Ný saga - 01.01.1999, Síða 12

Ný saga - 01.01.1999, Síða 12
Helga Kress Mynd 7. Teikning úr siðbæt- andi riti frá 16. öld. Þar er sýnt á opin- skáan hátt, hvað sannkristnum mönnum bæri að varast. Allt var skop- stælt: bærtir, sálmar, bænasörtgvar (litaníur), grafskriftir, skriftamál, guðspjöllin, guðsþjónustan og píslarsagan kvæmt forskrift. Skriftamál Ólafar einkenn- ast af ýkjum, stóryrðum og líkamslýsingum, og þau breiða úr sér í sviðsetningum. Lögð er áhersla á neðri hluta líkamans, líkamsstarf- semi og líkamslosta, hömluleysi og afbrigði- leika. Hátt verður lágt, andi verður efni. Textinn einkennist með öðrum orðum af grótesku myndmáli, eins og það er t.a.m. skil- greint af Mikhail Bakhtin og ryður sér mjög til rúms í bókmenntum á síðmiðöldum.37 En gróteskt ntyndmál er jafnframt eitt meginein- kenni á skopstælingu - eða paródíu. í riti sínu Die Parodie im Mittelalter38 fjall- ar Paul Lehmann um skopstælingu á latnesk- um helgisiðum og helgiritum, og ýmsar teg- undir hennar, svo sem Parodia Sacra (guð- spjallaskop) og Joca Monachorum (munka- skop). Slíkar paródíur voru mjög algengar á miðöldum. Allt var skopstælt: bænir, sálmar, bænasöngvar (litaníur), grafskriftir, skrifta- mál, guðspjöllin, guðsþjónustan og píslarsag- an. Einnig voru skopstæld bréf, tilskipanir, lyfseðlar og málfræði. Maríukvæði verða að drykkjuvísum, himnaríki að krá. Siðaprédik- anir verða að sögum um munka sem láta flekast af giftum konum. Menn verða að dýr- um. í einum skopstældu skriftamálunum ganga úlfur, refur og asni til skrifta. Lehmann skilgreinir paródíu sem sérstaka tegund bók- menntalegrar eftirlíkingar. Flestar paródíur tala ekki með eigin orðum, heldur snúa út úr orðum annarra og þekktra texta, sem þær vísa mjög ákveðið til, m.a. með því að nota sama form. Oft hefjast þær á óbreyttum fyrstu lín- um úr frumtexta, eða þær endurtaka með jöfnu millibili einhverjar línur eða stef úr honum. Paródían lætur sem hún sé að segja satt og rétt frá, en er í raun að skrumskæla og gera grín. Allt á þetta við um skriftamál þau sem eignuð hafa verið Ólöfu ríku. Þau eru bók- menntalegur texti, unninn upp úr stöðluðum skriftaformálum. Og er það skýringin á því sem Stefán Karlsson bendir á og þykir merki- legt „hve orðfærið í skriftamálum þeim sem Ólöf er borin fyrir sé líkt orðfæri skriftamála hómilíubókarinnar." í skriftamálum Ólafar eru orð og setningar úr skriftaformálum end- urtekin með jöfnu millibili og síðan lagt út af þeim með ýktum tilvísunum í skriftaboð og skriftaspegla. Orðin „eg hefi misgert“ og „minn andlegur (kæri, sæti) faðir“ ganga eins og leiðarminni um skriftamálin og sýna valda- hlutföllin milli hins andlega skriftaföður og hins líkamlega og iðrandi kvensyndara. Það er mikil írónía í textanum, t.a.m. þegar guði er í lokin kennt unt allar syndirnar undir yfir- skini syndajátningar: „Oftsinnis féll eg í greypilega guðlastan ... þá er eg sagði með mér hann skapað hafa efni og undirstöðu syndanna.“ Athyglisvert er að öll „skriftamálin" sem varðveist hafa eru lögð konum í munn. Þetta er varla tilviljun. Eins og Aron Gurevich
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.