Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2002, Page 191

Andvari - 01.01.2002, Page 191
ANDVARI ANDANS KONA OG ORÐABÓKARPÚL 189 dal cand. phil., sem einnig hefir unnið að útgáfu bókarinnar, ásamt meðritstjóra mínum, aðjúnkt Jóni Ofeigssyni í Reykjavík, ákvarðanir þær, er nú skal greina um stofnun sjóðs þess, sem hjer getur um síðar. Björg hefur átt þátt í að semja texta beggja skjalanna. Til þess benda ótví- rætt ummæli Jóns Ofeigssonar í síðara bréfinu, sem vitnað var til, þar sem hann nefndi að Sigfús sjálfur hefði stungið upp á öðru orðalagi sem hann gæti sætt sig við. Sennilega fæst seint svar við því hvernig það orðalag var en Jóni líkaði það betur og gæti það bent til að minna hafi verið gert úr hlut Bjargar. Sjálfri hefur henni ekki þótt ástæða til að þegja um þátt sinn í verk- inu. Aðrar greinar uppkastsins eru að mestu samhljóða hinni eiginlegu stofn- skrá sem þau hjón skrifuðu undir 24. október 1924 en var ekki staðfest af konungi fyrr en 1. apríl 1927 og birt í Stjórnartíðindum sama ár. Inngangs- orð vélritsins hafa þó verið felld brott. í áðurnefndum bæklingi, þar sem stofnskráin er einnig birt, skýrir Björg fimmtu greinina sem fjallar um vexti sjóðsins. Henni hafði verið breytt frá handskrifaða uppkastinu á þann veg að greiða átti Sigfúsi 80% vaxta, þegar sjóðurinn hefði náð 10.000 krónum, meðan hann væri á lífi en eftir það Björgu, meðan hún væri á lífi, til undirbúnings næstu útgáfu. Þegar þau Björg og Sigfús skildu gerðu þau með sér eignasamning sem dagsettur var 2. ágúst 1924.y Þar kemur fram að Sigfús átti að greiða Björgu af vöxtunum helming þess sem hann fengi greitt: enda taki hún að sjer að vinna eða sjá um vinnu á alt að helmingi eftir samkomulagi af störfum þeim, er stofnendur eða stjóm sjóðsins ákveða að láta framkvæma ár hvert við- víkjandi orðasöfnun og undirbúningi næstu útgáfu orðabókarinnar. Þessi greiðsla fellur hvorki burt við giftingu nje fasta atvinnu eða stöðu (Eignasamningur; 1924:7). Engin merki eru þess að Björg sé að leggja orðabókarstörf á hilluna þótt hjónabandinu sé lokið. í sjöttu grein eignasamningsins kemur fram að þau Sigfús ætla að halda áfram samvinnu og semja „litla íslensk-danska orða- bók“. Tekjur af henni og styrki, sem þeim tækist að afla, átti að nota til þess að greiða skuld við Landsbanka íslands sem var á nafni Bjargar eins og áð- ur segir. Ef tekjuafgangur yrði átti að skipta honum jafnt milli þeirra. Af þessu virðist mega ráða að Björg hafi með árunum fengið áhuga á orðabók- argerð þótt henni hafi í upphafi þótt orðtakan púl. í yngri gögnum, sem fund- ist hafa, allt fram til ársins 1928, kemur hvergi fram að henni hafi leiðst verk- ið. En hún hafði fleiri áhugamál sem hún nú eftir útkomu bókarinnar vildi sinna. Nokkrum árum síðar kvað við annan tón.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.