Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 44

Morgunn - 01.06.1976, Side 44
42 MORGUNN markvisst og skipulega þjálfuðu sig til þess að öðlast trúar- lega reynslu og upplifun, sem héldu þessari trú lifandi í ald- anna rás. Trúin var uppspretta, sem greip og gagntók allan persónu- leikann og átti upptök sín í reynslu og upplifun, í áþreifan- legri sannleiksupplifun. Trúin er sá innblástur, sem ákveðin þekking getur veitt. Hún varð ekki til sem nein andstæða gegn þekkingu mannsins, lieldur sem afleiðing hennar. Ein- ungis á síðustu tímum finnum við þessa andstæðu milli trú- ar og þekkingar. Hún er ekki almennt hugmyndasögulegt fyrirhæri, heldur eitthvað sérstakt og einkennandi fyrir nú- tímann. Þegar einn af lærisveinum Búddha spurði eitt sinn meist- arann, hvernig hann ætti að trúa, þá svaraði Búddha, að hann ætti ekki að trúa á grundvelli neinna ytri fyrirmæla, ekki heldur á grundvelli neinnar sögulegrar hefðar, já, hann mátti ekki trúa á neitt, þótt hann fyndi, að það væri gott og rétt og félli að því, sem hann kannski vildi trúa. Hvernig átti hann þá að trúa, spurði lærisveinninn. Hann gæti þá fyrst raunverulega trúað, svaraði Búddha, þegar eitthvað væri orð- ið að persónulegri reynslu og upplifun hans. Við eigum erfitt með núorðið að gera okkur grein fyrir því, hvernig trú verður til á grundvelli þekkingar og upplifunar, vegna þess að öll hugtök okkar yfir upplifun og allar hug- myndir okkar um reynslu eru hundnar þeirri vanahugsun, sem alþýðuvísindalegar skýringaraðferðir hafa komð inn hjá okkur. En það er til nú á timum táknrænt dæmi um það, hvernig trú sprettur upp af þekkingu, hvernig það, sem mað- urinn trúir á í raun og veru, fær innblástur frá upplifun hans og vitundarlífi. Þetta dæmi er ekkert annað en trúin á nátt- úruvísindin. Það, sem maðurinn raunverulega trúir á nú á tímum, hverju, sem hann sjálfur heldur fram, það sem mað- urinn trúir á og styður sig við og játast undir, það er hin náttúruvísindalega innsýn í raunveruleikann. Einhvern furðar e. t. v. á að heyra talað um ,,trúna á náttúruvísindin“. Vísindin eiga einmitt að vera algjör and- j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.