Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Kvennaskólinn í Reykjavík. Skólinn var fyrst stofnaður árið 1874 af Þóru Melsteð og eiginmanni hennar Páli Melsteð. SKÓLAGANGA KVENNA Á ÍSLANDI Konur höfðu ekki fullan rétt til náms hér á landi á við karla fyrr en árið 1911. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa verið í meirihluta síðan. Frá árinu 1984 hafa konur verið fjölmennari en karlar í hópi nemenda á sérskóla- og háskólastigi á Íslandi, samkvæmt upplýsingum á Vísindavef Háskóla Íslands. Eftirfarandi staðreyndir um konur og skólagöngu á Íslandi eru fengnar af vef Kvennasögusafns Íslands. 1872 Nicoline Weywadt lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn 1871- 1872, fyrst kvenna á Íslandi. Hún stundaði ljósmyndun í um þrjátíu ár á Djúpavogi og kom sér upp vinnuaðstöðu á Teigarhorni. 1874 Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af Þóru Melsteð og eiginmanni hennar Páli Melsteð, með fjárstuðningi íslenskra og erlendra aðila. Skólinn var fyrsta menntastofnunin sem bauð konum upp á formlega menntun. Fleiri kvennaskólar voru stofnaðir næstu árin. 1889 Camilla Torfason lauk stúdentsprófi fyrst kvenna, eftir því sem næst verður komist, frá Trier-menntaskólanum í Kaupmannahöfn. 1892 Ingibjörg H. Bjarnason lauk leikfimiprófi, fyrst Íslendinga, frá Poul Petersens Institut í Kaupmannahöfn. Ári síðar hóf hún dans- og leikfimikennslu í Reykjavík fyrir börn og ungar stúlkur. 1910 Ásta Kristín Árnadóttir lauk iðnmeistaraprófi í Kaupmannahöfn, fyst Íslendinga. Ásta var jafnfram fyrsta íslenska konan sem lauk iðnnámi. 1911 Lög um menntun kvenna og rétt til embætta voru samþykkt á Alþingi. Konur fengu fullan rétt til menntunar og embætta með þessum lögum. 1945 Geirþrúður Hildur Bernhöft lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún lét ekki vígjast til prests. 1945 Jórunn Viðar lauk prófi í tónsmíðum, fyrst kvenna, frá The Juilliard School of Music í New York. 1946 Valgerður G. Þorsteinsdóttir tók sólópróf í flugi, fyrst kvenna. 1978 Guðrún Ólafsdóttir lauk sveinsprófi í rafvirkjun, fyrst kvenna. www.kvennasogusafn.is Það var Skólavefurinn sem setti af stað verkefnið ásamt Námsgagnastofnun. „Það hefur sýnt sig að Kindle-lestölvan hefur tvímælalaust aukið áhuga nemenda á námi og lestri,“ segir Jónína Ólöf Emilsdóttir, skóla- stjóri Vogaskóla, og bætir við að reynslan sé framar vonum. „Báðir níundu bekkirnir hjá okkur hafa verið með Kindle í vetur og reynslan er mjög góð, enda hefur verið haldið vel utan um þetta tilraunaverkefni. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor hjá Há- skóla Íslands, hefur komið hingað reglulega og metið stöðuna. Hann fylgist vel með hvernig verkefnið gengur. Þessi eftirfylgni er afar mikilvæg að mínu mati. Þar fyrir utan er mikill pappírs sparnaður í skólanum,“ segir Jónína og bætir því við að möguleikar séu margir með Kindle, hægt að stækka og minnka letur eftir þörfum. „ Nemendurnir geta náð sér í forvitnilegar bækur til að lesa. Strákar eru sérstaklega hrifnir af öllum tækjum og lestölvan eykur áhuga þeirra á lestri.“ Jónína segir að þetta tilrauna- verkefni sé jákvætt á allan hátt og sýni að lestölvur séu framtíðin í skólastarfinu. „Ég vonast til að verkefnið haldi áfram næsta vetur hjá þessum hópi og að hann klári grunnskólann með Kindle. Þetta er að gefa það góða raun bæði hjá kennurum og nemendum að við vonum að þetta verði áfram.“ Þegar Jónína er spurð hvort aðrir nemendur líti ekki öfundar- augum á níundu bekkinga segir hún svo vera. „Þessi hópur var valinn því árgangurinn hentaði betur en tíundi bekkur sem er að klára grunnskólann í vor.“ Alls eru 42 nemendur sem nota Kindle-lesbretti í Vogaskóla en það er eini skólinn á landinu sem tekur þátt í tilraunaverkefninu. Náms- gagnastofnun útbjó nokkrar raf- rænar námsbækur fyrir þennan hóp. „Þetta er mjög áhugavert og jákvætt verkefni sem er að skila sér inn í skólastarfið,“ segir Jónína. Kindle hefur jákvæð áhrif á skólanámið Öllum nemendum 9. bekkjar Vogaskóla var afhent Kindle-lesbretti í janúar til notkunar á vorönn. Áhugavert og jákvætt verkefni, segir skólastjóri. Nemendur níunda bekkjar Vogaskóla fengu Kindle-lesbretti í janúar og hefur tækið aukið áhuga þeirra á náminu. Jónína Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla. í allar deildir fyrir veturinn 2012-2013 fara fram á tímabilinu 21-29. maí INNRITUN INNTÖKUPRÓF SÖNGNÁM Klassík / Söngleikir / Þjóðlagatónlist Unglingadeild yngri 11-13 ára Unglingadeild eldri 14 -15 ára Almenn tónlistardeild Grunn-/Mið-/Framhaldsnám Háskóladeild Einsöngs-/Söngkennaranám Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka dagawww.songskolinn.is Söngskólinn í Reykjavík Með samstarfi við alþjóðlega fag- háskóla í fimm löndum getum við boðið mikið úrval námsleiða og nám sem er í raunhæfum tengslum við fyrirtæki sem starfa á sviði hinna skapandi greina. ÍTALÍA / SPÁNN Istituto Europeo di Design. ENGLAND University of the Arts London • Arts University College Bourne- mouth • Bournemouth University. SKOTLAND The Glasgow School Of Art. NOVA SCOTIA Acadia University. Dæmi um nám í boði: Fatahönnun • Grafísk hönnun • Marg- miðlun • Markaðsfræði Kvikmynda- gerð • Arkitektúr • Innanhússhönnun • Vöruhönnun • Blaðamennska • Við- burðastjórn • Viðskiptafræði. Nám í Hönnun, Sjónlistum, Stjórnun og Tízku. E N G L A N D • Í T A L Í A • K A N A D A • S K O T L A N D • S P Á N N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.