Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 42
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 sport@frettabladid.is Laugardalsvöllur, áhorf.: 1.987 Fram Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–9 (2–3) Varin skot Ögmundur 2 – Sindri 2 Horn 8–1 Aukaspyrnur fengnar 10–14 Rangstöður 0–2 VALUR 4–5–1 *Sindri Snær Jens. 8 Brynjar Kristmundss. 6 Atli Sveinn Þórarinss. 7 Halldór Kristinn Halld. 7 Matarr Jobe 7 Ásgeir Þór Ingólfsson 6 (70., Kristinn Freyr 6) Guðjón Pétur Lýðss. 7 Haukur Páll Sigurðss. - (12. Hafsteinn Briem 6) Matthías Guðmunds. 5 Rúnar Már Sigurjóns. 6 Atli Heimisson 4 (86. Hörður Sveinss. -) *Maður leiksins FRAM 4–3–3 Ögmundur Kristinss. 6 Almarr Ormarsson 5 Allan Lowing 6 Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 6 Jón Gunnar Eysteins. 6 (86., Ásgeir Gunnar -) Halldór Hermann 6 Samuel Hewson 7 Kristinn Ingi Halldórs. 5 (75., Sveinbjörn Jón. -) Hólmbert Aron Friðj. 4 (62., Orri Gunnarss. 5) Steven Lennon 4 0-1 Ásgeir Þór Ingólfsson (44.). Valur er á toppnum eftir 1. umferðina með nýliðum ÍA og Selfoss. 0-1 Þorvaldur Árnason (7) STJÖRNUKONUR enduðu fimm ára sigurgöngu Vals á Íslandsmóti kvenna í fyrrasumar og geta endað fimm ára sigurgöngu Valsliðsins í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Stjarnan tekur á móti Val á Stjörnuvelli í Garðabæ í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna og hefst leikurinn kl. 19.15. Þetta verður fyrsti leikurinn á glænýju gervigrasi á Stjörnuvellinum. Stjarnan hefur aldrei unnið þennan titil áður en Valur hefur unnið hann oftast eða sjö sinnum. Allt um leik gærkvöldsins er að fi nna á FÓTBOLTI Það tók hinn bráðefnilega Emil Atlason aðeins tólf mínútur að stimpla sig inn í Pepsi-deildina. Hann skallaði þá boltann laglega í netið fyrir KR gegn Stjörnunni og kom þeim í 1-0. Leiknum lyktaði með jafntefli 2-2. „Það var gaman að skora. Ég get ekki neitað því. Það hefði samt verið enn skemmtilegra ef markið hefði skilað þremur stigum,“ sagði Emil hógvær við Fréttablaðið. Skallatækni hans kom mörgum kunnuglega fyrir sjónir enda taktarnir ekki ósvipaðir þeim hjá karli föður hans, Atla Eðvaldssyni. „Ég hef heyrt það nokkrum sinnum áður að við sköllum eins. Pabbi var á vellinum í gær og hefur örugglega sagt svona tíu sögur um að hann hafi kennt mér að skalla,“ sagði Emil léttur. „Ég fékk ekkert að vita nema þegar ég mætti í leikinn að ég væri í byrjunarliðinu. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að spila og því var ég tilbúinn.“ Þessi skemmtilegi knatt spyrnu- maður er uppalinn hjá FH og það vakti því nokkra eftirtekt er hann ákvað að söðla um og ganga í raðir KR í febrúar síðastliðnum. FH hefur verið þekkt fyrir sitt rómaða unglingastarf og ekki oft sem liðið missir efnilega leikmenn á þessum aldri til samkeppnisaðilanna. „Mér bauðst tækifæri til þess að æfa með KR sem og Fram. Ég tók báðum boðum en leist betur á KR. Ég taldi mig eiga meiri möguleika á að fá að spila hjá KR en hjá FH,“ sagði Emil um ástæður þess að hann ákvað að söðla um. „Það var samt erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Ég vildi samt reyna eitthvað nýtt og takmarkið hjá mér í sumar var að vinna mig inn í liðið hjá KR og fá tækifæri. Mér líður vel í KR og það er æðislegt þar. Þjálfarateymið frábært og ekki yfir neinu að kvarta.“ Hann segist aðeins hafa fengið að heyra það frá félögum sínum er hann ákvað að fara úr FH í KR. „Þeir segja ekki mikið eftir markið. Ég hlýt að hafa þaggað eitthvað niður í þeim núna.“ Emil nemur við Flens borgar- skólann í Hafnarfirði og hann slapp ekkert við að mæta í stærðfræði- próf daginn eftir leik. Hann hefði eflaust kosið betri undir búning fyrir prófið en að spila knattspyrnu- leik. „Prófið gekk svona þokkalega en það var erfitt að læra daginn fyrir próf. Ég er nú samt vongóður um að hafa náð prófinu. Það verður samt líklega á mörkunum,“ sagði Hafn- firðingurinn sem á eflaust eftir að láta meira að sér kveða. henry@frettabladid.is Sá fram á að fá fleiri tækifæri í KR Hinn 18 ára gamli Emil Atlason sló í gegn í sínum fyrsta Pepsi-deildarleik með KR á sunnudaginn. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og spilaði vel. Emil á ekki langt að sækja hæfileikana enda sonur Atla Eðvaldssonar, fyrrum landsliðsmanns. Emil fór í KR því hann taldi að þar fengi hann fleiri tækifæri. STÓR OG STERKUR Emil er tæplega 190 sentimetrar á hæð og afar sterkur skallamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM D Y N A M O R E Y K JA V ÍK – einfalt og ódýrt 50% AFSLÁTTUR AF NICOTINELL TROPICAL FRUIT 204 STK. 2MG OG 4MG - TILBOÐIÐ GILDIR ÚT MAÍ Spöngin 577 3500 • Hólagarður 577 2600 • Skeifan 517 0417 • Garðatorg 565 1321 • Setberg 555 2306 • Akureyri 461 3920 50% AFSLÁT TUR ÁLFASALAN 2012 Lokaúrslit - Leikur 3 Valur-Fram 23-17 (11-8) Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 5/2 (8/2), Þorgerður Anna Atladóttir 5 (12), Dagný Skúladóttir 4 (5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (6), Karólína Bærhenz Lárudóttir 2 (2), Ragnhildur Rósa Guðm. 2 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (1), Kristín Guðmundsdóttir (2), Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsd.14 (30/1, 47%), Sunneva Einarsdóttir 1/1 (2/1, 50%), Hraðaupphlaup: 3 (Hrafnhildur, Dagný, Anna Úrsúla). Fiskuð víti: 2 ( Þorgerður Anna, Anna Úrsúla) Utan vallar: 0 mínútur. Mörk Fram (skot): Sunna Jónsdóttir 5 (12), Anett Köbli 4 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 3/1 (5/2), Steinunn Björnsdóttir 2 (2), Stella Sigurðardóttir 2 (10), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2), Marthe Sördal (2), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5), Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 11 (31/2, 35%), Karen Ösp Guðbjartsdóttir 2 (5, 40%), Hraðaupphlaup: 6 (Steinunn 2, Sunna, Anett, Elísabet, Ásta Birna). Fiskuð víti: 2 (Sunna, Elísabet) Utan vallar: 2 mínútur. Valur er komið í 2-1 og vantar aðeins einn sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. N1 DEILD KVENNA HANDBOLTI Valur vann öruggan sigur á Fram 23-17 í þriðja leik lið- anna í úrslitum N1-deildar kvenna í gær. Með frábæra vörn og góða markvörslu að vopni tókst Val að ná frumkvæðinu um miðbik fyrri hálfleiks. Liðið lét forystuna aldrei af hendi og er nú aðeins einum sigri frá því að tryggja sér titilinn þriðja árið í röð. „Þetta var aldrei öruggt en við spiluðum mjög vel og unnum góðan sigur. 6-0 vörnin virkaði og eftir það var þetta auðveldara hjá okkur,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, í leikslok en Valur hóf leikinn með því að spila 3-3 vörn sem Fram réð auðveldlega við en á þeim kafla fór Fram illa með mörg dauðafæri. Það er meiri breidd í liði Vals og virkuðu lykilmenn í liði Fram, sem spilað hafa flestar mínútur leikjanna til þessa, þreyttir í leiknum. Stefán var þó ekki að öllu leyti sammála þessu. „Ég held að liðin séu að rúlla mjög svipað og bæði lið eru í góðu formi en ég er mjög ánægður með hvað öldungarnir í mínu liði standa sig vel. Við keyrum hraða miðju og fáum ekki nema eitt eða tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Við keyrum mjög vel til baka,“ sagði Stefán sem ætlar að fagna titlinum í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn. „Við ætlum að sjálfsögðu að klára þetta á miðvikudaginn en við gerum okkur grein fyrir því að þetta er úrslitaeinvígi og þó maður vinni með sex mörkum hér þá skilar það ekki sigri á miðvikudaginn. Við þurfum að spila betur til tryggja okkur titilinn þá.“ -gmi Valskonur komnar í 2-1 á móti Fram og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Safamýrinni á morgun: Valsvörnin sýndi styrk sinn í gærkvöldi FYRIRLIÐINN Í GANG Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, skorar hér eitt af fimm mörkum sínum í gær. Hún átti sinn besta leik í einvíginu til þessa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Blackburn Rovers mun fylgja Wolves niður í ensku b-deildina en þetta var ljóst eftir að liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti Wigan í ensku úrvals- deildinni í gærkvöldi. Wigan er jafnframt öruggt með sæti sitt í deildinni eftir þennan sigur. Antolin Alcaraz skoraði eina mark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok en Wigan vann þarna sjötta sigurinn í síðustu átta leikjum. -óój Enska úrvalsdeildin í gær: Blackburn féll

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.