Hlín - 01.01.1954, Side 128

Hlín - 01.01.1954, Side 128
126 Hlín Enn er það eitt, sem mjer varð undarlega minnisstætt. Jeg hafði sjeð hvíta fugla fljúga uppi í loftinu, og alt í einu langaði mig svo til að geta flogið eins og þeir. — Jeg hjelt, að þeir gætu leikið sjer svona uppi í loftinu, af því að þeir væru hvítir, og datt mjer nú ráð í hug, hvernig jeg gæti líka orðið hvít. En þá þótti mjer alt ónýtt, nema jeg fengi hin börnin með mjer, og hljóp nú og kallaði á þau og sagði þeim frá þessu. — Stakk jeg upp á því, að við skyldum fara upp á loft, þar sem kvömin stóð og mjöldallurinn, og gera okkur hvít. Þau fjellust á þetta og við lögðum af stað, jeg í fararbroddi, upp að kvörn, og jusum hvert á annað mjölinu úr dallinum. En nú var hátt í honum, því að Jón gamli hafði staðið við kvörnina allan fyrri hluta dagsins. — Alt í einu heyrum við fótatak í stiganum, og Jón gamli kemur upp. Fyrst stóð hann sem steini lostinn og við sömuleiðis. Síðan rauk hann á mig bálreiður, þreif í mig og dró mig niður stigann og gegnum stóru stofuna og inn í skrifstofu, þar sem „frúin mín“ sat raulandi við vinnu sína. Þá hratt hann mjer fram, svo að mjölið rauk um mig og sagði eitthvað á þá leið, að þarna sæi hún eftirlætið sitt. — Mjölið, sem hefði átt að vera í kökur og brauð handa heimilinu næstu viku, lægi nú úti um alt loft og allir krakkarnir eins og umskiftingurinn. Þetta væri alt Lóu að kenna, hún teygði hin með sjer út í öll skammapör. — Og svo rauk hann út og skelti hurðinni í lás. — Jeg stóð grafkyrr og kom ekki upp orði. En „frúin mín“ horfði á mig og tók mig síð- an hægt og þýðlega í fang sjer, strauk mjúkri og hlýrri hend- inni hægt og þýðlega um vanga mjer og sagði: „Segðu mjer, Lóa mín, hvernig þjer gat dottið í hug að gera þetta.“ Jeg sagði henni alla söguna um hvíta fuglinn og að mig hefði langað til, að við gætum öll flogið eins og hann. Og svo hefði jeg haldið, að við gætum flogið, ef við yrðum öll hvít, og þess vegna hefði jeg fengið hin börnin til að gera þetta. — Hún klappaði á mjöl- ugan kollinn á mjer og sagði: „Nú skal jeg segja þjer nokkuð, Lóa mín. Fuglarnir geta flogið af því, að Guð hefur gefið þeim vængi, en við manneskjurnar getum aldrei flogið, meðan við erum hjerna á jörðunni. En ef þú ert gott barn, þá gefur Guð þjer vængi, þegar þú deyr. Þá færðu mjallhvít föt og getur flogið hvert sem þú vilt.“ — Hún beygði sig ofan að mjer og kysti mig. Síðan þvoðin hún mjer, kembdi hár mitt og færði mig í annan kjól. Þegar jeg var komin langt á fimta árið, kom móðir mín til þess að sækja mig. — Ekkert dugði það, þótt hún gæfi mjer fíkjur og annað sælgæti, jeg vildi hvorki heyra hana nje sjá. Jeg skildi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.