Birtingur - 01.01.1965, Page 64

Birtingur - 01.01.1965, Page 64
THOR VILHJÁLMSSON: SYRPA Lollypop Einn merkasti viðburður á myndlistarsýning- arvettvangi er hið mikla markaðstorg sem er opið annaðhvert ár í Feneyjum: Biennale di Venezia. Þar sá ég mikið af Poplistinni síðast. Amer- íska sýningardeildin hafði annexíu í konsúl- ati Bandaríkjanna, skrifararnir báru út stimpla sína skjöl og skóhlífar en stóðu sjálfir út við dyr þegar hin úfnu vitni mannsandans komu með niðurstöður sínar til að frambera sáluhjálpina. Þar mátti skoða tannbursta sem var svo stór að það var einsog hann væri til þess að þrífa tennurnar í hvalnum Moby Dick eða sam- vizkusamlega gerð auglýsing fyrir verksmiðju sem langar til að komast upp í okkur. Þetta var framlag eins listamannsins; iðjusemi og hugvit annars hafði getið af sér tannsáputúbu í svipaðri stærð, á einum stað var glerhjálmur og undir honum ljósapera sem hafði verið máluð rauð, skilti fylgdi sem á var skrifað: A Bulb, ljósapera. Þetta voru allt menn sem höfðu hlotið frægð að verðleikum fyrir afrek sín í þágu heimsmenningarinnar. Nú er dagur Pop. Pop, Op, Lollypopp og Allez-hop. Nú fara listamennirnir að eiga góða daga eða öllu heldur þeir sem koma í staðinn fyrir þá. Það var einn af þessum stóru listamönnum sem nú gerast, hann hafðí alltaf opið hús, mikið var hann önnum kafinn að vera glaður við gesti sína sem komu við á markaðnum og keyptu blómkál, appelsínur, snigla, geddur, fiðurfé og vín og kannski marsípan hjá sæl- gætissalanum á horninu og sumir komu með whisky eða vodka, bjór og hvað nú heitið hefur svo það var ágæt veizla á hverju kvöldi, og gekk allt svo ljómandi fram á hvern dag sem silaðist yfir veröldina, þangað til það er einn dag að síminn hringir og ein af þessum köldu röddum viðskiptalífsins sem búa í draumleysi dagsins: ja nú er það sýningin, segir röddin: nú er ekki eftir neinu að bíða. Aumingja listamaðurinn ranglar um valinn þar sem veizlan hafði leift hræjum sínum. Skyndilega vaknar snillin og veizluborðið blasir við með landslagi sínu og litrófi: þar var spagetti einsog hvítar kafnaðar slöngur, hnotubrot, sveppir og skrælingur af appelsín- um, fuglarassar og slappar klær og klesst vín- ber með litlum hálfbruddum steinum hér og þar, agúrkur og örsmáir fiskhausar með litlu auga upp í loft horfandi í annan heim, fisk- dálkar einsog á mynd eftir Braque (ekkert er nýtt undir sólinni), dauður þröstur og hálf- nagaður háls af svölu, tómatsósuslettur og rauðvínsblettir og ... og ... Þá kallaði málarinn á flutningamennina, sendi eftir fixatífi og festi sköpunarverkið á 62 BIRTINGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.