Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2002, Side 188

Andvari - 01.01.2002, Side 188
186 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI danski styrkur náði skammt. Nauðsynlegt var að afla meira fjár og 1919 fékk Björg þá snjöllu hugmynd að „orðabókin ætti að eiga sig sjálf Með þessu átti hún við að allt það fé sem aflaðist fyrir sölu bókarinnar skyldi renna í sér- stakan sjóð, sem héti Hinn íslensk-danski orðabókarsjóður, og skyldi það fé síðan notað til næstu útgáfu. Björg fór til Islands vorið 1919 til að vinna mál- inu fylgi meðal þingmanna og ríkisstjórnar og varð vel ágengt. Hún fékk Al- þingi til að leggja fram hluta þess fjár sem til útgáfunnar þyrfti gegn því að Danir legðu fram hinn hlutann. Aður en hún hélt heim aftur hafði hún gert samninga bæði við Jón Ofeigsson og prentsmiðjuna Gutenberg. Framganga Bjargar vakti athygli. Jón Ofeigsson skrifaði til Sigfúsar 18. ágúst 1919: Eftir því sem maður kemst næst, munu horfur yfirleitt góðar, enda hefur kona þín unn- ið ósleitilega og haft tal af mörgum þingmanninum, eða rjettara: þrumað yfir hausamót- unum á þeim, og sjerstaklega hvöt finnur hún hjá sjer til þess að leita uppi þá, sem verst- ir eru sagðir viðureignar. Get jeg ekki annað sagt en að jeg dáist að henni fyrir dugnað- inn (Lbs. 3464 4to). Svipuð ummæli er að finna í bréfi frá Jóni sem hann skrifaði Sigfúsi 31. ágúst 1919: Þá er kona þín á förum hjeðan og flytur þjer góðar frjettir af veru sinni hjer. Hún hefur verið ötul og ótrauð, enda komið miklu til leiðar, meiru en sjálfsagt bæði þú og jeg hefð- um búist við. Get jeg ekki annað sagt en að jeg dáist af dugnaði hennar. Fjárveiting al- þingis til orðabókar þinnar mun nú að fullu trygð, ef nokkru má treysta, og það allmiklu ríflegri en ráð var fyrir gert. Eru það góðar lyktir. Þá tókust konu þinni ekki síður samn- ingamir við Gutenberg, þeir eru sjálfsagt eins góðir og frekast mátti gera sjer vonir urn. Það er enginn hægðarleikur og þarf festu og einbeitni til þess að semja á þessum tímum. En þá kosti hefur hún greinilega til að bera. Jeg hef auðvitað af veikum mætti stutt hana, en þakka mjer engan snefil af árangrinum (Lbs. 3463 4to). Af þessu má ráða að Jón bar mikla virðingu fyrir dugnaði Bjargar við öflun fjár til útgáfunnar. I bréfi frá 19. september sama ár segir hann frá því að orðabókarmálinu hafi reitt vel af á þinginu „og sjer þar kona þín ávöxt verka sinna“ (Lbs. 3464 4to). Hann hefur einnig skrifað Holger Wiehe og sagt hon- um fréttirnar því að hann segir í bréfi til Sigfúsar 14. nóvember 1919: „Já, Jón Ofeigsson hefur sagt mjer frá afreksverkum konunnar þinnar. Hefur henni sannarlega verið ágengt“ (Lbs. 3474 4to). Utgáfan reyndist mun kostnaðarsamari en gert hafði verið ráð fyrir. Ymis- legt olli því, meðal annars hækkun á launakostnaði, kaup á letri til setningar- innar og breytingar og viðbætur í próförk (Björg C. Þorlákson 1928:4; Stef- án Karlsson 1997:4). Björg reyndi eftir mætti að afla fjár og í því skyni skrif- aði hún 1928 bæklinginn Island skapar fordœmi og lét dreifa til þingmanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.