Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Síða 84

Menntamál - 01.08.1957, Síða 84
178 MENNTAMÁL anna. Sálfræðingar og kennarar í félagi hin atriðin. Ég hygg, að það sé auðveldast að framkvæma með því að láta börnin ganga í skóla 3—4 daga vorið áður en skólaganga þeirra á að hefjast. Á þeim dögum sér glöggur kennari, sem hefur vanið sig á slíkar athuganir furðu vel, hverjir hafa náð skólaþroska og hverjir ekki, það gerir hann með því að hlusta á tal þeirra, mæla minni þeirra, athuga viðbrögð þeirra gagnvart félögum og kennurum og ekki sízt með því að láta foreldrana segja sér af háttum barnsins, en frásagnir foreldra geta stundum verið svo glöggar að fara má allnærri um greind barnanna með því einu að hlusta á það, sem þeir hafa að segja. Ég hef verið langorður um skólaþroskann sökum þess, að hér er í raun og veru um stórmál að ræða, sem verður að taka fastari og mannúðlegri tökum en gert hefur ver- ið. Sannast þar sem oftar, að varðar mest til allra orða, að undirstaða rétt sé fundin. Ef við viljum taka fullt tillit til þess, sem við vitum nú um mismunandi greind barna, verðum við líka að viðurkenna, að óforsvaranlegt er að ætla öllum 7 ára börnum nokkurn veginn sama námsefnið þar eð munurinn á vitaldri þeirra er þá þegar 4 ár og á eftir að vaxa eftir því sem börnin stækka. Ég gæti hugsað mér, að sumir vildu strax spyrja, hvað ég vilji gera við þau börn, sem ekki hafa öðlazt skólaþroska, og skal ég strax svara því, að ein aðferð er ekki einhlít. Sum börn má að skaðlausu láta bíða með að hef ja nám, en sums staðar geta heimilisaðstæður og annað félagslegt um- hverfi verið þannig, að þess sé naumast kostur. Ef svo stendur á, verður skólinn að koma á fót bekkjum, sem sniðnir eru við hæfileika barnanna, en ekki almenna náms- skrá skólanna. I slíkum bekkjum má kenna teiknun, handa- vinnu, söng, leiki, og fleira, en hafa lestrarnámið aðeins sem leik, en ekki skyldu. Starf skólasálfræðinga hefur til þessa einkum miðazt við það að gera kennsluna líklegri til árangurs fyrir sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.