Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 34
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR22 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Damn right scouser! Kominn tími á smá viðurkenn- ingu! Jæja, það er ekki seinna vænna en að óska þér til hamingju með að þið komust upp, Jói! Hvernig líður þér að vera kominn aftur í The Wanker- ship? Eftir nokkur erfið ár í The Blowjobship er það góð tilfinn- ing! Til hamingju sömuleiðis með Pool og sjöunda sætið! Já takk fyrir það! Stjörnuleikmenn og þjálfari á leið frá félaginu… hljómar kunnuglega! En mundu þetta félagi… Þegar Pool spilar í The Village- idiotship skal ég sýna þér sömu virðingu og þú hefur sýnt mér öll þessi ár! Takk Jói, ég fæ bara kökk í hálsinn! Þegar við erum allir komnir með vinnu þurfum við að byrja að spila upp á peninga. Herra og frú Einföld fara á ströndina… Hannes, hættu að sníkja peninga! En mig vantar peninga! Þú verður að finna leið til að eignast peninga! Eins og að fá mér vinnu? Já! Reyndu að láta þér detta í hug eitthvað sem fólk myndi borga þér fyrir að gera. Fyrir fimmhundruð- kall skal ég hætta að sníkja peninga. Ohhhh... LÁRÉTT 2. klúryrði, 6. í röð, 8. rjúka, 9. rúm- ábreiða, 11. golfáhald, 12. þvo, 14. íláta, 16. kaupstað, 17. tala, 18. munda, 20. skóli, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. fíngerð líkamshár, 4. kynlíf, 5. mánuður, 7. aftursæti, 10. í hálsi, 13. dauði, 15. glyrna, 16. nafar, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. klám, 6. áb, 8. ósa, 9. lak, 11. tí, 12. skola, 14. skála, 16. bæ, 17. tíu, 18. ota, 20. fg, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. ló, 4. ástalíf, 5. maí, 7. baksæti, 10. kok, 13. lát, 15. auga, 16. bor, 19. at. Kynningarfundur um Aðalskipulag Hafnarfjarðar. Fimmtudaginn 10. maí nk. kl 17.00 verður haldinn kynningarfundur á heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar græna netið, náttúruvernd og aðalskipulagsbreytingu á Hamranesnámu ásamt deiliskipulagi. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg. Óskað verður eftir tillögum og ábendingum. Einnig er hægt að senda athugasemdir og tillögur á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Mánatún Nýjar íbúðir til leigu Til leigu tvær nýjar íbúðir á 3. hæð í nýju lyftuhúsi við Mánatún. Önnur íbúðin er 127,8 fm. með tveimur svefn- herbergjum og einu bílastæði í bílakjallara. Hin íbúðin er 144,1 fm. með tveimur svefn- herbergjum og tveimur bílastæðum í bílakjallara. Íbúðirnar eru til leigu nú þegar. KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Klapparhlíð 8 – 270 Mosfellsbær OP IÐ H ÚS Opið hús í dag þriðjudag frá kl. 18:30 til 19:00 Fallegt 171,7 m2 endaraðhús á tveimur hæðum við Klapparhlíð 8 í Mosfellsbæ. Vel skipulagt raðhús á tveimur hæðum með fjórum svefn- herbergjum, stofu, borðstofu, eldhúsi, sjónvarpsholi, stóru baðherbergi og gestasalerni. Stór lóð með palli og skjólgirðingu. Góður staður stuttu í skóla og leikskóla. V.43,9 m. Um þar síðustu helgi fór ég í skrúðgöngu mikla sem hófst eldsnemma morguns hjá kirkjunni í þorpinu Zújar. Var líkneski af verndardýrlingi þorpsins borið af hraustum trúbræðrum upp á fjall eitt mikið er stendur við bæinn. ÞEGAR komið er upp í hlíð skjóta upp kollinum sauðdrukknir ungbændur með vínbelg á lofti. Reka þeir belginn framan í göngumenn og segja þeim að opna munninn sem heimamenn gera möglunarlaust. Síðan ratar einn og einn víndropi upp í fólkið en mest fer þetta í nef og augu. Þykir þetta hin mesta skemmtan. SVO óheppilega vildi til að ég tók þessari hefð illa þegar sauðdrukkinn bóndi vildi að ég léti þennan þjóðlega ófögnuð yfir mig ganga. Kallaði ég þá yfir mig slíkar óvin- sældir að ungbændur vopnaðir vínbelgjum sóttu að mér eins og mý á mykjuskán. AÐRIR vildu sýna meiri háttsemi og buðu mér pylsubita sem mér þótti ekki fýsilegur því menn bera þessa pylsu hangandi í buxnastrengnum og því minnir hún óheppilega mikið á áföstu pylsuna sem skaparinn hengdi á okkur. Ég þótti því býsna þver og sérlundaður. ÞEGAR komið var upp á topp fékk ég frið fyrir ólátabelgjum og vínbelgjum þeirra. Þeir höfðu nefnilega öðrum hnöppum að hneppa. Þarna uppi er nefnilega skemma nokkur og þangað inn fara ungbændur og villtasta göngufólkið með trommur sínar og síðan slær hver með sínum takti svo úr verður hinn ljótasti hávaði sem fólkinu tekst einhvern veginn að dansa við. Þar er víninu síðan sprautað af miklu kappi. Mér var þá farið að líða eins og ölvuðum mann- fræðingi í Amazonskógi. VEÐURGUÐIRNIR voru dyntóttir þennan dag. Ég gleymdi hattinum mínum sem var ólán mikið því hin rósfingraða morgun- gyðja fór ekki mjúkum höndum um skallann. Síðan kom rigning mikil sem vætti fólk og snöggkældi. DAGINN eftir er ég á leið heim til mín í bæinn Priego de Córdoba. Svolítið þunnur, þjáður af sólsting og með hálsbólgu. Þegar ég ætla að aka inn götuna mína stöðvar mig lögregluþjónn og segir hana vera lokaða því nú fari kaþólskir trúbræður með lík- neski af Maríu mey um götur bæjarins. Ég verði því að leggja bílnum í útjaðrinum. Ég sló gremjulega í stýrið en reyndi svo að hugsa eitthvað jákvætt. Sálfræðingar segja það gott ráð þegar svona stendur á. Jú, og jákvæða hugsunin kom: Mikið rosalega hefur hann Marteinn Lúther verið skýr karl. Trúarjátning

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.