Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 24
Skólar & námskeið8. MAÍ 2012 ÞRIÐJUDAGUR 4KYNNING − AUGLÝSING Við unglingadeild skólans fá krakkar á aldrinum 11-15 ára kennslu í einsöng, sviðshreyfingu, framkomu, tónheyrn, samsöng og röddun. MYND/ JÓN KRISTINN CORTEZ Garðar Cortes stofnaði Söng-skólann í Reykjavík árið 1973. Nú, nærri fjörutíu árum síðar, starfa rúmlega þrjátíu kennarar við skólann og nemendur eru um tvö hundruð frá ári til árs. Allt frá upphafi hafa Garðar og samstarfsfólk hans unnið náið með The Associated Board of the Royal Schools of Music í Bretlandi, en þaðan koma til að mynda tveir prófdómarar ár hvert og meta frammistöðu nemenda. Skólinn er nú staðsettur í eigin húsnæði að Snorrabraut 54 (gamla Osta- og smjörsalan) og býður upp á vandað og faglegt söngnám fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Háskólanámið skiptist í ein- söngvara- og söngkennaranám, en langflestir söngkennarar á Íslandi hafa einmitt hlotið menntun sína í Söngskólanum. Almenna tónlistar- deildin skiptist í grunn-, mið- og framhaldsnám en þar er áherslan lögð á góða grunn menntun í tón- list, með röddina sem útgangs- punkt og aðalhljóðfæri. Líf legasta deild söngskólans um þessar mundir er þó líklega unglingadeildin, þar sem krakkar á aldrinum 11-15 ára fá kennslu í einsöng, sviðshreyfingu, fram- komu, tónfræði, tónheyrn, sam- söng og röddun. Ásrún Davíðs- dóttir, aðstoðarskólastjóri, segir mjög gaman að f ylgjast með krökk unum og sjá þá blómstra þegar á líður. „Námið hér er vissu- lega markvisst og faglegt, það er afar mikilvægt að ungviðið fái fag- lega og rétta kennslu frá byrjun, því óvönduð vinnubrögð þeirra sem ekki kunna til verka geta bein- línis skemmt ungar og óharðnaðar raddir til frambúðar.“ Að sögn Ás- rúnar veitir námið í Söngskólanum nemendum mikla gleði og byggir upp sjálfstraust þeirra. „Við höfum margoft séð krakka, sem hafa verið heldur til baka í byrjun hreinlega springa út hjá okkur.“ Unglingadeildin hefur verið starfrækt í 12 ár og skiptist í yngri (11-13 ára) og eldri (14-15 ára) deild. Allir umsækjendur þreyta inntökupróf, en um þrjátíu þeirra komast árlega inn. „Við hlustum eftir því hvort röddin sé óskemmd og með góða þroskamöguleika,“ segir Ásrún. „Tóneyrað þarf einnig að vera til staðar og önnur undir- búningsmenntun hjálpar auðvitað til, þótt ekki sé hún nauðsynleg.“ Hverju námsári unglinga- deildar lýkur síðan með vortón- leikum, sem þóttu takast sérstak- lega vel í ár. Þar voru flutt nokkur vel valin lög eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni, ásamt söng- leikjatónlist og þekktum söngvum úr Disney-myndum. „Það var frá- bært að sjá hvað krakkarnir höfðu bætt sig mikið; hvað þau voru glöð og örugg á sviðinu. Námið hafði greinilega skilað sér og vonandi að sem flest þeirra byggi á þessum góða grunni til framtíðar.“ Faglegt söngnám Söngskólinn í Reykjavík býður upp á vandað söngnám fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. UM ÞRIÐJUNGUR LANDSMANNA Í SKÓLA Menntakerfið á Íslandi er mjög viðamikið. Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis kemur fram að leik- skólar, sem eru fyrsta skólastigið, séu 282 talsins á landinu öllu og að leikskólabörnin séu 17.446. Grunnskólarnir eru 174 og nemarnir 43.511. Þegar skólaskyldu er lokið og stefnan er tekin á meira nám má velja um 35 framhaldsskóla. Flestir þeirra, eða 16 talsins, eru á höfuðborgarsvæðinu en allir landshlutar státa af að minnsta kosti einum skóla á framhaldsskólastigi. Framhaldsskólanemendur eru tæplega þrjátíu þúsund eða 29.271. Háskólarnir eru sjö talsins á landinu öllu. Þrír þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands. Á Vesturlandi eru tveir háskólar, Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskólinn og á Norður- landi eru einnig tveir háskólar, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum. Rúmlega 18 þúsund manns stunda nám á háskólastigi. Heildarfjöldi nemenda á þessum fjórum skólastigum er 108.239 sem er um það bil þriðjungur allra landsmanna. Þá eru ótaldir tónlistarskólanemarnir sem eru 639 í 89 skólum. Á undanförnum árum og áratug um hef ur hlut-fall kynjanna snúist við þegar kemur að fjölda skráðra nemenda í skólum sem bjóða nám ofar grunnskólastigi. Á vef Hag stofunnar má sjá að konur eru meirihluti nemenda á öllum skólastigum fyrir ofan grunn- skóla, eða 55,9%. Kynja skiptingin er einnig bundin við hinar ýmsu greinar en alls er 21 námsbraut þar sem eingöngu konur eru skráðar. Þar á meðal eru námsbraut hjúkrunar- og móttökuritara, skólaliðabraut, tanntæknabraut, lækna ritarabraut, ljósmóðurfræði, kjólasaumur, fótaaðgerðafræði og öldrunarfræði. Karlabrautir Brautirnar sem karlar sækja frekar í eru 25 og eru meðal annars raf- iðnfræði, véliðnfræði, múrara- iðn, mekatróník, netagerð og stálsmíði. Munurinn eykst svo þegar komið er á háskólastig en á Hagstofuvefnum má sjá að árið 2011 var hlutfall kvenna í há- skólum 62% á móti 38% karla. Hlutfallið er þó breytilegt eftir há- skólum og deildum. HR sker sig úr Séu einstaka skólar skoðaðir sést að hlutfall kvenna í Háskóla Ís- lands var 65%, í Hólaskóla 77%, í Háskólanum á Akureyri 76%, á Bifröst 58%, í Listaháskóla Ís- lands 59% og í Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri var það 66%. Eini háskólinn sem skar sig úr af þessum skólum er Háskólinn í Reykjavík með 40% konur. Það má leiða líkur að því að ástæður þessa háa hlutfalls karla séu þær að námsbrautir HR séu þær sem að karlar sæki hvað mest í miðað við fyrirliggjandi upp- lýsingar. Konurnar námsfúsar Karlar eru hins vegar í meiri- hluta þegar kemur að greinum á viðbótar stigi; en þar undir falla námsbrautir sem eru á mörkum framhaldsskóla- og háskólastigs. Þar mætti nefna meistaranám löggiltra iðngreina, iðnfræði, leið- sögunám, ferðafræðinám, marg- miðlun og fjórða stig vélstjórnar. Konur virðast því viljugri og líklegri til að stunda langskóla- nám en karlar. Spurningin er svo hvort það skili sér í betri launum, en óútskýrður kyn bundinn launa- munur er enn yfir 10% miðað við nýjustu kannanir SVR og VR. Könnun VR sýnir að kvenna- stéttir, þar sem konur eru 70% f leiri en karlar, hækka launin minnst annað árið í röð. Konur í meirihluta Konur voru meirihluti skráðra framhalds- og há skóla nema árið 2011. Kynjaskipting er nokkur á milli námsbrauta en 25 námsbrautir eru eingöngu með skráða karla og 21 námsbraut eingöngu með konur. Konur eru líklegri en karlar til að fara í háskóla en hækka minnst í launum. Menntaáætlun Evrópusambandsins styrkir menntun og þjálfun á öllum stigum, frá leikskóla til háskóla auk fullorðinsfræðslu og starfsþjálfunar. MENNTAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Um 15.000 íslendingar hafa fengið styrki til náms- og starfsþjálfunar í Evrópu síðustu 17 árin. Mun fleiri hafa tekið þátt í ýmiskonar verkefnum. Nánari upplýsingar á www.lme.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.