Morgunn


Morgunn - 01.06.1976, Side 69

Morgunn - 01.06.1976, Side 69
BHAGAVAD GITA 67 vits heimskingjandans. Iírein vizka hins andlega frjálsa gerir hann óháðan ávöxtum og árangri verka sinna, atliafnanna, sem binda hann ekki framar, eins og hina sem reyrðir eru þrældóinsviðjum. Sá sem háður er veraldargenginu telur sig raunsæjan og vitrastan allra, en er ofurseldur fýsnum sinum og gerir ekki greinarmun á réttu og röngu, íllu og góðu, því eigingirnin villir honum sýn. — Hinn heimski, lati og ístöðulausi skynjar allt í röngu ljósi og fálmar sig áfram i villu og er öllum til tjóns og skaða. . . . Allar verur eru eigin- leikunum háðar og eru knúðar til starfs og athafna ómóstæði- lega og miskunnarlaust. Sá einn er þekkir eðli eiginleikanna og beitir ósveigjanlegri sjálfsstjórn, frjáls í hugsun og óháður ástríðum og fýsnum sínum, er þrautseigur í mótlæti orrust- unnar og færir Guði allar athafnir sínar sem fórn, heiminum til blessunar og velfarnaðar, hann er fær um að öðlast lausn frá þjáningu, kvöl og sársauka lífsins, þótt hann starfi. Slíkur maður tilbiður Guð og er sameinaður honum i verkum sín- um, og hann starfar ótrauður, vitur og frjáls, því hann hefir sigrað sjálfan sig og girnist ekkert framar; hann er gæddur óbrigðulli sjálfsstjórn og líf hans mótast af dómgreind og kærleika. — Drottinn ísvara hýr í hjörtum allra vera og að vita þetta og að sameinast þessum æðsta veruleika er hið æðsta heimkynni og lokamark. Enginn skyldi því hika við að taka þátt í orrustunni, hildarleik lífsins, heldur berjast ótrauð- ur, þjóna Guði i trúartrausti kærleika og góðfýsi til allra vera, og fyrir það öðlast hina ævarandi lausn hinna dyggð- ugu. — Þegar hinn Blessaði Krishna hefir þannig frætt hinn hrjáða mann, prinsinn Arjuna, lýsir nú hinn áður ráðvilti bardagamaður og hetja, Arjuna, því fagnandi yfir, að allur efi og villa séu honum að fullu horfin fyrir náð og blessun fenginnar þekkingar og að hann sé reiðubúinn til þess að taka sér ótrauður vopn sin aftur í hendur og berjast. — Hann hefir þannig að lokum unnið bug á sjálfselsku sinni og ástríð- um og öðlast hæfileika til að sameinast Brahman, hinum innsta og æðsta veruleika. — Þannig lýkur hinu mikla ljóði sem samkvæmt eðli inntaksins er ekki fjarri að skoða sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.