Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2000, Side 33

Freyr - 01.05.2000, Side 33
Dreki, Miðfelli. Brútus, Þóroddsstöðum. Búi, Vogsósum. einn elsta og vandaðasta farandgrip á gripasýning- um hér á landi. Hlut- skarpastur þar varð Dreki hjá Magnúsi á Miðfelli. Þetta er ákaflega föngu- legur, vel gerður, gríðar útlögumikill og holdgóð- ur hrútur. Þessi hrútur er sonur Dropa 91-975, en hálfbróðir hans, Goggi 98-251 hjá Steinari í Auðsholti, lfkist honum um margt, en sá hrútur er fæddur í Eystra-Geld- ingaholti. Þriðja toppein- staklinginn skal nefna þama í sveit, Reyk hjá Bjama í Skipholti. Þetta er feikilega sterkbyggður, jafnvaxinn og vöðvaður glæsihrútur. Hann er fæddur í Reykjahlíð, en faðir hans, Jens á Húsa- tóftum, stóð mjög ofar- lega á héraðssýningu fyrir fjórum árum. Sá skuggi hvfldi yfir þessum hrút eins og fleiri af- bragðseinstaklingum í Arnessýslu á síðustu ámm að þetta væri bækl- unarhrútur. I Biskupstungum vom bestu hrútamir Klumpur og Kyllir í Miðhúsum, Prins og Kóngur í Austur- hlíð og Skarpur í Amar- holti, allt vemlega álitleg- ir hrútar þó að ekki skip- uðu þeir sér í röð albestu hrúta sýslunnar. Allir þessir hrútar voru til- komnir við sæðingar. Toppurinn í hrútastofn- inum í Amessýslu haustið 1999 var í Laugardal. Þar komu til sýningar albræð- ur, Stefnir á Böðmóðs- stöðum og Brútus á Þór- oddsstöðum sem fæddur er á Böðmóðsstöðum. Þeir em synir Búts 93- 982. Báðir þessir hrútar eru einstök metfé að allri gerð, Stefnir talsvert vænni en með verri ull. Brútus er hins vegar allur heldur vöðvameiri með fádæma þykkan og vel lagaðan bakvöðva og ótrúlega mikil lærahold. Hann skipaði efsta sæti hrúta í Amessýslu og um leið á Suðurlandi. A Mjóanesi í Þingvalla- sveit var sýndur Tvistur sem er sonur Búra 94- 806. Þetta er ákaflega þéttholda, lágfættur og vel gerður hrútur og með albestu kollóttum hrútum á Suðurlandi. Besti kollótti hrúturinn á Suðurlandi var samt án alls vafa Búi hjá Þórami í Vogsósum. Þetta er ótrú- lega fönguleg kind, bol- langur, sívalur, jafnvax- inn, vöðvaþykkur með góða ull, en hann skipaði um leið 6. sæti hrúta í Ár- nessýslu. Um áratuga skeið hefur verið þaul- ræktað kollótt fé í Vogs- ósum sem flest bendir til að í dag sé jafnkostamesti stofn af kollóttu fé á Suð- urlandi. Eins og ætíð þá eru synir sæðingarstöðvar- hrútanna ákaflega fyrir- ferðarmiklir á meðal I. verðlauna hrúta. Það hef- ur komið fram í skrifum hér að framan að vemleg- ur hluti allra álitlegustu einstaklinganna, sem fram komu, em þannig tilkomnir. Því miður er ættfærsla hrútanna tals- vert gloppótt en meðal veturgömlu hrútanna verða samt taldir á annað þúsund I. verðlauna hrút- ar úr sæðingum beint. Listi um þá hrúta sem vom þar með fleir en 20 syni sýnir eftirfarandi: Moli 93-986 Synir 115 Bjartur 93-800 83 Bútur 93-982 80 Hnoðri 95-801 80 Bjálfi 95-802 60 Djákni 93-983 49 Spónn 94-993 48 Bylur 94-803 47 Garpur 92-808 39 Sólon 93-977 37 Kúnni 94-997 36 Peli 94-810 31 Hnykkur 91-958 29 Dropi 91-975 22 Búri 94-806 22 Mjaldur 93-985 21 -jý FREYR 4-5/2000 - 33

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.