Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 16
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR Skotveiðifélag Íslands – Skotv-ís – hefur allt frá stofnun þess barist fyrir siðbót meðal skot- veiðimanna á Íslandi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan um miðjan áttunda áratuginn, þegar félagið var stofnað, og er óhætt að segja að vel hafi gengið að koma siðbótinni á. Það er í raun aðdáunarvert að sjá hve frum- kvöðlar félagsins voru framsýnir, en til vitnis um það eru siðaregl- ur Skotvís (sjá á www.skotvis. is). Í siðareglunum er farið yfir hvernig góður veiðimaður skuli haga sér gagnvart sjálfum sér, öðru fólki og síðast en ekki síst náttúru landsins. Siðareglurnar eru til halds og trausts fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í veiðum og fyrir eldri og reyndari veiðimenn til að spegla sig í og máta sig við. Eitt af því sem fram kemur í siðareglum Skotvís er að góður skotveiðimaður tekur þátt í rannsóknum og eykur stöðugt þekkingu sína á veiðistofnum. Skotvís hefur oftar en ekki átt frumkvæðið að því að leggja vís- indamönnum lið með öflun sýna og talningu á stofnum. Nýlega voru sýndir í Ríkissjónvarpinu hreint magnaðir þættir BBC með David Attenborough um líf á heimsskautunum. Þar kom fram að í Kanada hafa stjórnvöld fengið frumbyggja landsins í lið með sér til að afla upplýsinga um breytingar á búsvæðum þeirra. Slík verkefni eru varla fram- kvæmanleg nema með samstarfi frumbyggja og vísindamanna, en veiðar þeirra fyrrnefndu hafa mótað þeirra lífsafkomu alla tíð og vitneskja þeirra um lífríkið, dýrastofna og umhverfið er ómet- anlegt framlag í svona verkefni. Svona samstarf þekktist hér- lendis á árum áður, en hefur því miður farið mikið aftur. Svo virð- ist sem lítill sem enginn vilji ríki hjá núverandi stjórnvöldum til að taka höndum saman með veiði- mönnum og vinna verkefnin í samstarfi. Þess í stað er ítrekað lagt til eitt og annað sem snýr að því að þrengja rétt manna til að veiða og nýta það sem landið gefur af sér. Á síðustu árum hafa augu æ fleiri opnast fyrir því hversu rík þjóð við erum þegar kemur að heilnæmum afurðum úr lífríki Íslands. Afurðir villtra dýra eru einhver heilnæmasti matur sem finna má og dýrin sem veidd eru hafa lifað við ólíkt betri aðstæður en þau sem alin eru til manneldis með búskapar- háttum verksmiðjuframleiðslu. Þessa auðlind er sjálfsagt að nýta og með samstarfi við þús- undir veiðimanna væri hægt að fá mun skýrari mynd af áhrifum veiða á ástand veiðistofnanna og í framhaldi af því móta heild- stæða stefnu um skotveiðar og aðrar nytjar. Öðru hverju skjóta upp kollin- um fréttir af slæmri umgengni veiðimanna, en ég fullyrði að um fáa einstaklinga er að ræða úr hópi þeirra þúsunda sem stunda veiðar á löglegan og ábyrgan hátt. Agaleysi meðal veiðimanna þekkist hins vegar því miður, ekki síður en hjá öðrum hópum, en við í Skotvís teljum að besta leiðin til að uppræta óæskilega hegðun sé fræðsla og að veiði- menn leggi sig fram um að vera hver öðrum góð fyrirmynd. Það þarf að gera öllum ljóst að í sam- félagi veiðimanna líðst ekki slæm umgengni. Náttúra Íslands er dýrmætasta auðlind veiðimanns- ins og um hana ber okkur öllum að ganga af virðingu. Landspjöll eftir ökutæki eru annað brýnt umhverfismál en því miður er það svo að sá málaflokkur og ramminn utan um hann er á kol- vitlausri leið enda er samráð við forsvarsmenn ferðafólks sorg- lega lítið og enn minna gert með tillögur þeirra. Ástæður þess að erfitt reyn- ist að koma böndum á „utan- vegaakstur“ eru margvíslegar en maður spyr sig hvort ekki sé um sama hóp að ræða og ekur um vegi og götur landsins á ofsa- hraða og virðir ekki umferð- arreglur. Hvers vegna ætti sá hópur að virða frekar lög um náttúruvernd þar sem sektir og úrræði eru jafnvel enn minni en heimildir í umferðarlögum leyfa? Vandinn liggur að stórum hluta í lélegri upplýsingagjöf, misræmi í reglum og agaleysi. Skotveiðifélag Íslands hefur frá upphafi náð ótrúlega góðum árangri og fyrir framtak félags- ins má segja að siðbót og aga hafi verið komið á í veiðum og umgengni veiðimanna. Markmið félagsins eiga oftar en ekki heilmargt sameiginlegt með markmiðum náttúruvernd- arsamtaka enda gerir félagið sér það ljóst að án heilbrigðra dýra- stofna og því sem næst ósnort- innar náttúru verða engar veiðar stundaðar til framtíðar. Næst- komandi haust mun Skot vís standa fyrir ráðstefnu um fag- lega veiðistjórnun í samvinnu við Umhverfisstofnun með það að markmiði að efla veiðistjórnun á Íslandi, en til að það geti gerst þarf að auka mikið samvinnu og samstarf á milli vísindasam- félagsins og þeirra sem þekkja landið sitt í gegnum veiðar, nytj- ar eða aðra útiveru. Öðru hverju skjóta upp koll- inum fréttir af slæmri umgengni veiðimanna, en ég fullyrði að um fáa einstaklinga er að ræða úr hópi þeirra þúsunda ... Ár er liðið frá því að samning-ar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfar- ið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu. Staðan bitnar fyrst og fremst á tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa á þjón- ustu sérfræðilækna að halda. Þar er þyngst byrðin á langveikum og öldruðum, sem þurfa meira á heilbrigðisþjónustu að halda, þar með talið þjónustu sérfræðilækna, en allur almenningur í samfé- laginu. Ástandið hefur í för með sér auknar álögur fyrir þessa ein- staklinga og fjölskyldur þeirra og kemur sérstaklega illa við tekju- lága aldraða, öryrkja og foreldra langveikra barna. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál. Sú tala hefur að öllum líkindum hækkað, en gjald- taka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu jókst umtalsvert í kjölfar banka- hrunsins, sbr. könnun Hagdeildar ASÍ frá byrjun árs 2009. Einstaklingur með afsláttarkort borgar að fullu komu- og umsýslu- gjald. Þar sem þetta er viðbótar- gjald gefur það ekki rétt upp í afsláttarkort Sjúkratrygginga Íslands. Hér er því um að ræða hreint viðbótargjald sem sjúk- lingurinn einn ber kostnaðinn af. Sjúklingar sem reglulega leita til sérfræðilækna bera þá tugi þús- unda í viðbótargjald yfir lengra tímabil. Eitt af markmiðum laga um réttindi sjúklinga er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í sam- ræmi við almenn mannréttindi. Óheimilt er að mismuna sjúkling- um, meðal annars á grundvelli efnahags. Þjónusta sérfræðilækna er einn nauðsynlegur þáttur í veit- ingu heilbrigðisþjónustu. Gjald- taka fyrir hvers kyns heilbrigðis- þjónustu á að fara eftir ákvæðum laga um sjúkratryggingar og ákvæðum sérlaga eftir því sem við á, og engu öðru. Minna má á Samning Samein- uðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af Íslands hálfu fyrir réttum 5 árum (30. mars 2007) en í 25. gr. samn- ingsins er kveðið á um að aðildar- ríkin skuli „…viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðr- ar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlun- ar. […] að sjá fötluðu fólki fyrir heilsugæslu og heilbrigðisáætlun- um, sem eru ókeypis eða á viðráð- anlegu verði og eins að umfangi, gæðum og á sama stigi og gildir fyrir aðra einstaklinga…“. Hver er staðan í samningavið- ræðum Sjúkratrygginga Íslands og samninganefndar sérfræði- lækna? Eru samningaviðræður í gangi á milli samninganefndanna eða er algjör biðstaða? ÖBÍ skorar á samningsaðila að sameinast í þeirri viðleitni að semja sín á milli þannig að öllum notendum þjónustu sérfræðilækna sé tryggt aðgengi að sérfræðiþjón- ustu án aukinnar kostnaðarhlut- deildar sjúklinga. Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna Siðferði og veiðistjórnun Veiðistjórnun Elvar Árni Lund sjávarútvegsfræðingur og MPM að mennt og formaður Skotvís Tvö dæmi um viðbótarútgjöld örorkulífeyrisþega vegna þjónustu sérfræðilækna: Viðbótargjald - samtals Tímabil Dæmi A – 5 komur til sérfræðinga 9.000 kr. ágúst 2011 – janúar 2012 Dæmi B – 3 komur til sérfræðinga 8.000 kr. janúar 2012 Heilbrigðismál Guðmundur Magnússon formaður Öryrkjabandalag Íslands Málþing um raflínur og strengi Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra hafa skipað nefnd er móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð í samræmi við þingsályktun Alþingis í þskj. 748 frá 1. febrúar 2012. Á undanförnum árum hefur orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar. Einn þáttur þeirra áhrifa er sjónmengun af völdum háspennu- lína og hefur sú krafa orðið háværari að jarðstrengir séu nýttir í stað loftlína. Mikilvægt er að fyrir liggi stefnumörkun um með hvaða hætti og á hvaða forsendum skuli stefnt að lagningu raflína í jörð og til hvaða þátta skuli sérstaklega taka tillit í þeim efnum. Nefndin boðar til opins málfundar um málefnið þann 11. maí næstkomandi. Fundurinn fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands 11. maí næstkomandi og stendur frá kl. 13.00-15.15. Dagskrá • 13.00-13.05 Setning. Þingsályktun. Nefnd um stefnumörkun. • 13.05-13.25 Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets: Jarðstrengir – flutningsgjaldskrá og umhverfi. • 13.25-13.45 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmda stjóri Landverndar: Mikilvægi umhverfisþátta í stefnumörkun um jarðstrengi. • 13.45-14.05 Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands: Mat á umhverfiskostnaði raflínulagna. • 14.05-14.15 Hlé • 14.15-14.35 Stefán Thors, forstjóri Skipulagstofnunar, Raflínur, skipulag, mat á umhverfisáhrifum • 14.35-15.15 Umræður Fundarstjóri: Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Gamalt fegrunarráð - í nútímalegum búningi Dreifingaraðili Danson ehf :: Sími 588 6886 Agúrku roll on Örgöngur Ferðafélags Íslands Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir. Á hverjum miðvikudegi í maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess. Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar. Ferðalok eru við geymana. Ganga hefst kl 19. Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir samtals um 400. Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm. Þetta eru ekki hraðgöngur. Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit. Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson Önnur gangan er miðvikudaginn 9. maí. Ganga hefst kl. 19 frá hitaveitugeymunum í Grafarholti. Leið: Gengið um stíginn sem liggur að Reynisvatni og norðan þess. Þá er farið undir Reynisvatnsveginn og inn á stíg ofan nýja hverfisins sem er kennt við Haukadalsmenn. Stígurinn liggur austan í Reynisvatnsásnum og upp á hann – þaðan niður Klofabrekkur að Reynisvatni og gengið til baka um suðurbakka vatnsins og inn á malbikaðan stíg er liggur að vatnsgeymunum. Höskuldur Jónssson fararstjóri og fyrrum forseti FÍ ásamt Ólafi Erni Haraldssyni forseta FÍ. HALLDÓR BALDURSSON FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.