Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 20126 Það kannast flestir við spurningar eins og: „Hver er uppáhaldsbókin þín?“ eða „Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?“ Mörgum verður svara vant þegar þeir fá svona spurningar en nú getur fólk fengið aðstoð við svörin. Vefsíðan listverse.com hefur sérhæft sig í ógrynni alls kyns topp tíu lista sem er áhugavert að skoða. Einn af þessum listum er yfir þær tíu skáldsögur sem síðuhöfundar telja vera þær ofmetnustu. 1. Emma - Jane Austen Segið það sem þið viljið en bók þar sem nánast ekkert gerist fyrstu 400 blaðsíðurnar, en þá þroskast barna- lega stúlkan skyndilega og giftist sér mun eldri manni sem er kallaður herra Knightley (og þau lifa hamingju söm til æviloka) ætti ekki að vera talin besta bók allra tíma. Þessi bók er jafngildi skvísu- bókmennta nútímans, léttmeti fyrir unglings stúlkur og langt frá því að vera besta skáldsaga sem rituð hefur verið og hún því talin sú ofmetnasta af öllum. 2. Fýkur yfir hæðir - Emily Brontë Þessi bók er klassísk af því að – ja , það virðist ekki vera mikil ástæða fyrir því. Þrátt fyrir að bók hafi verið tímamótaverk þýðir það ekki að hún verði sjálfkrafa klassísk. Fýkur yfir hæðir gerir sig seka um þrjá stóra galla: hún eldist illa, er illa uppbyggð og er ekki vel skrifuð. 3. Hinn mikli Gatsby - F. Scott Fitzgerald Þessi bók seldist upp fyrir næstum þremur áratugum og var ekki endur prentuð. Já, svo mikilvægur var Fitzgerald. Bókin var svo endur- útgefin á sjöunda áratugnum eftir að tveir fræðimenn skrifuðu fjölda lærðra greina um „snilld“ Fitzgeralds. Hún var kennd í öllum framhaldsskólum í Bandaríkjunum og síðan hafa ómað kvartanir nemenda yfir að þessi „sápuópera“ hafi verið tekin úr prentbanni. 4. Aulabandalagið - John Kennedy Toole Þetta er „gamansaga“ sem fær fólk til að brosa stundum út í annað en hún kemur líka með þrjátíu brandara sem eru ekkert fyndnir. Bókin brýtur jafnframt eina af frumreglum bókmennta; ef lesandinn sér eina sögupersónuna sem hetju verður sú persóna að vera einhver sem honum líkar eða að minnsta kosti einhver sem hann hefur samúð með. 5. Da Vinci lykillinn - Dan Brown Þessi bók er elskuð af fjöldanum en bókmenntafræð- ingar hugsa ekki næstum jafn vel til hennar. Margar staðreyndavillur eru í bókinni, rithátturinn er slæmur og barnalegur og almennar skoðanir eru settar fram sem staðreyndir. 6. Hundrað ára einsemd - Gabriel García Márquez Þessi bók er talin vera meistaraverk en hún er ótrúlega flókin og henni er aðallega haldið á lífi með því að hún er kennd í háskólum. Þegar maður er kominn með útskýringatexta sem er orðinn þykkari en bókin sjálf er maður kominn í vandræði. 7. Atlas Shrugged - Ayn Rand Atlas Shrugged er hægt, þunnt, pólitískt og móralskt fræðirit. Bókin hefur verið lofuð fram úr hófi og engin leið að hún gæti sloppið við sæti á þessum lista. 8. White Noise og Underworld - Don Delillo Flestir aðdáendur þessara verka Delillo eru háskólaprófessorar en almennir lesendur kaupa þau ekki. Þó eru þeir prófessorarnir sem engan áhuga hafa á verkunum jafnmargir og þeir sem finnst þau góð. Niðurstaðan = ofmetin verk. 9. A Passage to India - E.M. Forster Bókin er talin hafa elst illa, söguþráðurinn er hægur og gamaldags og karakterarnir eru óraunverulegir. 10. Hringadróttins saga - þríleikurinn - J.R.R. Tolkien Tolkien var prófessor og uppfinningamaður frekar en rithöfundur og það sést í þessum bókum hans. Sagan er góð en í seríu, sem er talin ein sú besta allra tíma, er rithátturinn og skrifin sjálf ofmetin. Ofmetnustu bækur sögunnar Mikil eftirspurn er eftir forriturum og lögfræðingum segir Lind Einarsdóttir. MYND/AÐSEND Ráðn i nga rstofa n Ta lent Ráðningar var stofnuð árið 2007 og hefur því á skömmum tíma kynnst góðæri og niðursvei f lu á at v innu- markaðnum. Lind Einars dóttir, framkvæmdastjóri Talent Ráðn- inga, seg ir ef t irspurn ef t ir ákveðinni menntun hafa breyst árin eftir hrun en þó sé alltaf eftir spurn eftir fólki með ákveðna menntun og starfsreynslu. „Þeir aðilar sem virðast vera í bestum málum eru tæknimenntað fólk og þá helst forritarar. Við sitjum og bíðum eftir forriturum á lausu. Einnig má nefna lögfræðinga en mikil eftirspurn var eftir þessum tveimur starfsstéttum bæði í upp- sveiflunni og eftir hrun.“ Ólíkar námsleiðir gagnlegar Erfitt er að spá fyrir um fram- tíðina þegar kemur að því að segja til um hvaða menntun gagnist best á næstu árum. Lind segist þó nokkuð viss um að góð tækni- og tölvumenntun muni skipta máli. „Ég held að það verði mikil ásókn í þessar greinar næstu árin, einnig verkfræði menntun og menntun sem tengist nýsköpun.“ Hún nefnir að sífellt sé að færast í aukana að fólk klári til dæmis tölvu- og tæknitengt nám, verk- fræði eða stærðfræði sem er BS- nám og bæti síðan við sig öðru námi, til dæmis frumkvöðla- fræði, stjórnun eða mannauðs- stjórnun. Af annarri verðmætri þekkingu nefnir Lind bókhalds þekkingu og ýmsa aðra fjármálalega þekk- ingu, til dæmis í tengslum við uppgjör fyrirtækja. „Strax fyrstu mánuðina eftir hrun var mikið beðið um bókara. Ég get hiklaust ráðlagt fólki á miðjum aldri sem leitar að einhverju praktísku og stuttu námi að skoða til dæmis rét t i nda ná m sem út sk r i fa r nemendur sem v iðurkennda bókara. Það nám er dæmi um stutt og hnitmiðað nám sem um leið er afar krefjandi og gagnlegt á vinnumarkaðinum.“ Fjölbreytt starfsreynsla skiptir máli Spurð hvort skortur væri á fólki með einhverja sérstaka menntun eða hvort ákveðin menntun væri að deyja út nefnir hún helst skort á forriturum. „Við eigum ekki næga forritara í dag til að anna eftirspurninni. Góðir forritarar geta valið úr störfum í dag.“ Auk þess nefnir hún bifvélavirkja og fólk með þekkingu á rafmagni en fólk með slíka menntun og þekk- ingu er vandfundið á Íslandi í dag. En það er ekki nóg að hafa há- skólamenntun segir Lind. At- vinnurekendur horfa á f leiri þætti við val á starfsmönnum. „Það er mikið horft til reynslu um sækjenda hér á landi og skoðað hvað viðkomandi hefur gert áður. „Mörgum viðskipta- vina minna finnst til dæmis já- kvætt að umsækjendur hafi unnið í fiski, byggingavinnu eða annarri erfiðis vinnu með námi“. Þannig séu vinnuveitendur að leita að fólki með góða menntun en ekki síður starfsfólki með reynslu sem þekkir hvernig það er að vinna ýmis grunnstörf. Fleira skiptir máli en háskólamenntun Erfitt er spá fyrir um hvaða menntun muni skipta mestu máli næstu árin. Starfsreynsla mun líka skipta máli við starfsmannaval. Góð tækni- og tölvumenntun skiptir máli í framtíðinni. ÆLASKDÆLASD

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.