Freyr

Volume

Freyr - 01.05.2000, Page 31

Freyr - 01.05.2000, Page 31
var Strútur, sem er sonur Mola 93-986, samanrekin holdakind og ákaflega vel gerður. Mestur á velli Fljótshlíðarhrútanna var samt Dreki á Kirkjulæk, feikilega sterklegur og öflugur hrútur, gríðarlega bollangur, en aðeins ullar- gallaður og ekki alveg eins vöðvaþykkur og toppamir í sveitinni. Rétt er að nefna einn ákaflega athyglis- verðan hrút enn frá sýning- unni í Fljótshlíð, sem er Skakkur á Eystri-Torfa- stöðum. Þessi hrútur hafði orðið fyrir áfalli í uppeldi og var því þroskah'till og sýndi ekki sitt rétta gervi, en vöðvafylling hjá þess- um hrút er með ólíkindum. Hér fer enn einn toppur undan Bút 93-982. * I Rangárvallahreppi komu nokkrir athyglis- verðir hrútar. f hinni litlu hjörð Magnúsar í Norður- bæ voru tveir topphrútar, hálfbræðurnir Óðinn og Týr. Týr er fádæma kind að vænleika og þroska en Óðinn allur fágaðri og ræktarlegri kind. Þessir hrútar eru sonarsynir Djákna 93-983. Á Selalæk var skoðaður mjög vel gerður og prúður kollóttur hrútur, sem Mjaidur heitir, en hann er einstaklega ullargóður. í Næfurholti voru tveir ágætir vet- urgamlir hrútar, Skarði frá Skarði í Landsveit, sonur Kletts, sem verið hefur mikill kynbótahrútur þar og Kubbur, heimaalinn undan Mola 93-986. Á Kaldbak voru tveir ágætir hrútar, Bylur sonur Mola 93-986 og Stefán, sonur Fóla þar heima. Hrútahópurinn í Skarði í Landsveit hlýtur að verða ógleymanlegur þeim sem Keli, Grímsstöðum í V-Landeyjum. Dreki, Kirkjulcek í Fljótshlíð. Salvar, Skarði. hann sáu haustið 1999. Þama komu fjórir af þeim hrútum sem röðuðu sér meðal tíu bestu hrúta í héraðinu. Við stigun skipaðist efstur Spænir, sem um leið skipaði annað sæti í sýslunni. Þetta er sonur Mjaldurs 93-985, fádæma vöðvaþykkur og hlaðinn vöðvum í afturhluta og auk þess með hvíta og góða ull. Smali er heimaalinn, sonur Glúms, sem verið hefur einn aðal- kynbótahrútur búsins síð- ustu ár. Þetta er vænn, bol- langur, mjög vel gerður og öflugur holdahrútur. Jafn- vel enn glæsilegri kind á velli og að þroska er Safír sonur Glamranda, en hann hafði vart eins mikil læra- hold og hinir toppanna í Skarði. Salvar, sem er son- ur Pela 94-810, er mjög jafnvaxinn og vel gerður hrútur, bakþykkur, en vart með eins gott vöðvalag og sumir hinna hrútanna. Að síðustu skal nefna Sand sem er sonur Mola 93-986. Þessi hrútur er vasaútgáfa af hinum Skarðshrútunum að stærð, því að hann er ótrúlega lágfættur (104 mm), en samtímis hefur þessi hrútur ótrúlega mikil lærahold. 1 Ásahreppi voru ágætir hrútar; Svanur í Kálfholti sonur Skrepps 92-991, Veggur á sama bæ og Hringur í Kastalabrekku,- sonur Garps 92-808. FREYR 4-5/2000 - 31

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.