Bændablaðið - 17.04.2007, Page 37

Bændablaðið - 17.04.2007, Page 37
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200737 Heiðruð af Búnaðarfélagi Biskupstungna Á hverju ári veitir Búnaðarfélag Biskupstungna afrekshorn félags- ins. Að þessu sinni varð fyrir val- inu Ásborg Arnþórsdóttir, ferða- málafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. Ásborg hefur starfað sem ferða- málafulltrúi frá 1986 fyrir uppsveit- irnar og hefur ferðaþjónusta undir hennar leiðsögn og stuðningi vaxið mjög mikið og dafnað á svæðinu. Umdæmi Ásborgar er ekki ein- göngu stórt og fjölbreytilegt, þ.e. 7 þúsund ferkílómetrar eða 6,5% af Íslandi, heldur er þetta fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins. MHH Ásborg tók við afrekshorninu úr hendi Óttars Braga Þráinsson í Miklholti, sem er formaður Búnað- arfélags Biskupstungna. Blái hnötturinn á Sólheimum Leikfélagið á Sólheimum frumsýnir nú á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, leikritið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Sýnt er á Sólheimum og hefst sýningin kl. 14. Það hefur mikil gleði verið ríkjandi á Sólheimum meðan á æfingum hefur staðið og þátttakendur orðið fyrir mikilli vakningu af þeim einfalda og áhrifaríka boðskap sem fram kemur í verkinu, segir í frétt. Leikstjóri er Þórný Jónsdóttir. Kjúklinga- og kalkúnakjöt frá Sólfugli á Hellu slær í gegn Hjónin Gísli Stefánsson og Hafdís Dóra Sigurðardóttir á Hellu eiga og reka fyrirtækið Sólfugl á Hellu þar sem þau vinna til jafns úr kjúklinga- og kalkúnakjöti. Mest vinna þau fyrir veitingahús og stóreldhús á höfuðborg- arsvæðinu. Starfsemi fyrirtækisins hefur vaxið ár frá ári en þar vinna sex starfsmenn að jafnaði. „Já, þetta gengur ljómandi vel, við kvörtum allavega ekki. Það er alltaf vitlaust að gera enda mikil eftirspurn eftir vörum frá okkur, þær hafa greinilega slegið í gegn,“ sagði Gísli í samtali við blaðið. MHH Gísli Stefánsson, kjötiðnaðarmaður hjá Sólfugli á Hellu. Hann er líka þekktur fyrir söng sinn á Suð- urlandi við hinar ýmsu athafnir, er líklega vinsæl- asti söngvari svæðisins við brúðkaup, jarðarfarir, afmæli o.fl.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.