Birtingur - 01.01.1965, Side 82

Birtingur - 01.01.1965, Side 82
áttu rót sína að rekja til umíangsmikilla rann- sókna á tíma, sem hann ge’rði grein fyrir í ritgerð sem nefndist . . . hvernig tíminn líður. I Grúppum fyrir þrjár hljómsveitir reyndi Stockhausen að skapa nýtt samhengi milli tónhæðar, tíma og blæs. Hann kompóneraði krómatíska tempóskala, rítmíska „yfirtóna“ sem ráða áttu blæ rítmans, líkt og yfirtónar tónhæðar ráða tónblæ þeirra. Allt verkið er gert útfrá einni röð, sem túlkuð er sem tón- hæð, rítmi og blær. í Grúppum kom fyrir, að þrjú tempó voru spiluð á sama tíma. Til þess að unnt væri að skynja þau hvert fyrir sig, sarndi Stockhausen verkið fyrir þrjár hljómsveitir, sem stillt var upp í kring um áheyrendur. Og þarmeð kom ný eigind til sögunnar: staður hljóðsins í rúminu. Stock- hausen setti fram hugmyndir sínar um nýja gerð konsertsala á þessa leið: „Hugmyndir mínar beinast að því »að reisa sali, sem eru kúlulaga. í miðri kúlunni sé pallur fyrir áheyrendur, gagnsær og ekki hljóðheldur. Þá gætu áheyrendur heyrt músík úr öllum átt- um, músik sem sérstaklega væri samin fyrir slíka sali.“ Stockhausen gerði ráð fyrir, að unnt væri að setja upp hátalara eða palla fyrir flytjendur hvar sem var í kúlunni. I „Zeitmasse fyrir fimm tréblásara" reyndi Stockhausen að samræma punkta- og grúppu- form: atburðir eru skynjaðir sem punktar eða grúppur eftir því í hvaða samhengi þeir standa. Heyrn okkar er afstæð, við berum það sem við heyrum saman við það, sem við höf- um heyrt, munum. Og tónn virkar lengri inn- anum fjölda tóna sem eru miklu styttri hon- um en jafnlangur tónn innanum langa tóna. í Zeitmasse voru ýmsar óvanalegar tempófor- skriftir: auk tólf tempóa áttu hljóðfæraleik- ararnir að spila „eins hratt og unnt er“, „eins hægt og unnt er“ (tiltekinn fjöldi af tónum í einum andardrætti), „hægja hratt á sér“, „flýta smám saman“. Verkið var samið með tilliti til þess, að engir tveir hljóðfæraleikarar eru eins, og þetta kallaði Stockhausen „breyti- legt form“. í elektróniskri músik er hægt að ná fullkominni nákvæmni, þeirri nákvæmni sem tónskáldið óskar eftir. Stockhausen fannst bezt fara á því að nota elektróniska tónlist til að framkvæma þær hugmyndir, sem ófram- kvæmanlegar voru með hljóðfærum og spil- urum, en láta hljóðfæraleikarana framkvæma það sem óframkvæmanlegt væri með elektrón- iskum aðferðum, hversu fullkomin sem tæk- in kynnu að vera. Elektrónisk músik er aðeins til á tónbandi, óbreytanleg, alltaf eins og höf- undur hennar hefur gengið frá henni. Það sem samið er fyrir hljóðfæri og flytjendur er alltaf breytilegt, flytjendur „túlka“ þau tákn, sem þeir sjá á blaðinu, hver á sinn persónu- lega hátt. Stockhausen færir sér þetta í nyt. í 80 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.