Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Síða 23

Freyr - 01.05.2000, Síða 23
I. verðl. A í gamla Skarðs- hreppi var Jonni 98-131 á Steini. Hann er smágerður en full þroskalítill. I Hegranesinu voru dæmdir 7 hrútar frá fjórum bæjum. Þar bar af kollótti hrúturinn Goði 98-239 í Beingarði. Hann er heimaalinn, kattlágfættur með mikinn frampart, sérlega mikil mala- og lærahold en gallaður á ull og full stuttur. Goði var 7. í röð yfir sýsluna og 3. besti kollótti hrúturinn. Einnig má nefna Manna 98-205 í Keflavík og Hnoðra 98-484 í Keldudal. í gamla Staðarhreppn- um komu til sýningar 7 hrútar frá fjórum bæjum. Þar bar Klinton 98-320 á Geirmundarstöðum höfuð og herðar yfir aðra hrúta. Klinton er keyptur frá Hjarðafelli, sonur Svaða 94-998. Hann er hvítur, hymdur, rígvænn, með frábærar útlögur, og gríð- arleg bak-, mala- og læra- hold, en aðeins gallaður á ull og full feitur. Klinton var í 2. sæti að stigum yfir Skagafjarðarsýslu og með þykkasta bakvöðvann, 40 mm, í Skagafirði þetta haustið. Einnig skal nefna Snæfellingana Máv 98- 371 og Snæ 98-372 í Holtsmúla sem báðir em frá Mávahlíð og ágætlega gerðar kindur. Mávur er undan Snæ er 95-002 en Snær undan Amor 94-814. í gamla Seyluheppi vom sýndir 10 hrútar frá 5 bæjum og fengu þeir allir I. verðlaun. Samkvæmt venju toppuðu hrútamir á Syðra-Skörðugili aðra hrúta sveitarinnar og röðuðu sér í þrjú efstu sætin og vom allir meðal 15 bestu hrúta sýslunnar. Glaður 98-437, S-Skörðugili. Þistill 98-626, Djúpadal. Hvati 98-259, Litlu-Brekku. Efstur þeirra var Saumur 98-432, sonur Nagla 96- 433, sem komið hefur afburðavel út í afkvæma- rannsóknum. Saumur er langvaxinn með frábær bak- og lærahold. Hann raðaðist í 3. sæti skv. stigum yfir sýsluna og mældist með næstmesta bakvöðvann, 38 mm. Næstur kom Glaður 98- 437 sonarsonur Galsa 93- 963, samanrekinn holda- hnaus en gallaður á fótum og að síðustu Dallur 98- 431, sonarsonur Kúnna 94-997, sterkur í læmm en full stuttur. I gamla Lýtingsstaða- hreppi vom dæmdir 22 hrútar. Þar röðuðu sér þrír hrútar á Hverhólum í efstu sætin og vom þeir í 8., 20. og 23. sæti yfir sýsluna. Þeirra glæsilegastur var Snöggur 98-749 keyptur ffá Mávahlíð, sonur Am- ors 94-814. Snöggur er kattlágfættur, hreinhvítur með mikla frambyggingu og góð bak-, mala- og lærahold, en fullstuttur. Þá kom Drangur 98-750 frá Hjarðarfelli, sonur Bjálfa 95-802, jafn- og langvax- inn en aðeins gallaður á ull. Fóli 98-748 var þriðji í röðinni, heimaalinn undan hrút frá Berserkseyri. Hann er ágætlega gerður með góð lærahold en fúll stuttur. Einnig er rétt að nefna Máv 98-696 á Hóli, keyptur frá Mávahlíð. Agætlega gerður hrútur en vantaði aðeins á þroskann svo að hann nyti sín til fullnustu. I Akrahreppi komu til sýningar 12 hrútar ífá 4 bæjum. Efstur þar stóð Þist- ill 98-626 í Djúpadal keypt- ur frá Holti í Þistilfirði undan Varpa 97-717. Þistill er glæsihrútur að allri gerð með áberandi sterk lærhold og var í 13. sæti yfir sýsl- una. Skilaði hann þessum eiginleikum til afkvæma sinna í ríkurn mæli. Einnig skal nefna Svan 98-581 á Þverá n, keyptur frá Mávahlíð, sonur Snæs 95- 002, og Frosta 98-628 á Djúpadal keyptur frá Frostastöðum sem báðir em smágerðar holdakindur. I Viðvíkursveit voru sýndir 12 hrútar. Þeirra bestur var Gáski 98-456 í Brimnesi og hafnaði hann FREYR 4-5/2000 - 23

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.