enda blandar hann líka fegurðinni í málið: Afturámóti mundi það særa fegurðarsmekk minn gróft að sjá fallega sveitastúlku úr Norðurlandi drukna ... en fegurðarsmekkur og siðgæði eiga ekki skylt: einginn kemst til himnaríkis þó hann sé laglegur. (120) Oi'ganistinn vill kannski að einhverju leyti setja fegurðina í stað siðgæðisins, . úðstætt Nietzsche.26 Fegurð og hagkvæmni eru skárri forsendur en siðferð- kannski vegna þess að afstæði hugmynda um þetta tvennt er skýrara. Sið- erðið þykist á hinn bóginn byggja á almennum forsendum sem hafnar séu yfir stað og stund. Lmmæli organistans um nautn veikindanna og hið smáa bil milli kvalar og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.