Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 6
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR6 SORPA bs óskar eftir tilboðum í verkið: „Gámaleiga, flutningar og losun gáma frá endurvinnslu stöðvum SORPU bs“ Samningstími er frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2015 eða til 31. desember 2017, en mögulegt er að bjóða til þriggja ára og/eða til fimm ára. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið felst í útvegun opinna og lokaðra gáma, pressugáma, grinda og kerja, alls 263 stk ásamt því að sjá um flutning og losun úrgangs sem berst til endurvinnslustöðvanna. Meginverkefni verktaka er að tryggja að á endurvinnslustöðvum SORPU séu ávallt til reiðu gámar fyrir mismundandi tegundir úrgangs. Mismikið berst til stöðvanna eftir vikudögum, árstíðum og veðri. Árið 2011 bárust alls um 29.000 tonn. Heimilt er að bjóða í eina eða fleiri endurvinnslustöðvar. Samningar geta því orðið einn eða fleiri, allt að sex. Afhending útboðsgagna verður á bílavoginni við móttökustöð SORPU bs í Gufunesi, 112 Reykjavík, frá þriðjudeginum 8. maí kl. 13:00, gegn kr. 15.000.- gjaldi. Gögnin eru á geisladiski. Tilboð skulu hafa borist á skrifstofu SORPU bs Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík, eigi síðar en fimmtudaginn 28. júní 2012 kl. 11:00 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Endurvinnslustöðvar SORPU, útboð. KAUPTHING MANAGER SELECTION Société d'Investissement à Capital Variable 14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 72.942 (hereafter referred to as the “SICAV“) CONVENING NOTICE TO THE SHAREHOLDERS The Board of Directors is pleased to convene the shareholders of the SICAV to attend the Extraordinary General Meeting (the “Meeting”) to be held at the registered office of the SICAV on 11 June 2012 at 10.00 a.m. with the following agenda: following sub-funds: - Amendment of the articles of association of the SICAV with regards to the Luxembourg law of 17 December 2010 relating to undertakings for collective investment and implementing the Directive 2009/65/EC with effect on 11 June 2012 or a later date decided by the shareholders’ meeting. the redemption of their shares without deduction of redemption fee as from 8 May 2012 to 8 June 2012. the A (C) EUR share class dated the day following the extraordinary general meeting deciding on the SICAV by conducting its legal audit mission will verify the share exchange parity. Fees relating to registered office of the SICAV. Shareholders who wish to attend the Meeting must inform the Board of Directors (Fax nr: +352 49 924 2501 –ifs.fds@bdl.lu) at least five calendar days before the Meeting. Shareholders may consult the draft updated prospectus and articles of association with the registered office of FJÁRMÁL Eðlilegt væri að rann- saka hvaða þjóðfélagshópar nýta sér helst þjónustu smálánafyrir- tækja, enda ljóst að slík lán geta aukið mjög á vanda fólks sem er komið í öngstræti með sín fjár- mál, segir Lára Björnsdóttir, for- maður Velferðarvaktarinnar. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur smálánafyrir tækjum sem starfa hér á landi fjölgað úr tveimur í fimm á síðustu mánuðum, auk þess sem nýju fyrirtækin lána hærri upphæðir. Áður var að hámarki hægt að fá 40 þúsund krónur lánaðar í einu hjá hverju fyrirtæki, en nýju fyrir tækin þrjú bjóða öll upp á allt að 100 þúsund króna lán. Lára segir ásókn í lánsfé hafa komið ýmsum í vanda á síðustu árum. Nú þegar bankar fari mun varlegar í að lána fé skjóti skökku við að smálánafyrirtækin auki við útlán sín. Ætti að skoða hvaða hópar taka smálán Smálán geta aukið vanda þeirra sem eru illa staddir segir formaður Velferðar- vaktarinnar. Erfitt gæti reynst að rannsaka hverjir nýta sér þjónustuna. Lög- maður Kredia fagnar lagasetningu en telur stjórnvöld ætla að ganga of langt. Haukur Örn Birgisson, lögmaður Kredia, sagði í samtali við fréttavefinn Vísi að Kredia fagnaði því að setja ætti lög um starfsemina. Það gæti orðið til þess að „gróusögur“ um starfsemina hætti. Hann segir frumvarp Steingríms þó ganga of langt. Það sé í raun aðlögun að evrópskri tilskipun sem nái aðeins til lána yfir 200 evrum, sem samsvarar um 33 þúsund krónum. Haukur segir í samtali við Vísi að heppilegra væri að miða við sömu upphæð í íslenskum lögum. Segir ný lög geta slegið á „gróusögur“ SMÁLÁNASÍÐUR Nýju smálánafyrirtækin bjóða lán að fjárhæð allt að 100.000 krónum til 30 daga eða skemur. Vextirnir af lánunum eru mjög háir, hundruð ef ekki þúsund prósenta á ársgrundvelli. Lítið er vitað um þann hóp sem tekur lán hjá smálánafyrir- tækjum, og ákveðnum vandkvæð- um bundið að rannsaka það, segir Lára. Þannig sé með öllu óvíst að Persónuvernd myndi heimila rannsóknir til að leiða í ljós hvaða hópar nýta sér þjónustuna. Tvö smálánafyrirtæki, Kredia og Hraðpeningar hafa verið starfandi frá árinu 2009, en þrjú til viðbótar hafa bæst við á árinu. Samkvæmt ársreikningi Hrað- peninga hagnaðist fyrirtækið um 14,3 milljónir króna á árinu 2010, sem var fyrsta heila starfs- ár fyrirtækisins. Kredia hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Frumvarp efnahags- og við- skiptaráðherra um neytendalán liggur nú fyrir Alþingi, en óvíst er hvenær það kemst á dagskrá þingsins. brjann@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is DÓMSMÁL Slitastjórn Kaupþings hefur ekki tekist að afla sér neinna upplýsinga um fjár- hagsstöðu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, og hvort hann er borgunarmaður fyrir þeim 550 milljónum sem þrotabúið krefst að hann greiði því. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli slita stjórnarinnar gegn Sigurði fyrir héraðs- dómi í gær. Slitastjórnin krefst þess að Sigurður greiði 550 milljónir vegna pers- ónulegra ábyrgða á lánum sem hann fékk til kaupa á bréfum í bankanum. Sigurður fékk raunar 5,5 milljarða að láni til slíkra kaupa en gert var sérstakt samkomulag um að ábyrgðin takmarkaðist við tíu prósent af upphæðinni. Sigurður endurnýjaði það sam- komulag reglulega fram að hruni, einn starfsmanna sem þegið hafði slíkt lán frá bankanum. Jafnframt kom fram í máli lögmanns slitastjórnarinnar að í árshlutauppgjöri Kaupþings árið 2008 hafi því verið haldið fram að lánakjör sem starfs- mönnum bankans buðust hafi verið sambærileg þeim sem viðskiptavinir þáðu. Í ljós hefur komið að svo var ekki. Sigurður var ekki við- staddur aðalmeðferðina, frekar en fyrirtökur þess á fyrri stigum. Þrátt fyrir að ekki lægju fyrir upplýsingar um fjárhagsstöðu Sigurðar benti lögmaður slitastjórn- arinnar á að Sigurður hefði, eins og margir aðrir fyrrverandi stjórnendur bankans, fengið háar arðgreiðslur vegna hlutabréfaeignar í bankanum. Arðgreiðslurnar til Sigurðar námu í heild ríflega 430 milljónum króna á tíma- bilinu 2005 til 2008. - sh, mh Sigurður Einarsson fékk 430 milljónir í arð af hlutabréfaeign sinni í Kaupþingi á árunum 2005 til 2008: Engar upplýsingar fyrir hendi um fjárhag Sigurðar MÆTTI EKKI Sigurður Einarsson hefur aldrei mætt fyrir dóminn í þessu máli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Unnið var að því í gær að stofna íslenskt félag í eigu fjár- festingafélags kínverska athafna- mannsins Huangs Nubo, segir Halldór Jóhannsson, umboðs- maður Huangs á Íslandi. Stofnun félagsins er forsenda þess að viðræður við stjórnvöld um gerð ívilnunarsamnings geti hafist. Aðeins með gerð slíks samnings getur félagið fengið undanþágu frá lagaákvæðum sem banna félögum í eigu erlendra ein- staklinga eða fyrirtækja að leigja land til langs tíma hér á landi. Halldór segir að ákveðið hafi verið að taka eitt skref í einu við undirbúnings þessa máls eftir því sem málinu vindur fram. Nú sé kominn tími til að stofna félag Huangs hér á landi, sem hafi ekki verið tímabært fyrr en stjórnvöld hafi lýst áhuga á að gera ívilnunar- samning. Huang áformar að leigja jörðina Grímsstaði á Fjöllum til 40 ára af félagi í eigu sveitarfélaga á svæðinu. Þar áformar hann að byggja upp hótel og ferðatengdan rekstur. Til stendur að leggja um 16,5 milljarða króna í verkefnið, og stefnt er að því að hótelið verði tilbúið árið 2016. - bj Talsmaður Huang Nubo segir unnið að stofnun félags til að semja við stjórnvöld: Eðlilegt að taka eitt skref í einu HUANG NUBO Auk hótels ætlar Huang Nubo að koma upp ýmiss konar afþreyingu, til dæmis laugum, reiðleiðum, golfvelli og fleiru. KJÖRKASSINN Reykir þú, eða hefur þú ein- hvern tíma reykt? JÁ 59,4% NEI 40,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að fylgjast með ís- lensku knattspyrnunni í sumar? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.