Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Page 38

Menntamál - 01.08.1957, Page 38
132 MENNTAMÁL ins, á hinu eða öðru skeiði þroskaferilsins, og þau birtast á sérkennilegan og persónulegan hátt í dynamikinni. í raun og veru þyrfti uppeldið að laga sig eftir þessum sérkennum barnsins, það þyrfti að geta sveigt til og fallið að eðli hvers barns. Segja má, að andleg heilbrigði barns- ins velti mjög á þessum sveigjanleika uppeldisins. En kröfunni um fullkominn sveigjanleika uppeldisins er að- eins hægt að slá fram sem fræðilegri hugsjón. Henni verður aldrei fullnægt nema að sáralitlu leyti. Barnið er miklum mun sveigjanlegra en uppeldið. Uppalendurnir hlíta auðvitað sömu sálrænum lögmálum og barnið, sá er munurinn, að struktur, genesis og dynamik uppalendanna er nokkurn veginn fullgerð, og hana verður að taka sem staðreynd. Ég mun þó víkja að því í kaflanum um for- eldraviðtöl, að hve miklu leyti unnt er að hafa áhrif á sálarlíf foreldranna. Spurningunni um, hverjar séu orsakir að misþroska barna, verður því að svara eitthvað á þessa leið: Orsak- anna ber að leita í: 1) eðli barnsins, 2) eðli uppeldisins, 3) ófyrirsjáanlegum atburðum, sem gerzt hafa í lífi barns- ins. í sumum tilfellum er aðeins ein orsök að verki, í öðrum finnast þær í öllum þremur flokkunum. Algengast mun vera, að um sé að ræða eina aðalorsök og fleiri aukaor- sakir, meira eða minna áhrifaríkar. Ég veit, að ýmsum mun finnast þetta næsta lítið svar, en nær er varla hægt að komast, þegar rætt er almennt um efnið. í raun og veru er líka nægilegt að vita þetta, ef síðan er kappkostað að komast að raun um, hvaða áhrif tiltekinn orsakaþáttur í eðli barnsins, uppeldisins eða at- burðum, hefur haft á struktur, genesis og dynamik til- tekins sálarlífs. Skilningur á þessum atriðum er hið fræði- lega inntak sállækningarinnar. Sálfræðingurinn þýðir við- brögð og svör barnsins á fræðilegt mál, og enda þótt hann tjái barninu ekki vitneskju sína beinlínis, hefur hún áhrif
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.