Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 53

Freyr - 01.05.2000, Qupperneq 53
Um sauðfjárrækt og rannsóknir á Nýja-Sjálandi eftir Emmu Eyþórsdóttur Rannsókna- stofnun land- búnaðarins Aundanfömum tveimur vetr- um bauðst mér tækifæri til að dveljast við rannsóknar- störf á Nýja-Sjálandi í u.þ.b. tvo mánuði hvort ár. Þessar ferðir vom í boði AgResearch á Nýja-Sjálandi, sem er rannsóknastofnun á sviði bú- íjárræktar og beitar og starfar um allt landið. Stofnunin veitir sérstaka styrki til heimsókna erlendra vís- indamanna og var ég svo heppin að verða þess aðnjótandi. Land og þjóð Töluvert hefur verið ritað áður í Frey um aðstæður og búskap á Nýja- Sjálandi og tæplega ástæða til að endurtaka það en ég læt samt fljóta með nokkur atriði til að setja það sem á eftir kemur í samhengi. Nýja-Sjáland er íjarlægt íslandi og hggur við að ekki sé unntað komast lengra ef hugmyndin er að heim- sækja byggð ból á hnettinum. Land- ið er á 34-47° suðlægrar breiddar og 168-178° austlægrar lengdar og svæði á sambærilegri breiddargráðu á norðurhveli jarðar em t. d. Suður- Evrópa og norðurnki Bandaríkjanna. Landið er tvær eyjar sem teygja sig um 1600 km frá norðri til suðurs en vegalengdir stranda á milli frá austri til vesturs em mun styttri. Næsta meginland er Ástralía í 2250 km íjar- lægð til norðvesturs. Landslag er ákaflega ijölbreytt, allt frá 3000 m háum ijallgörðum til sléttlendis í fárra metra hæð yfir sjávarmáli á suðureynni og mikið er af hæðóttu og bröttu landslagi víða á norður- eynni. Loftslag er milt og temprað eða heittemprað á norðureynni, yfir- leitt ekki frost á láglendi á vetmm en hörkur geta orðið á hálendi á suður- eynni. Úrkoma er mjög breytileg eftir landsvæðum en víðast hvar nóg til að halda gróðri í nær stöðugri sprettu árið um kring. Yfirleitt er Útsýni yfir Canterbury slétturnar á suðurey Nýja Sjálands. Suður-Alparnir í baksýn með snjó á Jjallstoppum. mjög úrkomusamt á vesturströnd- inni, þar sem há íjöll rísa sums staðar beint úr hafi en hins vegar getur verið þurrkasamt austan til vegna ríkjandi vestanvinda. Á þessum svæðum geta þurrkar valdið bænd- um búsifjum seinni hluta sumars þegar grasspretta stöðvast og sums staðar verður nær því haglaust. Ég dvaldist við AgResearch í Lincoln, sem er lítið þorp rétt utan við Christchurch, sem er stærsta borg á suðureynni, með ríflega 300.000 íbúa, og er á austurströndinni. Landsvæðið austan við Christchurch nefnist Canterbury Plains og er langstærsta samfellda sléttlendið á Nýja Sjálandi og allt ræktað. í Lincoln er háskóli, sem nokkrir fs- lendingar hafa sótt, m.a. Valdimar Einarsson, sem nú starfar á Nýja-Sjá- landi og Guðrún Svavarsdóttir, sem starfar hjá Landgræðslu ríkisins. Nýsjálendingar hafa stundað bú- fjárrækt sem aðalatvinnuveg allt frá því landið byggðist Evrópubúum á síðustu öld. Fyrir voru í landinu frumbyggjar þess, Maorar, sem komu frá Kyrrahafseyjum fyrir u.þ.b. 1000 árum og lifðu á landsins gæðum. Nú eru Maorar minnihluta- hópur í eigin landi og yfirgnæfandi meirihluti íbúanna er upprunninn á Bretlandseyjum þó að hlutur annarra þjóðema hafi farið vaxandi á seinni ámm. Ibúaljöldinn er um 3,8 millj- ónir og um 85 % íbúanna búa í þétt- býli. Hlutur landbúnaðar er mjög mikill í þjóðarframleiðslu og útflutn- ingi, landbúnaðarvömr em um helm- FREYR 4-5/2000 - 53

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.