Hlín - 01.01.1954, Side 129

Hlín - 01.01.1954, Side 129
Hlín 127 þetta eitt, að nú átti jeg að fara frá „frúnni minni“ og úr eynni minni, þar sem jeg vildi vera alla tíð. Einn rigningardag, að áliðnu sumri, fórum við af stað. Jón gamli átti að bera mig niður að sjónum og stóð hann nú úti í forstofunni og hjelt á mjer á handleggnum, og var jeg vafin innan í regnkápu. Allir höfðu kvatt mig. — „Frúin mín“ stóð í forstofudyrunum. — Þá strauk hún ennþá einu sinni um vang- ‘ann á mjer og sagði: „Jæja, Lóa mín, ríkari er eign en umhoð.“ — Að svo mæltu sneri hún sjer við og gekk inn. Þegar við komum til Reykjavíkur, fór mamma heim til syst- ur sinnar, Þorbjargar Sveinsdóttur, sem þá var Ijósmóðir í Reykjavík, og bjó í húsinu sínu nr. 11 við Skólavörðustíg. — Móðir hennar, Kristín Jónsdóttir, var þar hjá henni og voru ekki fleiri í húsinu þá um sumarið. Amma mín var þá um hálfáttrsett, björt yfirlitum með snjó- hvítt hár og djúpa húfu með núnum silfurhólk, og þó hún væri ekki lík „frúnni minni“ í sjón, var þó eitthvað skylt með þeim, sem undir eins laðaði mig að henni. — Nú lagði amma það til, að Þorbjörg tæki mig til fósturs, og gerði hún það henni að skapi. Móðir mín fór því einsömul að fáum dögum liðnum, og eftir það sáumst við ekki í fimtán ár. Reykjavík var ekki fjölbygð í þá daga. Efstu húsin við Skóla- vörðustíginn voru Litla-Holt og Efra-Holt. — Skuggahverfið og Þingholtin voru fáeinir bæir. — Af Hlíðarhúsastígnum sást vestur um allan sjó. Ekkert skygði á útsýnið. Eyjarnar og fjalla- hringurinn blasti við litlu gluggunum. Amma mín bjó í norður- herberginu uppi á lofti. Þaðan horfði jeg löngum út í „eyjuna mína“, þangað drógst hugurinn daga og nætur, og reyndi jeg þá, hvað það er „sjer engu að una“ og hef jafnan síðan orðið að finna til með þeim, sem komast í þá raun, hvað sem til hennar hefur borið. — En gott er að fá heldur að reyna þetta á barns- árunum meðan alt grær á ný, haldist lífsaflið sjálft óskert, og á þessari reynslu græddi jeg það, að síðan hef jeg aldrei unnað svo neinum stað, að mjer yrði um að skilja við hann. — Hef jeg þó í ríkum mæli notið margskonar unaðar og gæða víðast þar sem jeg hef dvalið um æfina. Þetta sumar vorum við amma oftast nær tvær einar heima. Fóstra mín hafði mörgu að gegna, þótt annríki hennar og um- svif færu sívaxandi með árunum. — Stundum var hún að heiman heila sólarhringa, og kvöld og morgna fór hún að vitja um sængurkonurnar sínar, þær og litlu börnin þeirra áttu hjarta hennar, en heimilið hennar átti það líka og amma og jeg, allir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.