Bændablaðið - 08.07.2008, Síða 15

Bændablaðið - 08.07.2008, Síða 15
15 Bændablaðið | Þriðjudagur 8. júlí 2008 Flóahreppur og Íslenska gáma- félagið hafa skrifað undir samning um sorphirðu, end- urvinnslu og jarðgerð í sveitar- félaginu. Með samningnum er Flóahreppur fyrsta sveitarfélagið í dreifbýli á Íslandi til að flokka allan úrgang. Samningurinn tók gildi 1. júlí, gildir til fimm ára og felur í sér að allir íbúar Flóahrepps fái tvær tunnur til viðbótar þeirri tunnu sem fyrir er. Aukatunnurnar eru fyrir endurvinnanlegt sorp annarsvegar og lífrænt sorp hins vegar. „Markmið þessa verkefnis er að minnka magn sorps sem fer til urð- unar um allt að 70% á fyrsta árinu og allt að 80% á næstu þremur árum. Árangur verkefnisins byggist á þátttöku allra íbúa sveitarfélags- ins og mun Íslenska Gámafélagið sjá um alla ráðgjöf og fræðslu til íbúa Flóahrepps um flokkun og endurvinnslu,“ sagði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri í sam- tali við blaðið. Almenn ánægja er í Flóahreppi með framtakið enda er ætlunin að sveitarfélagið verði það umhverf- isvænsta í dreifbýli landsins. MHH Jón Þórir Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins, og Mar- grét Sigurðardóttir sveitarstjóri skrifuðu undir samninginn á íbúafundi í Félagslundi mánudagskvöldið 30. júní. Allt sorp flokkað í Flóahreppi Fyrsta sveitarfélagið í dreifbýli sem tekur upp sorpflokkun 3 stærðir áleggshnífar Verð frá 47.000 + vsk Verð 77.000 + vsk Verð 112.000 + vsk Hakkavélar Grænmetisskurðarvél mismunandi skurðarskífur LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA Skrifstofa Framleiðnisjóðs landbúnaðarins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 7. júli til og með 1. ágúst n.k.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.