Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.11.2009, Blaðsíða 49
Menning 49FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2009 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MARGRÉT Vilhjálmsdóttir, leik- kona og leikstjóri, var í rosalegu stuði þegar blaðamaður ræddi við hana í fyrrakvöld enda leikverkið, eða fjöl- listaverkið, Hnykill að smella saman. Verkið verður frumsýnt í kvöld. „Þetta er allt að skella á,“ segir Mar- grét og hlær, greinilega búið að vera gaman að vinna að verkinu. Þarf að leysa úr einhverjum flækj- um í Hnyklinum fyrir frumsýningu? „Það eru nokkur lykkjuföll,“ svarar Margrét og hlær, þannig sé það alltaf á seinustu metrunum, ljós vanti hér og þar og hátalara þurfi að hengja upp o.s.frv. En af hverju nafnið Hnykill? „Hnykill er annað orð yfir heila, litli heili er s.s. kallaður hnykill en þetta vissum við nú ekkert fyrr en við vorum komin aðeins lengra,“ svarar Margrét. „Í rauninni er þetta dálítið margþætt sýning. Við tókum hana annars vegar út frá heilanum, vorum að stúdera skynjun; sjón, heyrn, bragð og taugaboð, skynfæri og ákváðum að skipta í rauninni þeim stöðum sem áhorfandinn heimsækir upp í ákveðin skynjunarform, að þarna væri áhersla á heyrnina, þarna á bragðið eða sjónina. Þetta hefur nú allt svona mengast aðeins yfir í hvert annað. Síðan höfum við verið að stúdera eitthvað sem heitir „transcendence“ sem Jung talar mikið um og erum bú- in að detta inn í svona Jung-ískt þema. Þegar maður er að tala um heilann má maður ekki tala um undir- meðvitundina en við erum alveg að gera það, það eru öll tabú hérna í gangi og allt gengur svona aðeins í kross. Þannig að undirmeðvitundin svífur hérna yfir vötnum og það var líka alltaf dálítið leiðarljós þegar við vorum að vinna að ritskoða okkur ekki of mikið, leyfa undirmeðvitund- inni að taka yfir,“ segir Margrét. Innsetningar í 14 rýmum Í sýningunni er farið með áhorf- andann í óhefðbundið ferðalag þar sem ólíkum listformum ægir saman líkt og gert var í verkunum Gyðjan í vélinni og Orbis Terræ-ORA sem Margrét kom einnig að. „Núna erum við með fjórtán rými og áhorfandinn er einn á ferð. Hann er leiddur í gegn- um þessi fjórtán rými og hann verður fyrir e.k. innsetningu eða performans í hverju þeirra,“ útskýrir Margrét. Þá hafi verkið einnig verið unnið út frá sagnaforminu, saga sé sögð með einum eða öðrum hætti í hverju rými. „Við höfum líka verið að vinna með mandölu-formið sem Jung vann líka mikið með. Það er í rauninni geo- metrískt form, hringur með miðju og þú finnur það eiginlega í öllum trúar- brögðum heims,“ heldur Margrét áfram og greinilegt að mikið hefur verið stúderað fyrir sýninguna. „Þetta er upphafið að öllu borg- arskipulagi,“ nefnir hún sem dæmi um margvíslega notkun mandölu í menningarsögunni. Þá komi hugtakið „safn“ einnig við sögu í verkinu. Þeir sem vilja skyggnast inn í töfraheim Hnykils geta keypt miða í Bókasafni Seltjarnarness á þeim tíma sem opið er. Verkið er sýnt í Bygg- görðum 5, frumsýnt í kvöld kl. 20. Undirmeðvitundin svífur yfir vötnum  Í verkinu Hnykli er leikið á skynjun áhorfandans með ólíkum gjörningum og innsetningum í fjórtán rýmum  Undirmeðvitundinni er gefinn laus taumurinn og listform renna saman Ólöf Arnalds og Helgi Rafn Ingvarsson semja tónlist og hljóðmynd við verkið en Katrín Þorvaldsdóttir sér um hönnun og hefur yfirumsjón með gerð leikmyndar. Ríkey Kristjánsdóttir sér um búningahönnun. Lýsing er í höndum Arnars Ingvarssonar. Sviðslistamenn eru Ásgerður Júníusdóttir, Vilborg Ólafsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Halldóra Malin Pétursdóttir, Magnea Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Gríma Kristjánsdóttir, Halla Mía Ólafsdóttir og Védís Ólafsdóttir. Innsetn- ingar í verkinu annast nokkrir listamenn, þ. á m. Bjarni Massi, Ryan Pat- reka, Kristjan Zaklinsky og Marta Macuka. Margrét, Ríkey og Katrín hafa haft listræna umsjón með verkinu. Margt um listamanninn Ljósmynd/Vera Pálsdóttir Ævintýraheimur Eins og sjá má eiga gestir ekki von á neinum hversdags- legheitum á Hnykli. Gott að vera viðbúinn öllu en þó ekkert að óttast. hnykill.blogspot.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.