Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 8
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 1. Hversu margir Íslendingar hafa gefið í söfnun UNICEF fyrir nauð- stadda á Sahel-svæðinu? 2. Hver verður næsti forseti Frakk- lands? 3. Hvaða lið lagði HK að velli í úrslitum Íslandsmótsins í hand- knattleik karla? SVÖR: AÐSTOÐAR VERSLUNARSTJÓRI Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árverkni í hvívetna. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á hverafold@netto.is. Allar nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Ástráðsson, verslunarstjóri í síma 861-5463. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nettó Hverafold leitar að öflugum aðstoarverslunarstjóra RANNSÓKNIR Miðað við reynslu Norðurlandaþjóða eftir banka- hrun í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar ættu Íslendingar ekki að vænta þess að saksókn efnahagsbrota eftir banka hrunið hér 2008 skili miklum dómum. Þ et ta seg i r Paul Larsson, prófessor við Politihøg skolen í Ósló, en hann v a r m e ð a l þ e i r r a s em fluttu erindi á 50 ára afmælis- ráðstefnu Nor- ræna sakfræðiráðsins á Hótel Selfossi í gær. Ráðstefna ráðsins, sem hér á landi er vistað hjá Laga- stofnun Háskóla Íslands, hófst á sunnudag og lýkur í dag. Larsson segir það hafa komið í ljós, að vegna þess hversu flókin efnahagsbrot eru og sönnunar- færsla þung hafi saksókn í fæstum tilvikum skilað sér í sakfellingu eftir þrengingarnar sem bankar í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku gengu í gegn um á árunum í kring um 1990. „Ég hef sjálfur skoðað skjöl frá skattinum í Nor- egi á þessum tíma. Þar var á einu skjali skrifað á spássíuna: Við vitum að þetta eru glæpamenn, en hvernig í ósköpunum eigum við að sanna það fyrir dómi?“ segir Larsson. Íslendingar verði að verða viðbúnir því að dómar sem hér falla snúi að stórum hluta að „smærri“ afbrotum á borð við bókhaldsbrot, fremur en að stór- þjófnaði. Larsson segir að í viðræðum hans við sérfræðinga í fjármála- geiranum í Noregi hafi komið fram mat þeirra að Noregur hefði getað verið í sporum Íslands árið 2008 ef ekki hefði verið fyrir bankakreppuna ´89 og ´90. Umbætur í regluverki og eftirliti og auknar kröfur sem gerðar hafi verið til fjármálafyrirtækja eftir þær þrengingar hafi hins vegar forðað Norðmönnum frá því. Í erindi sínu á ráðstefnunni í gær fjallaði Larsson um hversu fjölþætt eftirlit er með efnahags- brotum og afbrotum fyrirtækja, en það sé ekki eingöngu á hendi lögreglu, heldur margvíslegra stofnana og jafnvel einkafyrir- tækja. Þróunin síðustu ár hafi því verið í þá átt að vægi stjórn- sýsluaðgerða hafi aukist. „Það er enda mun auðveldara og fljótlegra að beita viðurlögum á þeim vett- vangi, svo sem sektum eða leyfis- sviptingum, en að fara með mál í gegnum lögreglurannsókn og fyrir dómstóla,“ segir Larsson. „Aðrar leiðir eru því skilvirkari en dómstólaleiðin.“ Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans, segir ráðstefnu Norræna sak- fræðiráðsins óvenju veglega að þessu sinni þar sem um afmælis- ráðstefnu sé að ræða. „Og gaman að það hitti á formennskutíð Íslands í ráðinu,“ segir hann. Um það bil 15 koma til ráðstefnunnar frá hverju aðildarlanda ráðsins, eða milli 70 og 80 manns í allt, að mati Helga. olikr@frettabladid.is PAUL LARSSON Á SELFOSSI Helgi Gunnlaugsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, og aðrir gestir hlýða á opnunarræðu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins á Hótel Selfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Óvíst að saksókn efnahags- brota eftir hrunið skili miklu Norrænir afbrotafræðingar sækja 50 ára afmælisráðstefnu Norræna sakfræðiráðsins. Reynsla Norðmanna úr bankakreppunni á tíunda áratugnum forðaði þeim frá því að vera í sömu sporum og Íslendingar 2008. 1. Um 7.000 2. Francois Hollande 3. FH NEYTENDAMÁL Það sem af er ári hefur Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur níu sinnum þurft að inn- kalla matvörur þar sem skortur er á merkingu um að vara innihaldi efni sem geta valdið ofnæmi eða óþoli. Dæmi er um að barn hafi fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa borðað smáköku sem inni- hélt hnetur en ekkert stóð á um- búðunum. Heilbrigðiseftirlit Reykja víkur sendi síðast í gær frá sér til- kynningu um innköllun matvöru. Um var að ræða smákökur með súkkulaðibitum en á um búðirnar vantaði upplýsingar um að í þeim væri sojaafurð sem getur verið ofnæmis- og óþolsvaldandi. Það sem af er ári hefur eftirlitið níu sinnum þurft að innkalla vörur vegna skorts á réttum merkingum. Þannig hefur til dæmis vantað upplýsingar um að í vörum hafi verið glúten, mjólk og krabbakjöt. Fríða Rún Þórðardóttir situr í stjórn Astma- og ofnæmis fé lagsins. Hún segir gríðarlega mikil vægt að matvæli séu rétt merkt. „Auðvitað er þetta misalvar- legt og það er hægt að vera með óþol og með ofnæmi. Eins og í tilfelli hnetuofnæmis þá er það bara lífshættulegt að lenda í slíku og fólk þarf alltaf að hafa allan vara á.“ Þá segir hún tilkynningum til félagsins vegna rangra merkinga hafa fjölgað. ,Þetta hefur greinilega aukist en ég held að það sé líka það að fólk er orðið meðvitaðra og fólk er öflugra í því að tilkynna og fólk veit hvert það á að tilkynna en það hjálpar okkur að komast fyrir þetta.“ - lvp Vörur sem innihalda efni sem geta valdið ofnæmi: Níu sinnum þurft að innkalla vöru HNETUR Dæmi eru um að börn hafi fengið ofnæmisviðbrögð eftir að hafa borðað smákökur sem innihéldu hnetur en slíkt var ekki merkt á umbúðir. EVRÓPUMÁL Evrópustofa opnaði upplýsingamiðstöð á Akureyri í gær. Miðstöðin er til húsa í Nor- rænu upplýsingaskrifstofunni við Kaupvangsstræti. Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi og Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, stjórnarfor- maður Norrænu upp lýsinga skrif- stofunnar, klipptu á borðann við vígsluna. Í miðstöðinni hafa gestir aðgang að upplýsingum og kynningarefni um ESB, en einnig var opnuð plakatasýning á Gler- ártorgi þar sem ESB er útskýrt í máli og myndum. Evrópustofa stendur fyrir fjölda viðburða í Evrópuviku sem nú stendur yfir. - þj Nýtt útibú á Akureyri: Evrópustofa opnar nyrðra KLIPPT Á BORÐANN Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi og Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, klipptu á borðann. MYND/EVRÓPUSTOFA SAMGÖNGUR Reykjavíkurborg hyggst kaupa nýja bíla fyrir rúm- lega 300 milljónir í ár. Dagur B. Eggertsson, formaður borgar- ráðs, segir að tilgangurinn með því að kaupa nýja bíla sé að fá sparneytnari og umhverfisvænni bíla í flotann og samnýta bílana betur. Erindi frá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar var afgreitt í borgarráði á fimmtu- daginn. „Þetta eru bílar af öllum sviðum borgarinnar. Við erum að fara í aukna samnýtingu þannig að við erum að fækka bílum um 30% og erum að kaupa sparneyt- nari og umhverfisvænni bíla ef útboðin ganga eftir eins og við viljum,“ segir Dagur. Inn- kaupaskrifstofa mun undir- búa útboð og Dagur vonast til þess að ferlið fari í gang sem fyrst. Samningar vegna bílakaupanna verða boðnir út í fleiri en einu útboði. Flestir bílar í bílaflota Reykjavíkurborgar voru reknir með rekstrar- leigusamningi allt fram að hruni. Dagur segir að þá hafi slíkum rekstrarleigu- samningum verið sagt upp og eftir það hafi þurft að hugsa bíla- málin upp á nýtt. Þá hafi verið unnið að því að fækka bílum, auka sam- nýtingu og fá bíla sem væru hagstæð- ari í rekstri. - jhh Reykjavíkurborg ætlar að fá sparneytnari og umhverfisvænni bíla: Kaupir bíla fyrir 300 milljónir DAGUR B. EGGERTSSON VEGAGERÐ Vinna er að hefjast við breytingar á Suðurlandsvegi milli Bláfjallavegar og Litlu-Kaffi- stofunnar, að því er fram kemur á vef Vegagerðar Íslands. „Unnið verður við frágang við Litlu-Kaffistofuna og einnig verð- ur akbrautin í austur breikkuð og lagfærð,“ segir í frétt Vegagerð- arinnar. Fram kemur að verkinu eigi að ljúka í júlí næstkomandi, samkvæmt áætlun. „Vegfarend- ur eru beðnir að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar um hámarkshraða.“ - óká Suðurlandsvegur lagfærður: Áætla verklok í júlímánuði VEISTU SVARIÐ? Við vitum að þetta eru glæpamenn en hvernig í ósköpunum eigum við að sanna það fyrir dómi? PAUL LARSSON PRÓFESSOR VIÐ POLITIHØGSKOLEN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.