Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 8. maí 2012 17 að aðskilja veiðar og vinnslu, og tryggja það að óunninn afli fari á íslenskan markað. Enn fremur að inntak nýtingarleyfanna verði skilgreint betur í sjálfum lagatext- anum, t.d. með áskilnaði um lög- lega kjarasamninga þar sem við á, skattskil, umgengni við auðlindina og aðra löghlýðni. Þessum breyt- ingum mun ég beita mér fyrir. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auð- lind sinni. Veiðigjaldafrumvarpið, sem er hinn angi þessa máls, tekur á þeim þætti. Gjaldstofn hins sér- staka veiðigjalds er sá umfram- arður sem til verður í greininni þegar búið er að draga frá allan rekstrarkostnað og gefa greininni svigrúm til ríflegrar ávöxtunar. Notuð er svokölluð árgreiðsluað- ferð sem Hagstofan hefur notast við í fjölda ára til þess að greina raunafkomu í sjávarútvegi. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuveganefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítar- legrar athugunar. Sjálfsagt er að skoða vel alla þætti þess máls, án þess þó að hvika frá kröfunni um að sjávarútvegurinn leggi sinn sanngjarna skerf í þjóðarbúið. Miklu varðar að sjávarútvegurinn fái risið undir nafni sem undir- stöðuatvinnugrein, bæði í sýnd og reynd. Sem burðargrein í íslensku atvinnulífi þarf hann að koma að endurreisn efnahagslífsins og miðla samfélaginu af þeim gæðum sem þjóðarauðlindin gefur. Þau gæði eru gríðarleg og arðurinn af útvegnum svo mikill að hleypur á tugum milljarða hin síðari ár. Af þessu þarf þjóðin að fá sinn sanngjarna skerf enda er það íslenskt samfélag sem hefur fóstr- að þessa mikilvægu atvinnugrein frá öndverðu, og stundum kostað miklu til. Veiðigjaldsfrumvarpið hefur vakið mjög hörð viðbrögð svo ljóst er að atvinnuvega- nefnd þingsins mun taka það frumvarp til ítarlegrar athugunar. Mikið er í húfi að vel takist til við umfjöllun frumvarp- anna tveggja sem Alþingi hefur nú til meðferðar og kölluð eru „kvótafrumvörpin“. Annað lýtur að stjórn fiskveiða (kvótakerfinu) en hitt að gjaldtökunni fyrir nýt- ingu auðlindarinnar (veiðigjald- inu). Bæði hafa þau vakið hörð við- brögð, og ekki er allt frómt sem sagt hefur verið um þau til þessa. Ég vil því gera nánari grein fyrir meginþáttum frumvarpanna og velta upp þeim breytingum á þeim sem ég tel að yrðu til bóta. Lítum fyrst á frumvarp um stjórn fiskveiða. Verði það að lögum mun eftirfarandi gerast: a) Allar aflaheimildir verða innkallaðar á einu bretti, og þeim úthlutað að nýju til afmarkaðs tíma gegn gjaldi. Þetta er „hluti I“ (nýtingarhlutinn). Með honum er rofinn sá ótímabundni eignar- réttur sem útgerðin hefur slegið á aflaheimildirnar í tíð núverandi kvótakerfis. Nýtingin verður ein- skorðuð við 20 ár. Nái þetta fram að ganga er hraðar farið í þá grundvallarbreytingu sem Sam- fylkingin boðaði fyrir síðustu kosningar, þ.e. að fyrna aflaheim- ildir um 5% á ári og koma auðlind- inni þannig í hendur þjóðarinnar á 20 árum. b) Til hliðar við nýtingarhlutann verður til „hluti II“ sem saman- stendur af nokkrum pottum (leigu- pottur, byggðakvóti, línuívilnun, strandveiðar). Stærstur og þýð- ingarmestur þeirra er leigupott- urinn, opinn og almennur leigu- markaður með aflaheimildir þar sem hægt verður að leigja afla- heimildir frá ári til árs á grund- velli tilboða á kvótaþingi. Þessi leigupottur verður ekki á forræði ráðherra, hann verður ekki háður neinni pólitískri stýringu eins og t.d. byggðakvótinn og hann verður ekki á vegum núverandi kvótahafa heldur einungis opinn markaður með aflaheimildir. Upphafsstaðan í leigupottinum verður samkvæmt frumvarpinu 20 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að hann stækki verulega, komi til aflaaukning- ar: Fari aflamark yfir 202 þúsund tonn í þorski eiga 40% aukningar- innar að renna í leigupottinn, auk annars sem til fellur. Þessi tvö veigamiklu atriði koma til móts við kröfuna um að aflaheimildirnar séu í reynd eign þjóðarinnar, að nýting auðlindar- innar byggist ekki á eignarhaldi einstakra aðila heldur sé þar um að ræða tímabundinn rétt gegn gjaldi í þjóðarbúið. Enn fremur að allir eigi möguleika á að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli jafnræðis- og atvinnufrelsissjón- armiða á opnum leigumarkaði. Mikilvægt er að leigupottur- inn verði nægilega stór til þess að bera uppi eðlilega verðmyndun og tryggja aðgengi með nægu fram- boði aflaheimilda. Að svo miklu leyti sem ástæða er til að breyta kerfinu frekar en frumvarp- ið gerir ráð fyrir tel ég brýnt að horft verði til stærðar leigupotts- ins, að hann eigi möguleika á að vaxa enn frekar og verða stöðugri. Þá virðist mér óhjákvæmilegt Hvað skal með „stóra kvótamálið“? Sjávar- útvegsmál Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 29. maí 2012 kl. 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum. Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum fyrir ársfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn með skriflegum hætti viku fyrir ársfund. Framboðum aðalmanna til stjórnar skal skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund. Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins, Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Tillögur að breytingum á samþykktum og framboð til stjórnar verða birtar á vefsvæði sjóðsins, islif.is. Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga til þess að mæta. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði sjóðsins islif.is eða hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040. Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins Helstu kennitölur úr ársreikningi 2011 2010 Hrein raunávöxtun 3,9% 8,9% Hrein raunávöxtun – meðaltal sl. 3 ára 6,0% -9,1% Hrein raunávöxtun – meðaltal sl. 5 ára -4,4% -3,3% Fjöldi virkra sjóðfélaga – meðaltal 9.147 8.118 Fjöldi lífeyrisþega – meðaltal 630 529 Heildarfjöldi sjóðfélaga 27.456 27.684 Hrein eign til greiðslu lífeyris í lok tímabils 33.734.147.489 30.663.756.766 Tryggingafræðileg staða Samtryggingadeildar 31.12.2011 31.12.2010 Hrein eign umfram heildarskuldbindingar 1,80% 0,80% Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar 1,50% -1,40% Ársreikning sjóðsins má nálgast á islif.is. LÍF I LÍF II LÍF III Samtrygging: Lögbundinn lífeyrissparnaður LÍF IV Nafnávöxtun 2011 5 ára meðalnafnávöxtun 9,4% 10,0% 10,1% 9,5% 7,3% 3,8% 3,9% 4,2% 5,1% 2,5%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.