Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 2
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 SPURNING DAGSINS • Fyrirlestur og happdrættisvinningar • Frjáls aðgangur að tækjasal Heilsuborgar í eina viku • 15% afsláttur af samnefndri bók Sirrýjar – eingöngu þetta kvöld! • Verð aðeins kr. 2.900.- ATH. Síðast var uppselt! „Að laða til sín það góða“ Sirrý er félags- og fjölmiðlafræðingur og hefur áralanga og farsæla reynslu af námskeiðahaldi í samskiptafærni. Fræðslunámskeið í Heilsuborg 10. maí frá kl. 19.30–22.00 Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Ástrós, þú hlýtur að vera orðin laukur ættarinnar eftir þetta boð? „Það er laukrétt!“ Ástrós Elísdóttir er í íslenskum listahópi sem nefnist Leikhús listamanna. Hópnum hefur verið boðið að setja upp sýningu á Hátíð lauksins í ítalska bænum Acquaviva delle Fonti í sumar en Ástrós bjó í bænum um nokkra ára skeið. DÝRAHALD „Ég verð að leiðrétta þetta við bæinn,“ segir Jóhann Davíð Barðason sem sótti óvart um leyfi til að halda tvær geitur við hús í útjaðri Hafnarfjarðar. „Þar sem nú hefur harðnað í ári hjá mörgum eftir efnahags hrunið þá hafa undirritaður og fjölskylda hans ákveðið að snúa sér meira að heimaræktun, bæði til að halda aftur af fjárútlátum og til að stuðla að bættri heilsu, við erum nú komin með fjölbreyttan mat- jurtagarð og lítið gróðurhús þar sem við ræktum flest það sem við borðum,“ segir Jóhann í bréfi sem hann skrifaði Guðmundi Rúnari Árnasyni bæjarstjóra. Bréf Jóhanns var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs sem fól Guðmundi Rúnari bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um geita- málið. Jóhann segist hins vegar aldrei hafa ætlað að senda bréfið. Hann hafi fengið það verkefni í íslensku í Háskólanum í Reykja- vík að skrifa formlegt bréf og óska eftir leyfi bæjaryfirvalda til að halda geiturnar tvær. „Ég prentaði bréfið út í vinnunni og skildi eftir á borðinu. Vinnufé- lagi minn sem var að fara á bæjar- skrifstofurnar sá þarna bréf til bæjarstjórans og kippti því bara með og skilaði inn fyrir mig,“ segir Jóhann og hlær. Bæjaryfirvöld tóku sem sagt ekki fyrir að heimila geitahaldið heldur fólu æðsta embættismanni sínum að grennslast fyrir um áætl- anir Jóhanns. „Ég er ánægður með hvað þetta er komið langt.“ - gar Bæjarráðið óskar nánari upplýsinga frá manni sem vill halda ímyndaðar geitur: Sótti óvart um geitahald í Hafnarfirði TVÆR GEITUR Geitur eru kýr hinna fátæku og mjög skemmtilegar í sam- skiptum við menn, segir Jóhann Davíð Barðason í bréfi til bæjarstjórans í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/SBS LÖGREGLUMÁL Um 50 grömm af kókaíni, talsvert af sterum og búnaður til framleiðslu á kanna- bis fannst í húsleit lögreglu í Norðlingaholti í Reykjavík fyrir helgina. Fram kemur í tilkynningu lög- reglu að karl á þrítugsaldri hafi verið handtekinn á vettvangi en í bíl hans hafi einnig verið að finna marijúana. „Karl á svipuðum aldri var einnig handtekinn í þágu rannsóknarinnar en við leit í bíl hans annars staðar á höfuðborgar- svæðinu fannst lítilræði af kóka- íni,“ segir þar. Fram kemur að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi aðstoðað við handtökurnar. - óká Sérsveitin veitti aðstoð sína: Handtóku tvo með fíkniefni MENNING Ernir K. Snorrason, geðlæknir, sálfræðingur og rit- höfundur, verður borinn til grafar í dag en nokkrum stundum síðar kemur út skáld- saga hans, Sýslumaðurinn sem sá álfa. Ernir hafði unnið að bók- inni mánuðina áður en hann lést og leitaði til Tómasar Hermannssonar útgefanda þegar hann var orðinn alvarlega veikur í þeirri von að hægt væri að gefa bókina út áður en hann félli frá. Það tókst því miður ekki, bókin var í prentun þegar Ernir andaðist. Tómasi datt þá í hug að gefa bókina út sama dag og höfund- urinn yrði jarðsunginn. „Ernir segir enda í tileinkun að sagan sé „kveðja til ástvina minna og til umheimsins sem ég ann svo heitt.“ - bs / sjá síðu 24 Ernir K. Snorrason látinn: Útför og útgáfa sama daginn SUÐUR-KÓREA, AP Tollayfirvöld í Suður-Kóreu gerðu nýlega upptæk mörg þúsund hylki sem innihalda þurrkað og mulið hold af látnu fólki, aðallega ungbörnum. Hylkjunum var smyglað frá Kína, með pósti og í farangri ferðamanna, en notendur telja slíkt duft vera lyf gegn hvers konar kvillum og sjúkdómum. Hylkin reyndust þó þvert á móti sýkt af afar skæðum gerlum. Hvorki er ljóst hvar hylkin voru framleidd né hvaðan lík barnanna koma. Efnið var gert upptækt, en enginn var hand tekinn vegna málsins þar sem efnið var ekki ætlað til sölu. Kínversk yfirvöld hafa barist gegn neyslu malaðs mannaholds síðasta árið, en slíkt viðgengst helst í norðausturhluta Kína. - þj Óhugnanlegt mál í S-Kóreu: Smygluðu dufti úr mannaholdi SAMGÖNGUR Stórefla á almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæðinu á næstu tíu árum og tvöfalda hlutdeild þeirra í umferðinni. Ríkið mun veita tíu millj- arða króna í verkefnið á tímabilinu. Full- trúar Vegagerðarinnar, ríkisins og Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn hefur verið í undir- búningi lengi. Meginmarkmið og til- gangur þessa tilraunaverkefnis er meðal annars að tvöfalda hlutdeild almennings- samgangna í öllum ferðum sem eru farnar á höfuðborgarsvæðinu og lækka samgöngukostnað heimila og samfélags- ins. Þá er ætlunin að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Með þessu samkomulagi á jafnframt að skapa forsendur til þess að fresta stórum samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Stýrihópur mun hafa umsjón með fram- kvæmd samningsins og mun einnig meta árangur af honum á tveggja ára fresti. Fyrstu breytingarnar munu eiga sér stað strax í júní að sögn Reynis Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Strætó. Hann sagði í viðtali við Stöð 2 í gær að tíðni ferða aukist, akstur muni hefjast fyrr á morgnana og ljúka seinna á kvöldin. - þeb Tvöfalda á hlut Strætó í umferðinni á næstu tíu árum og þjónusta verður aukin strax í júní: Milljarðar veittir í almenningssamgöngur SKRIFAÐ UNDIR VIÐ HÖFÐA Fulltrúar Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ásamt innanríkis- ráðherra og fjármálaráðherra við undirritunina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ERNIR SNORRASON FERÐAÞJÓNUSTA Aldrei hafa fleiri útlendingar gist á hótelum hér á landi í marsmánuði og á þessu ári. Erlendir ferðamenn gistu í sam- tals 103 þúsund nætur á hótelum í mars, sem er um 45% aukning saman borið við mars í fyrra. Aukning var á fjölda gistinátta um allt land, mest á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem aukningin var um 61%. Minnst var aukning- in á Suðurlandi, um fimm prósent. Íslenskum hótelgestum fjölgaði einnig milli ára samkvæmt saman- tekt Hagstofu Íslands. - bj Aldrei fleiri útlendingar gist: Nær helmings- fjölgun frá 2011 Mótmæla pólitísku inngripi Miðstjórn Samiðnar hefur samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega pólitísku inngripi Alþingis í Ramma- áætlun um orkunýtingu. Þingmenn er hvattir til að samþykkja upphaflegu áætlunina. UMHVERFISMÁL ALÞJÓÐASAMSKIPTI „Við bara rigg- uðum upp hér dagskrá fyrir einn æðsta mann í heimi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði sem sjálf var fjarri góðu gamni 21. apríl síðastliðinn þegar óvenjuleg ósk barst frá for- sætisráðuneytinu. „Þegar Wen Jiabao, forsætis- ráðherra Kína, var hér um d aginn ætlaði hann auðvitað að stoppa og skoða Kerið og öll dag- skráin miðuð við það. Svo fengu þeir ekki að fara þangað og þá voru góð ráð dýr. Það var hringt hingað og spurt hvort við gætum tekið á móti þeim með hálftíma fyrirvara,“ lýsir Aldís bæjarstjóri aðdragandanum að óvæntri heim- sókn Wens Jiabaos. Þótt Aldís sjálf hafi verið erlendis þegar forsætisráðherra Kína bar að garði kom það ekki að sök, segir hún. Aðrir bæjar- fulltrúar ásamt forstöðumanni upplýsingamiðstöðvar Suðurlands og öðrum settu á tuttugu mínútum upp þrælgóða dagskrá fyrir Wen og aðra tigna gesti frá Kína. „Hverasvæði var opnað og hann fékk leiðsögn um það sem honum þótti afskaplega áhuga- vert enda jarðfræðingur,“ segir bæjarstjórinn. Í lokin hafi verið farið með Wen og föruneyti á veit- ingastaðinn Kjöt og kúnst sem er við hliðina á hverasvæðinu og nýtir orkuna þaðan í matseldina. „Þar fékk hann að smakka hvera- eldaðan mat.“ Aldís segir sér finnast Hver- gerðingar hafa staðið ótrúlega vel að verki. „Það væru örugglega ekki margir sem gætu hlaupið svona til með engum fyrirvara og tekið á móti svo stórri sendinefnd með öllu því sem tilheyrir. Þetta sýnir hvað Íslendingar geta verið fljótir að bregðast við og Hver- gerðingar sérstaklega,“ segir hún stolt af sínu fólki. Nokkrum dögum eftir innlit Wen Jiabaos fengu Hver gerðingar þakkarbréf frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra. „Hún var svo ánægð með að við skyldum geta bjargað málinu með þessum hætti þegar þau voru óvelkomin við Kerið,“ segir Aldís um bréfið frá Jóhönnu. Al la heimsóknina segir bæjar stjórinn hafa verið mjög skemmtilega. „Bæjarbúar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Allt í einu hrúguðust inn lögreglu- þjónar á hvert einasta götuhorn og það fóru sprengjuleitarhundar út um allt þar sem Wen átti að koma við. Mér skilst að þetta hafi verið eins og stormsveipur færi yfir bæinn.“ gar@frettabladid.is Hvergerðingar bjarga forsætisráðuneytinu Hvergerðingar buðu flotta dagskrá og tóku á móti forsætisráðherra Kína með hálftíma fyrirvara er honum var vísað frá Kerinu. Eins og stormsveipur segir bæjarstjórinn. Forsætisráðherra hefur þakkað Hvergerðingum skjót viðbrögð. WEN JIABAO Í KJÖTI OG KÚNST Bæjarstjórinn í Hveragerði segir forsætisráðherra Kína, lengst til vinstri, hafa fylgst anduktugan með þegar Ólafur Reynisson veitinga- maður reiddi fram gufusoðið brauð og lambalæri með engum fyrirvara. MYND/GUÐMUNDUR ÞÓR GUÐJÓNSSON Allt í einu hrúguðust inn lögregluþjónar á hvert einasta götuhorn og það fóru sprengjuleitarhundar út um allt ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR BÆJARSTJÓRI Í HVERAGERÐI.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.