Birtingur - 01.01.1965, Side 90

Birtingur - 01.01.1965, Side 90
við menntabrunna en fyrir aldarfjórðungi. Allt horfir þetta til aukinnar menningar. Engu að síður er kunnara en frá þurfi að segja, að fjölda landsmanna hefur 8 stunda vinnudagurinn aldrei verið annað en skráð samningsgrein: eftir sem áður hafa þeir orðið að þræla myrkranna á milli til að sjá sér far- borða. Það er skaðsamleg skammsýni og þjóð- félagssmán að þröngva svo kosti manns, að hann neyðist til að leggja nótt við dag til að afla sér og sínum brýnustu nauðþurfta. Tækniþróuðu þjóðfélagi er allt annað en fengur að slíkum vinnuháttum. Þjóðhagslega er miklu arðvænlegra — að ekki sé minnzt á, hvort mannúðlegra er — að takmarka vinnu- tíma ófaglærðs manns t. d. við 7 dagstundir og gefa honum síðan kost á þriggja stunda starfsnámi á fullum launum en láta hann hjakka í sama fákunnáttufari 10 stundir dag hvern ár eftir ár, unz hann þrýtur þrek og heilsu um aldur fram. En slíkur skilningur á langt í land hjá íslenzkum vinnuveitendum. Þeim mun mikilvægara er, að þeir sem eiga undir högg að sækja láti kröfuna um hóflegan vinnudag ekki niður falla. Við hvern áfanga á þeirri leið stígur þjóðin öll skref í menn- ingarátt. Geta ber þess sem gert er Oft hef ég glaðzt yfir hamingjuhlutskipti ís- lendinga að vera fámenn þjóð og vopnlaus: gæfu þeirra að vera um aldir lausir undan liverri hneigð til að drottna yfir annarra landa lýð, unz óáleitni varð þeim þjóðareðli. Við höfum enga ástæðu til að ofmetnast af slíkum eðliskostum og gerum það vænti ég ekki fremur en vitur maður af gáfum sínum eða öðrum guðsgjöfum, sem honum falla í skaut. En engum er heldur sæmandi að af- rækja það, sem honum er bezt gefið. Og oft hlýtur manni að renna til rifja, hve illa við rækjum smáþjóðareðli okkar: hve hirðulausir við erum um að sýna öðrum þjóðum þann góða hug, sem við berum til þeirra, hve sjald- an við nýtum tækifæri sem okkur gefast á að vera stærri þjóðum og vanþroskaðri, svo sem kjarnorkustórveldunum, dæmi um friðsemd- arfólk sem virðir mannhelgi, lög og rétt — lifir af eðlishneigð eftir lögmáli friðsam- legrar sambúðar. Þegar ég tala um að við afrækjum smáþjóðar- eðli okkar — íslendingseðli okkar — á ég náttúrlega fyrst og fremst við aðild Islands að stríðsfélagi hervelda og margvíslega ósvinnu sem því fylgir: dvöl erlendra vopna- stráka í landinu, samábyrgð íslendinga á herfilegum ódæðisverkum „bandamanna" sinna víðsvegar um jarðarkringluna, þátttöku íslenzkra í ráðabruggi erlendra hermálagosa, auðsveipa fylgispekt við „stórabróður“ á 88 BIRTINGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.