Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2000, Síða 59

Freyr - 01.05.2000, Síða 59
Tignarlegir hrútar af Merino kyni. Takið eftir fellingunum á hálsi og bringu. heimsmarkaði á kjöti. Ríkjandi hefð í sölu á lambakjöti var sala á heilum, frystum skrokkum sem aðallega vom sendir til Bretlandseyja. Á seinni ámm hefur þetta verið að breytast og aukin áhersla er lögð á að selja kjötið stykkjað og unnið að ein- hveiju leyti, bæði frosið og einnig kælt í lofttæmdum umbúðum. Mark- aðssókn hefur átt sér stað á megin- landi Evrópu og í Bandarrkjunum og menn telja sölumöguleika þar mikla vegna þess hve neysla á lambakjöti er lítil. I Bandankjunum hefur verið lögð áhersla á kjöt til grillsteikingar með góðum árangri, að öðm leyti en því að sauðljárbændur þar í landi em lítt hrifnir og reyna að koma á við- skiptahömlum á innflutning á nýsjá- lensku lambakjöti. Umræða um ein- hvers konar gæðastjómun og upp- mnamerkingar á ull og kjöti er einn- ig áberandi og hluti ullarframleiðsl- unnar er kominn inn í slíkt kerfr þar sem ákveðnar reglur em um öll stig framleiðslunnar allt frá bónda til full- unnar vöm. Aukinn vöðvi og minni fita er líka áherslumál sem unnið er að á ýmsum vígstöðvum. Notkun hrúta af hold- miklum kynjum fer vaxandi, yfirleitt eingöngu til framleiðslu á slátur- lömbum. Texelfé var flutt til lands- ins fyrir allmörgum ámm m.a. í þessu skyni. Notkun Texel hrúta hefur þó ekki náð vemlegri út- breiðslu enn sem komið er og al- gengara að menn noti hrúta af bresk- um „down“ kynjum. Mikill áhugi er á rannsóknum á vöðvasöfhunareig- inleikum í Dorset fé þar sem fundist hafa ættir með stærri bakvöðva en al- mennt gerist. Þetta em sennilega áhrif af stökum erfðavísi sem hefur verið kallaður Carwell-genið og líkur era á því að hann sé í sama sæti og svokallað Callipyge-gen sem fannst í bandarísku Dorset fé og hef- ur verið mikið rannsakað þar. Car- well genið hefur fyrst og fremst áhrif á stærð bakvöðva eftir því sem best er vitað og rannsóknir standa nú yfir á hugsanlegum öðmm áhrifum erfðavísisins, m.a. hvort munur sé á kjötgæðum. Sömuleiðis er unnið að umfangsmiklum rannsóknum á erfð- um vefjahlutfalla í kjöti og tengslum við aðra eiginleika þar sem nýttar em úrvalslínur sem valdar hafa verið annars vegar fyrir mikilli síðufitu og hins vegar gegn síðufitu. Markmiðið er meðal annars að finna merkigen sem tengjast vöðvasöfnunareigin- leikum og nota DNA próf til að finna einstaklinga með æskilega arfgerð. í þessum rannsóknum er notað sneiðmyndatæki, eitt af fáum í heim- inum sem notuð em til rannsókna á búfé. Með þessu tæki er unnt að mæla vefjahlutföll mjög nákvæm- lega í lifandi skepnum. Tækið er einnig notað til þess að þjóna rækt- unarbúum sem rækta holdmikið fé. Þá er valið fyrst eftir ómsjármæling- um en bestu hrútamir síðan sendir í sneiðmyndamælingu og endanlega valið eftir þeim. Líffænn sauðfjárbúskapur er ekki útbreiddur á Nýja Sjálandi enn sem komið er en nokkur áhugi er á slík- um búskap, fyrst og fremst í tengsl- um við mögulega markaðssetningu á lífrænu kjöti í Evrópu. Nýlega kom út skýrsla um markaðsmöguleika fyrir lífrænt lambakjöt í Evrópu, þar sem tahð er að markaðurinn muni vaxa mjög hratt í framtíðinni og mælt með því að Nýsjálendingar stefni að sölu á lífrænu kjöti. í fljótu bragði má ætla að möguleikar á líf- rænni ffamleiðslu séu allgóðir, sér- staklega vegna mikillar smárarækt- unar. Það helsta sem kemur til með að auka kosmað em vamir gegn ill- gresi og sníkjudýmm þar sem lyfja- notkun er veruleg í hefðbundinni framleiðslu. Lokaorð Hér að framan hefur verið stiklað á stóm um það helsta sem fyrir augu bar í dvöl minni á Nýja Sjálandi og von mín er að lesendur séu einhverju fróðari eftir. Nýsjálendingar em víða í fararbroddi í búfjárrækt og ástæða til að ætla að þeir muni halda áfram að sækja fram og því er áhugavert að fylgjast með þróun landbúnaðar þar. Hægt er að nálgast upplýsingar um nýsjálenskan landbúnað og tengt efni á intemetinu og em nokkrar slóðir til dæmis: www.agresearch.cri.nz (AgResearch rannsóknastofnunin sem greinarhöfundur dvaldist við), www.nzmeat.co.nz (New Zealand Meat Board - markaðsmál varðandi kjöt o.m.fl.), www.woolnet.co.nz (sölukerfi fyrir ullarviðskipti, með tengingum við ýmsar upplýsinga- veitur um ull og ullarffamleiðslu). FREYR 4-5/2000 - 59

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.