Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Page 66

Menntamál - 01.08.1957, Page 66
160 MENNTAMAL „Vér teljum oss hafa komizt að raun um það, að treg- greind börn nái miklu betri árangri með hljóðaaðferð- inni. Tvíburahópurinn, sem þessi niðurstaða er fengin með, hefur mgrv. 87.4.“ „í sambandi við þessar niðurstöður er vert að taka það sérstaklega fram, að yfirburðir þess tvíburahóps, sem kennt var með hljóðaaðferðinni, eru alls ekki fengnir á kostnað efnisskilningsins“ (bls. 150—151). Næslund fer mörgum orðum um betri árangur, sem hann telur greindari helming tvíburanna ná með orð- myndaaðferðinni. Ég hef áður bent á, hve hæpnar þær nið- urstöður eru. Af 5 börnum „greindari helmingsins" hafa þrjú grv. 91—93, sem er langt neðan við meðallag, svo að skiptingin virðist allvafasöm. Raunverulega ná aðeins 2 börn úr om.-hópnum betri árangri í lestri en systkini þeirra í hlj.-hópnum, og þau eru alls ekki sambærileg að greindarþroska, annað hefur grv. 129, hitt 91. Það verður að teljast afarhæpið að draga af þeim almennar ályktan- ir um yfirburði orðmyndaaðferðarinnar fyrir greindari hluta nemenda1). Rannsókn Næslunds mun ekki verða talin til stórvið- burða í sögu lestrarkennsluaðferðanna. Til þess er hópur hans of fámennur. Yfirburðir hljóðaaðferðarinnar hafa sannazt í miklu víðtækari rannsóknum á síðari árum, eins og t. d. í rannsókn dr. Donald C. Agnew frá 1939, við Duke- háskólann í Bandaríkjunum. Dr. Agnew prófaði 3. árs skólabörn (9 ára bekki) tveggja borga Norður-Carolinu, Raleigh, þar sem orðmyndaaðferðin er einráð, og Dur- ham, þar sem hljóðaaðferðinni er beitt. Alls notaði hann 1) í þessu sambandi má minna á, að meðan rannsókn Næslunds stóð sem hæst, 1954, komst einn af kennurum Teachers College við Columbíaháskól- ann i Bandaríkjunum, dr. Ruth Strang, að gagnstæðri niðurstöðu: „Það má vel vera, að hljóðaaðferðin henti betur hraðnæmum börnum en tor- næmum, af því að hin fyrri hafa betri hljóðgreiningarhæfileika." Sjá Flesh.: Why Johnny Can’t Read, bls. 20.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.