Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 12
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR12 SAUÐBURÐUR Á BÆNUM GRENJUM Á MÝRUM Skelltu þér til London í maí á frábæru verði! Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is F ÍT O N / S ÍA POTTINN! KODDÍ NÚ ERU FLUGSÆTI TIL LONDON Á FRÁBÆRU VERÐI Í HEITA POTTINUM! Litlu munaði að gimbrin Von lifði ekki til að opna augun þegar hún kom í heiminn á sunnudag. Bóndinn Jóhannes V. Oddsson á bænum Grenjum á Mýrum hafði hins vegar snör handtök og allt fór vel. Sauðburðurinn var í fullum gangi á Grenjum þegar Jóhannes varð þess var að eitthvað bjátaði á hjá ánni færeysku Móru. Hún hafði þegar borið gimbur sem komin var á stjá, en seinna lambið lét bíða eftir sér. „Það stóð eitthvað á henni, en maður lærði réttu handtökin á námskeiði í Landbúnaðarháskólanum. Þetta gekk nú vel og Móra var spök.“ Þegar gimbrin var komin í heiminn hlúði móðir hennar að henni og Jóhannes gaf greyinu slurk af vítamíni og fyrr en varði reisti sú stutta sig upp og tók sín fyrstu hikandi skref. Fimmtíu ær eru á Grenjum og sauðburðurinn stendur nú einmitt sem hæst. Allt gengur þó eins og best verður að sögn bóndans og Von braggast vel. „Hún er eldhress núna og þýtur hér um túnið,“ segir Jóhannes. thorgils@frettabladid.is Kraftaverkagimbrin Von frá Grenjum braggast vel MÁTTFARIN Von var ósköp veikburða fyrst þegar hún kom í heiminn, en móðir hennar og Jóhannes bóndi hlúðu að henni. MYNDIR/EVA ÞENGILSDÓTTIR BRAGGAST FLJÓTT Von rankaði fljótt við sér. Móra karar hér lambið sitt og stóra systir, Glæta, fylgist með. FYRSTU SKREFIN Von var fljót á fætur og tók fyrstu skrefin í góða veðrinu. FJÖREFNI Jóhannes gaf Von dreitil af vítamíni, sem hjálpar lömbunum að braggast. Móra hnusar af greyinu litla og Glæta stendur álengdar. HRESS AF STAÐ Von braggast afar vel og er farin að hlaupa um túnin. FRAKKLAND Markaðir í Evrópu brugðust í gær illa við úrslitum forsetakosninganna í Frakklandi og þingkosninganna í Grikklandi. Evran féll gagnvart dollar og pundi og verðbréf lækkuðu nokkuð í verði. Beðið er eftir því hvaða áhrif þessi úrslit hafa á fjármál evru- ríkjanna, því bæði virðast aðhalds- aðgerðir grísku stjórnarinnar komnar í uppnám og svo hefur Francois Hollande, nýkjörinn Frakklandsforseti, gefið hátíðleg loforð um að draga verulega úr aðhalds aðgerðum og semja upp á nýtt um fjármálareglur evru- ríkjanna. Angea Merkel Þýskalands- kanslari tekur hins vegar ekki í mál að semja upp á nýtt: „Í Evrópu- sambandinu er það grundvallar- atriði að eftir kosningar, hvort sem þær eru stórar eða smáar í sniðum, þá semjum við ekki upp á nýtt um það sem búið er að samþykkja.“ Hún segist þó reikna með að eiga langar og strangar vinnu stundir með nýjum Frakklandsforseta næstu vikur og mánuði. Francois Hollande tekur við for- setaembætti Frakklands á þriðju- daginn í næstu viku, og ekki skortir hann verkefnin fyrstu dagana því nú þegar hefur honum verið boðið í heimsókn til Baracks Obama Bandaríkjaforseta í Wash- ington. Í beinu framhaldi af því mætir hann á leiðtogafund G8- ríkjanna í Camp David og strax að honum loknum heldur hann á leið- togafund NATO í Chicago. Að því búnu getur hann haldið áfram glímunni við Angelu Merkel og lamandi skuldakreppu evru- ríkjanna. gudsteinn@frettabladid.is Erfið verk bíða nýja Frakklandsforsetans Francois Hollande mun ekki sitja auðum höndum fyrstu daga og vikur í emb- ætti forseta Frakklands. Fyrir utan glímuna við Angelu Merkel Þýskalands- kanslara um aðhaldsaðgerðir bíða hans leiðtogafundir í röðum. NÝJU FORSETAHJÓNIN Francois Hollande fagnaði sigri ásamt Valerie Trierweiler á fundi með félögum sínum í Sósíalistaflokknum á sunnudagskvöld. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.